Hinn umdeildi yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, mokar inn peningum í sínu starfi.
Hann fékk tæplega 4,4 milljarða króna í laun árið 2014. Það er mun meira en stærstu stjörnur deildarinnar fengu það ár. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var launahæsti leikmaðurinn það ár með 2,8 milljarða króna í árslaun.
Árið 2013 fékk Goodell tæplega 4,5 milljarða í árslaun þannig að 2014 er ekki sérstakt tilvik.
Næstlaunahæsti starfsmaður á skrifstofu NFL-deildarinnar var með 960 milljónir króna í árslaun.
Á fyrstu níu árum sínum sem yfirmaður deildarinnar halaði Goodell inn yfir 23 milljarða króna í laun. Hann getur því ekki kvartað.
Yfirmaður NFL-deildarinnar miklu launahærri en stjörnur deildarinnar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti


Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti


Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti



