Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2016 16:23 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni um síðustu helgi. mynd/gylfi blöndal Friðrik Jónas Friðriksson, rafvirki og formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, var fyrstur á vettvang í Jökulsárlóni upp úr klukkan fjögur þar sem á milli fjörutíu og fimmtíu ferðamenn voru komnir langt út á ísjaka.Fyrstu fregnir bentu til þess að ferðamennirnir væru strandaglópar en svo reyndist ekki vera. Þeir reyndust ætla að skoða seli og fóru í land þegar þeir var bent á hve hættulegt geti verið að vera úti á ísnum. Jónas lýsir því þannig að hann hafi verið staddur skammt frá þegar kallið barst en hringt hafði verið í neyðarlínuna vegna málsins. Þegar Jónas mætti á svæðið blöstu ferðamennirnir við honum, komnir langt út á ísinn.Fleiri hundruð ferðamanna á svæðinu „Þetta voru erlendir ferðamenn sem voru að rölta út á lónið sem er ísilagt að hluta. Þeir voru að reyna að komast að um þrjátíu selum sem voru þarna,“ segir Jónas. Hann hafi strax gengið í að koma fólkinu af jakanum en um 200-300 metrar eru frá landi og að þeim stað þar sem selirnir voru að spóka sig. Fólkið hafi látið segjast. „Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er. Það er heiðskírt, stafalogn og sól. Það er dásamlegt að vera hérna,“ segir Jónas. Fyrir utan ferðamennina 40-50 úti á jakanum hafi örugglega í kringum 300 verið í landi.Engin skilti en stendur til Veitingaaðstaða á svæðinu er opin en annars eru engir starfsmenn á svæðinu. Þá eru engar merkingar á svæðinu sem bendi á hve hættulegt geti verið að fara út á ísinn. „Mér skilst að það sé komið í ferli hjá lögreglu,“ segir Jónas og öskraði svo vel heyrðist í símann: „Halló“ og gaf ferðamönnum bendingu um að fara ekki út á ísinn. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að standa vaktina fram á kvöld. „Lögreglan er á leiðinni. Ég læt hana um það,“ sagði Jónas í léttum tón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Friðrik Jónas Friðriksson, rafvirki og formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, var fyrstur á vettvang í Jökulsárlóni upp úr klukkan fjögur þar sem á milli fjörutíu og fimmtíu ferðamenn voru komnir langt út á ísjaka.Fyrstu fregnir bentu til þess að ferðamennirnir væru strandaglópar en svo reyndist ekki vera. Þeir reyndust ætla að skoða seli og fóru í land þegar þeir var bent á hve hættulegt geti verið að vera úti á ísnum. Jónas lýsir því þannig að hann hafi verið staddur skammt frá þegar kallið barst en hringt hafði verið í neyðarlínuna vegna málsins. Þegar Jónas mætti á svæðið blöstu ferðamennirnir við honum, komnir langt út á ísinn.Fleiri hundruð ferðamanna á svæðinu „Þetta voru erlendir ferðamenn sem voru að rölta út á lónið sem er ísilagt að hluta. Þeir voru að reyna að komast að um þrjátíu selum sem voru þarna,“ segir Jónas. Hann hafi strax gengið í að koma fólkinu af jakanum en um 200-300 metrar eru frá landi og að þeim stað þar sem selirnir voru að spóka sig. Fólkið hafi látið segjast. „Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er. Það er heiðskírt, stafalogn og sól. Það er dásamlegt að vera hérna,“ segir Jónas. Fyrir utan ferðamennina 40-50 úti á jakanum hafi örugglega í kringum 300 verið í landi.Engin skilti en stendur til Veitingaaðstaða á svæðinu er opin en annars eru engir starfsmenn á svæðinu. Þá eru engar merkingar á svæðinu sem bendi á hve hættulegt geti verið að fara út á ísinn. „Mér skilst að það sé komið í ferli hjá lögreglu,“ segir Jónas og öskraði svo vel heyrðist í símann: „Halló“ og gaf ferðamönnum bendingu um að fara ekki út á ísinn. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að standa vaktina fram á kvöld. „Lögreglan er á leiðinni. Ég læt hana um það,“ sagði Jónas í léttum tón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55