Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn á móti Portúgal í Portúgal á laugardaginn.
Ívar var búinn að skera niður í sextán manna hóp og hefur nú ákveðið hvaða tólf leikmenn fara til Portúgals á fimmtudagsmorguninn.
Leikmennirnir sem eru í æfingahópnum en fara ekki með í þennan leik eru þær Auður Íris Ólafsdóttir, Bergþóra Holton Tómasdóttir, Björg Guðrún Einarsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir.
Ingunn Embla Kristínardóttir og Margrét Kara Sturludóttir koma inn í liðið frá því í leikjunum í nóvember.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir hefur verið að glíma við hnémeiðsli en hún er leikfær og verður með á móti Portúgal. Það eru mjög góðar fréttir enda hefur Ragna Margrét verið byrjunarliðskona í landsliðinu og mikilvæg í baráttunni undir körfunni.
Topplið Domino´s deildar kvenna, Snæfell og Haukar, eiga bæði þrjá leikmenn í hópnum, Grindavík og Stjarnan eru með tvo leikmenn hvort og þá kemur einn leikmaður frá Val og Keflavík.
Leikmannahópurinn á móti Portúgal:
Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · 2 landsleikir
Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 37 landsleikir
Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 9 landsleikir
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 21 landsleikir
Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 59 landsleikir
Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · Bakvörður · f. 1995 · 169 cm · 3 landsleikir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 7 landsleikir
Margrét Kara Sturludóttir - Stjarnan · Bakvörður · f. 1989 · 175 cm · 13 landsleikir
Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 33 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 31 landsleikir
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 5 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 38 landsleikir
Þessar tólf fara með til Portúgals | Ragna Margrét leikfær

Tengdar fréttir

Þrír nýliðar í æfingahópnum | Margrét Kara kemur inn eftir fjögurra ára hlé
Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið æfingahóp fyrir leikina gegn Portúgal og Ungverjalandi í undankeppni EM 2017.

Ívar búinn að fækka um fjórar í æfingahópnum
Ívar Ásgrímsson hefur fækkað um fjóra leikmenn í æfingahóp sínum fyrir leikina sem eru framundan í undankeppni EM 2017.