Milljarður Rís í Hörpu: Þrjú óvænt atriði Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2016 13:00 Mætingin hefur verið frábær undanfarin ár. Mynd/Hörður Ásbjörnsson Dansbyltingin Milljarður Rís fer fram í Hörpu á föstudaginn kl. 11.45 í boði UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík. Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimsstyrjaldar. Þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og kynlífsþrælkun. Byltingin er haldin um allan heim og með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra. Það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar okkur. Þetta er í fjórða sinn sem fólk frá yfir 200 löndum mæta og dansa fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi. Við ætlum að veita þeim samstöðu og dansa af krafti. Hátt í 10 þúsund manns hafa komið saman síðastliðin fjögur ár og fylkt liði á dansgólfum landsins. „Í ár pússum við dansskóna enn betur og stígum baráttudans í Reykjavík, í Listasafninu Ketilhúsi á Akureyri, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, Hljómahöllinni Reykjanesbæ, Íþróttahúsi Neskaupstaðar og Þekkingarsetrinu Nýheimar á Höfn í Hornafirði. UN Women á Íslandi skorar á alla; vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta með dansinn að vopni,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Í Hörpu heldur DJ Margeir dansgólfinu trylltu að vanda og gefa þrjú óvænt atriði tóninn. „UN Women og Sónar Reykjavík hvetja alla til að rísa upp fyrir heimi án ofbeldis, mæta með Fokk ofbeldi húfuna og vekja um leið fólk til vitundar um það ofbeldi og óöryggi sem konur á flótta búa við. Fokk ofbeldi húfam er fáanleg á 3.900 kr. í verslunum Eymundsson um land allt ef hún er ekki uppseld.“ Aðangur er ókeypis og hægt verður að leggja frítt við Hörpu á meðan fjörinu stendur en UN Women hvetur fólk til að koma gangandi eða nota almenningssamgöngur. Myllumerkið er #milljardurris16 og #fokkofbeldi Sónar Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira
Dansbyltingin Milljarður Rís fer fram í Hörpu á föstudaginn kl. 11.45 í boði UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík. Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimsstyrjaldar. Þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og kynlífsþrælkun. Byltingin er haldin um allan heim og með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra. Það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar okkur. Þetta er í fjórða sinn sem fólk frá yfir 200 löndum mæta og dansa fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi. Við ætlum að veita þeim samstöðu og dansa af krafti. Hátt í 10 þúsund manns hafa komið saman síðastliðin fjögur ár og fylkt liði á dansgólfum landsins. „Í ár pússum við dansskóna enn betur og stígum baráttudans í Reykjavík, í Listasafninu Ketilhúsi á Akureyri, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, Hljómahöllinni Reykjanesbæ, Íþróttahúsi Neskaupstaðar og Þekkingarsetrinu Nýheimar á Höfn í Hornafirði. UN Women á Íslandi skorar á alla; vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta með dansinn að vopni,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Í Hörpu heldur DJ Margeir dansgólfinu trylltu að vanda og gefa þrjú óvænt atriði tóninn. „UN Women og Sónar Reykjavík hvetja alla til að rísa upp fyrir heimi án ofbeldis, mæta með Fokk ofbeldi húfuna og vekja um leið fólk til vitundar um það ofbeldi og óöryggi sem konur á flótta búa við. Fokk ofbeldi húfam er fáanleg á 3.900 kr. í verslunum Eymundsson um land allt ef hún er ekki uppseld.“ Aðangur er ókeypis og hægt verður að leggja frítt við Hörpu á meðan fjörinu stendur en UN Women hvetur fólk til að koma gangandi eða nota almenningssamgöngur. Myllumerkið er #milljardurris16 og #fokkofbeldi
Sónar Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira