Enskan í forgrunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 12:12 Nýju upplýsingaskiltin á Keflavíkurflugvelli vísir Það má segja að ensku sé gert hærra undir höfði en íslenskunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli. Eins og sést á meðfylgjandi mynd kemur enskan feitletruð og á undan íslenskunni á skiltinu og er því meira áberandi en okkar ástkæra ylhýra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir einfalda ástæðu fyrir því að enskan sé meira áberandi en íslenskan á skiltunum. „Þetta er einfaldlega vegna þess að það fara miklu fleiri erlendir ferðamenn en íslenskir ferðamenn um flugvöllinn og þeir þekkja völlinn síður en Íslendingar. Fyrir ekki svo löngu var hlutfallið jafnt, 50 prósent erlendir ferðamenn og 50 prósent Íslendingar, en nú eru erlendu ferðamennirnir orðnir 70 prósent. Hugsunin hjá okkur var því sú að hjálpa þessum farþegum að komast sem best í gegnum flugvöllinn en við höfðum fengið ábendingar um að úr þessu mætti bæta,“ segir Guðni.Guðrún Kvaran gagnrýnir að ensku sé gert hærra undir höfði á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli.mynd/stöð 2Guðrún Kvaran, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, segist ósammála þessari nálgun Isavia. Hún segir íslenskuna eiga að ganga fyrir öðrum tungumálum og bendir á að samkvæmt íslenskri málstefnu eigi að vera hægt að nota íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags. „Á flugvelli þurfa upplýsingar auðvitað að vera á öðrum tungumálum og þá er eðlilegt að það sé málið sem flestir tali. En það tungumál á aldrei að vera hærra sett en íslenskan,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort að þetta geti haft áhrif til lengri tíma segir Guðrún svo vera. „Þetta getur haft þau áhrif að fólki fer að finnast sjálfsagt að hafa ensku sem allra víðast og grefur undan notkun íslensku. Við kannski lendum í því að íslenskan verði bara töluð í eldhúsinu heima en alls staðar annars staðar verði dekrað við útlendinga og enska notuð í staðinn.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Það má segja að ensku sé gert hærra undir höfði en íslenskunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli. Eins og sést á meðfylgjandi mynd kemur enskan feitletruð og á undan íslenskunni á skiltinu og er því meira áberandi en okkar ástkæra ylhýra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir einfalda ástæðu fyrir því að enskan sé meira áberandi en íslenskan á skiltunum. „Þetta er einfaldlega vegna þess að það fara miklu fleiri erlendir ferðamenn en íslenskir ferðamenn um flugvöllinn og þeir þekkja völlinn síður en Íslendingar. Fyrir ekki svo löngu var hlutfallið jafnt, 50 prósent erlendir ferðamenn og 50 prósent Íslendingar, en nú eru erlendu ferðamennirnir orðnir 70 prósent. Hugsunin hjá okkur var því sú að hjálpa þessum farþegum að komast sem best í gegnum flugvöllinn en við höfðum fengið ábendingar um að úr þessu mætti bæta,“ segir Guðni.Guðrún Kvaran gagnrýnir að ensku sé gert hærra undir höfði á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli.mynd/stöð 2Guðrún Kvaran, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, segist ósammála þessari nálgun Isavia. Hún segir íslenskuna eiga að ganga fyrir öðrum tungumálum og bendir á að samkvæmt íslenskri málstefnu eigi að vera hægt að nota íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags. „Á flugvelli þurfa upplýsingar auðvitað að vera á öðrum tungumálum og þá er eðlilegt að það sé málið sem flestir tali. En það tungumál á aldrei að vera hærra sett en íslenskan,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort að þetta geti haft áhrif til lengri tíma segir Guðrún svo vera. „Þetta getur haft þau áhrif að fólki fer að finnast sjálfsagt að hafa ensku sem allra víðast og grefur undan notkun íslensku. Við kannski lendum í því að íslenskan verði bara töluð í eldhúsinu heima en alls staðar annars staðar verði dekrað við útlendinga og enska notuð í staðinn.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira