Tvær Snæfellskonur jöfnuðu þriggja stiga metið í sama bikarúrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2016 12:15 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, kyssir hér bikarinn í leikslok. Vísir/Hanna Snæfellskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í Laugardalshöllinni um síðustu helgi og þar vó þungt hittni tveggja leikmanna liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell vann Grindavík 78-70 í bikarúrslitaleiknum og voru þær Haiden Denise Palmer og Gunnhildur Gunnarsdóttir báðar með 23 stig í leiknum. Það var þó þriggja stiga nýting þeirra sem fór í sögubækurnar en báðar hittu þær úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum sem þýðir 62 prósent nýtingu. Með því að skora fimm þrista í leiknum þá jöfnuðu þær Haiden og Gunnhildur metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði alla fimm þriggja stiga körfur sínar í fyrri hálfleiknum sem er að sjálfsögðu einnig met. Keflvíkingurinn Björg Hafsteinsdóttir varð fyrst til að skora fimm þrista í sama bikarúrslitaleiknum en hún náði því árið 1993 og átti metið ein í fimmtán ár. Gunnhildur var aðeins önnur íslenska körfuboltakonan til þess að komast í þennan flokk en bandarískir leikmenn höfðu náð þessu þrisvar sinnum á undanförnum árum. Það sem er athyglisverðast er að tveir leikmenn úr saman liði nái þessu. Snæfell skoraði samtals tíu þrista í leiknum og enginn annar leikmaður liðsins náð því að hitta úr skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell varð fyrsta kvennaliðið til að skora tíu þriggja stiga körfur í einum bikarúrslitaleik en liðið bætti met Njarðvíkurliðsins frá 2012 sem skoraði þá níu þriggja stiga körfur í sigri á Snæfelli.Flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna:5 - Björg Hafsteinsdóttir (fyrir Keflavík á móti KR 1993, sigur) [Nýtti 5 af 10 skotum , 50 prósent]5 - Joanna Skiba (fyrir Grindavík á móti Haukum 2008, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Heather Ezell (fyrir Hauka á móti Keflavík 2010, sigur) [Nýtti 5 af 17 skotum , 29 prósent]5 - Chazny Paige Morris (fyrir KR á móti Keflavík 2011, tap) [Nýtti 5 af 9 skotum , 56 prósent]5 - Gunnhildur Gunnarsdóttir (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Haiden Denise Palmer (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent] Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Ingi Þór: Allir einbeittir og hungraðir í að sækja þennan titil Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. 13. febrúar 2016 16:26 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira
Snæfellskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í Laugardalshöllinni um síðustu helgi og þar vó þungt hittni tveggja leikmanna liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell vann Grindavík 78-70 í bikarúrslitaleiknum og voru þær Haiden Denise Palmer og Gunnhildur Gunnarsdóttir báðar með 23 stig í leiknum. Það var þó þriggja stiga nýting þeirra sem fór í sögubækurnar en báðar hittu þær úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum sem þýðir 62 prósent nýtingu. Með því að skora fimm þrista í leiknum þá jöfnuðu þær Haiden og Gunnhildur metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði alla fimm þriggja stiga körfur sínar í fyrri hálfleiknum sem er að sjálfsögðu einnig met. Keflvíkingurinn Björg Hafsteinsdóttir varð fyrst til að skora fimm þrista í sama bikarúrslitaleiknum en hún náði því árið 1993 og átti metið ein í fimmtán ár. Gunnhildur var aðeins önnur íslenska körfuboltakonan til þess að komast í þennan flokk en bandarískir leikmenn höfðu náð þessu þrisvar sinnum á undanförnum árum. Það sem er athyglisverðast er að tveir leikmenn úr saman liði nái þessu. Snæfell skoraði samtals tíu þrista í leiknum og enginn annar leikmaður liðsins náð því að hitta úr skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell varð fyrsta kvennaliðið til að skora tíu þriggja stiga körfur í einum bikarúrslitaleik en liðið bætti met Njarðvíkurliðsins frá 2012 sem skoraði þá níu þriggja stiga körfur í sigri á Snæfelli.Flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna:5 - Björg Hafsteinsdóttir (fyrir Keflavík á móti KR 1993, sigur) [Nýtti 5 af 10 skotum , 50 prósent]5 - Joanna Skiba (fyrir Grindavík á móti Haukum 2008, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Heather Ezell (fyrir Hauka á móti Keflavík 2010, sigur) [Nýtti 5 af 17 skotum , 29 prósent]5 - Chazny Paige Morris (fyrir KR á móti Keflavík 2011, tap) [Nýtti 5 af 9 skotum , 56 prósent]5 - Gunnhildur Gunnarsdóttir (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Haiden Denise Palmer (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Ingi Þór: Allir einbeittir og hungraðir í að sækja þennan titil Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. 13. febrúar 2016 16:26 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30
Ingi Þór: Allir einbeittir og hungraðir í að sækja þennan titil Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. 13. febrúar 2016 16:26