Hiddink segir Hazard að gleyma PSG | Óheppileg ummæli Belgans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2016 16:30 Eden Hazard. Vísir/Getty Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekkert alltof sáttur við ummæli leikmanns síns Eden Hazard í aðdraganda leiks á móti Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hiddink hefur nú sagt Eden Hazard að einbeita sér að Chelsea og reyna að ná fyrr styrk á nýjan leik. Það fór ekki framhjá hollenska knattspyrnustjóranum frekar en öðrum þegar Eden Hazard talaði um það viðtali að það yrði erfitt fyrir hann að hafna tilboði frá Paris Saint Germain. Eden Hazard viðurkenndi áhuga sinn á því að spila með Paris Saint Germain í viðtali við franska blaðið Le Parisien fyrr í vikunni. Tímasetningin var ekki góð enda mætast lið Paris Saint Germain og Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Hinn 25 ára gamli Eden Hazard hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl 2015 en hann fékk nýjan risasamning hjá Chelsea á síðasta ári. Eden Hazard fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða um 37 milljónir íslenskra króna. „Hann er með samning sem hann er nýbúinn að framlengja. Nú þarf hann að ná sér heilum og sýna það og sanna hjá Chelsea að hann sé toppleikmaður. Hann þarf að einbeita sér að því. Chelsea er toppklúbbur og hann getur gert mikið fyrir félagið," sagði Guus Hiddink í viðtali við Sky Sports. „Í næstu framtíð verða frekari vangaveltur um það hver sér að koma hingað og hverjir séu að fara. Ég vil ekki fara út í það núna," sagði Hiddink. Fyrri leikur PSG og Chelsea er í París í kvöld en seinni leikurinn verður svo á heimavelli Chelsea-liðsins. „PSG ætlar sér að vinna Meistaradeildina en hægt og rólega hafa þeir öðlast meiri virðingu. Það er ljóst að þeim er full alvara með það að vera eitt af stærstu félögum í Evrópu. Þetta verða því krefjandi leikir fyrir okkur," sagði Hiddink. Hann mælir ekki með því fyrir frábæra leikmenn eins og Eden Hazard að fara til Frakklands. „Þeir eru í allt annarri deild. Franska deildin er ekki slæm en PSG er með 24 stiga forskot á liðið í öðru sæti. Að mínu mati eiga bestu leikmennirnir alltaf að spila í bestu deildunum. Bestu deildirnar í dag eru enska deildin, spænska deildin og einnig þýska deildin," sagði Hiddink. Hazard var valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili þegar Chelsea vann enska titilinn en hefur eins og allt Chelsea-liðið verið langt frá sínu besta á núverandi leiktíð. Eina markið hans á tímabilinu var mark úr víti í leik á móti MK Dons í ensku bikarkeppninni. Leikur Paris Saint-Germain og Chelsea hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Sjá meira
Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekkert alltof sáttur við ummæli leikmanns síns Eden Hazard í aðdraganda leiks á móti Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hiddink hefur nú sagt Eden Hazard að einbeita sér að Chelsea og reyna að ná fyrr styrk á nýjan leik. Það fór ekki framhjá hollenska knattspyrnustjóranum frekar en öðrum þegar Eden Hazard talaði um það viðtali að það yrði erfitt fyrir hann að hafna tilboði frá Paris Saint Germain. Eden Hazard viðurkenndi áhuga sinn á því að spila með Paris Saint Germain í viðtali við franska blaðið Le Parisien fyrr í vikunni. Tímasetningin var ekki góð enda mætast lið Paris Saint Germain og Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Hinn 25 ára gamli Eden Hazard hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl 2015 en hann fékk nýjan risasamning hjá Chelsea á síðasta ári. Eden Hazard fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða um 37 milljónir íslenskra króna. „Hann er með samning sem hann er nýbúinn að framlengja. Nú þarf hann að ná sér heilum og sýna það og sanna hjá Chelsea að hann sé toppleikmaður. Hann þarf að einbeita sér að því. Chelsea er toppklúbbur og hann getur gert mikið fyrir félagið," sagði Guus Hiddink í viðtali við Sky Sports. „Í næstu framtíð verða frekari vangaveltur um það hver sér að koma hingað og hverjir séu að fara. Ég vil ekki fara út í það núna," sagði Hiddink. Fyrri leikur PSG og Chelsea er í París í kvöld en seinni leikurinn verður svo á heimavelli Chelsea-liðsins. „PSG ætlar sér að vinna Meistaradeildina en hægt og rólega hafa þeir öðlast meiri virðingu. Það er ljóst að þeim er full alvara með það að vera eitt af stærstu félögum í Evrópu. Þetta verða því krefjandi leikir fyrir okkur," sagði Hiddink. Hann mælir ekki með því fyrir frábæra leikmenn eins og Eden Hazard að fara til Frakklands. „Þeir eru í allt annarri deild. Franska deildin er ekki slæm en PSG er með 24 stiga forskot á liðið í öðru sæti. Að mínu mati eiga bestu leikmennirnir alltaf að spila í bestu deildunum. Bestu deildirnar í dag eru enska deildin, spænska deildin og einnig þýska deildin," sagði Hiddink. Hazard var valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili þegar Chelsea vann enska titilinn en hefur eins og allt Chelsea-liðið verið langt frá sínu besta á núverandi leiktíð. Eina markið hans á tímabilinu var mark úr víti í leik á móti MK Dons í ensku bikarkeppninni. Leikur Paris Saint-Germain og Chelsea hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn