Sjúkrabíll fauk út af í Oddskarði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 09:50 Það var í nógu í snúast fyrir björgunarsveitir í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Visir/Vilhelm Á fimmta tug björgunarsveitarmanna komu að hinum ýmsu björgunaraðgerðum í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Þannig fór björgunarsveitin Brimrún í Oddskarð í gærkvöldi til að aðstoða sjúkrabíl sem hafði fokið út af veginum og sat fastur. Björgunarsveitin aðstoðaði við að ná bílnum aftur upp á veg svo hann gæti haldið áfram ferð sinni til Egilsstaða. Síðar um kvöldið var svo tilkynnt um bíl sem var fastur við Bláa lónið en þar voru ferðamenn í vandræðum. Þá losnaði bátur frá bryggju á Reyðarfirði, hurð á sundlauginni á Bolungarvík fauk upp sem og gluggi á leikskólanum á Suðureyri. Þar fauk einnig landgangur við flotbryggju í höfninni en ekkert verður gert í því fyrr en veður lægir. Erlendir ferðamenn sátu svo fastir í ófærð utan við Vopnafjörð og rúða brotnaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nú fyrir hádegi spáir Veðurstofan suðvestan og vestan roki eða ofsaveðri með éljum norðn-og vestanlands. Aðstæður til ferðalaga eru því varhugaverðar. Víða er ófært, meðal annars á Fróðárheiðiog Öxnadalsheiði og þá eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Það eru hálkublettir og éljagangur á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi. Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði og hálka eða hálkublettir á vegum á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir en snjóþekja Bröttubrekku, Svínadal og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Nú er orðið fært yfir Holtavörðuheiði en þar er mjög hvasst og blint. Ófært er á Fróðárheiði. Slæmt ferðaveður er á Vestfjörðum og eru flestir fjallvegir enn ófærir en þó er orðið fært yfir Gemlufallsheiði en þar er þæfingsfærð og mjög hvasst og blint. Vegurinn yfir Hálfdán er lokaður vegna óveðurs og umferðaróhapps.Í Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum en unnið að hreinsun. Flughálka er í Þistilfirði og við Bakkaflóa.Þæfingsfærð er á Háreksstaðaleið en annars hálka er á flestum leiðum á Austurlandi en þó er flughálka í Hjaltastaðaþinghá. Enn er ófært á Vopnafjarðarheiði en þar er óveður. Hálka er á nokkrum köflum með suðausturströndinni. Veður Tengdar fréttir Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58 Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira
Á fimmta tug björgunarsveitarmanna komu að hinum ýmsu björgunaraðgerðum í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Þannig fór björgunarsveitin Brimrún í Oddskarð í gærkvöldi til að aðstoða sjúkrabíl sem hafði fokið út af veginum og sat fastur. Björgunarsveitin aðstoðaði við að ná bílnum aftur upp á veg svo hann gæti haldið áfram ferð sinni til Egilsstaða. Síðar um kvöldið var svo tilkynnt um bíl sem var fastur við Bláa lónið en þar voru ferðamenn í vandræðum. Þá losnaði bátur frá bryggju á Reyðarfirði, hurð á sundlauginni á Bolungarvík fauk upp sem og gluggi á leikskólanum á Suðureyri. Þar fauk einnig landgangur við flotbryggju í höfninni en ekkert verður gert í því fyrr en veður lægir. Erlendir ferðamenn sátu svo fastir í ófærð utan við Vopnafjörð og rúða brotnaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nú fyrir hádegi spáir Veðurstofan suðvestan og vestan roki eða ofsaveðri með éljum norðn-og vestanlands. Aðstæður til ferðalaga eru því varhugaverðar. Víða er ófært, meðal annars á Fróðárheiðiog Öxnadalsheiði og þá eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Það eru hálkublettir og éljagangur á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi. Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði og hálka eða hálkublettir á vegum á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir en snjóþekja Bröttubrekku, Svínadal og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Nú er orðið fært yfir Holtavörðuheiði en þar er mjög hvasst og blint. Ófært er á Fróðárheiði. Slæmt ferðaveður er á Vestfjörðum og eru flestir fjallvegir enn ófærir en þó er orðið fært yfir Gemlufallsheiði en þar er þæfingsfærð og mjög hvasst og blint. Vegurinn yfir Hálfdán er lokaður vegna óveðurs og umferðaróhapps.Í Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum en unnið að hreinsun. Flughálka er í Þistilfirði og við Bakkaflóa.Þæfingsfærð er á Háreksstaðaleið en annars hálka er á flestum leiðum á Austurlandi en þó er flughálka í Hjaltastaðaþinghá. Enn er ófært á Vopnafjarðarheiði en þar er óveður. Hálka er á nokkrum köflum með suðausturströndinni.
Veður Tengdar fréttir Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58 Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira
Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58
Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26