Eiður Smári genginn í raðir Molde Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári er orðinn leikmaður Molde. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Molde. Norska félagið hefur sent fjölmiðlum þar í landi fréttatilkynningu þess efnis. Hann skrifaði undir eins árs samning við norska félagið, en þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári spilar á Norðurlöndum utan Íslands. Eiður Smári spilaði síðast með Shijiazhuang Ever Bright í Kína þar sem hann skoraði eitt mark í fjórtán leikjum, en þar áður var hann á mála hjá Bolton í ensku B-deildinni. Molde er 14. atvinnumannaliðið sem Eiður Smári spilar fyrir á glæstum ferli, en bestu dagar hans voru með Chelsea og Barcelona þar sem hann varð Englandsmeistari, Spánarmeistari og vann Meistaradeildina með sænska liðinu. Eiður verður sjöundi Íslendingurinn sem spilar með Molde, en áður hafa þeir Bjarki Gunnlaugsson, Andri Sigþórsson, Ólafur Stígsson, Marel Baldvinsson, Bjarni Þorsteinsson og nú síðast Björn Bergmann Sigurðarson spilað fyrir norska liðið. Molde er eitt besta lið Noregs en það varð fyrst meistari 2011 undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United. Undir stjórn Solskjær varð liðið meistari aftur 2012 og eftir að missa af titlinum 2013 endurheimtaði það hann 2014. Það varð einnig bikarmeistari í fjórða sinn sama ár. Ole Gunnar Solskjær tók aftur við Molde í vetur eftir misheppnaða dvöl í Wales þar sem hann stýrði Cardiff, en þessi fyrrverandi norski landsliðsframherji er uppalinn hjá Molde og er þar dýrkaður og dáður. Norska úrvalsdeildin hefst í mars og ætti Eiður því að vera í góðu leikformi þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í júní á Evrópumótið. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Eiður Smári kynntur til leiks hjá Molde á morgun Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í kvöld en hann er við það að ganga í raðir félagsins. 11. febrúar 2016 21:48 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Molde. Norska félagið hefur sent fjölmiðlum þar í landi fréttatilkynningu þess efnis. Hann skrifaði undir eins árs samning við norska félagið, en þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári spilar á Norðurlöndum utan Íslands. Eiður Smári spilaði síðast með Shijiazhuang Ever Bright í Kína þar sem hann skoraði eitt mark í fjórtán leikjum, en þar áður var hann á mála hjá Bolton í ensku B-deildinni. Molde er 14. atvinnumannaliðið sem Eiður Smári spilar fyrir á glæstum ferli, en bestu dagar hans voru með Chelsea og Barcelona þar sem hann varð Englandsmeistari, Spánarmeistari og vann Meistaradeildina með sænska liðinu. Eiður verður sjöundi Íslendingurinn sem spilar með Molde, en áður hafa þeir Bjarki Gunnlaugsson, Andri Sigþórsson, Ólafur Stígsson, Marel Baldvinsson, Bjarni Þorsteinsson og nú síðast Björn Bergmann Sigurðarson spilað fyrir norska liðið. Molde er eitt besta lið Noregs en það varð fyrst meistari 2011 undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United. Undir stjórn Solskjær varð liðið meistari aftur 2012 og eftir að missa af titlinum 2013 endurheimtaði það hann 2014. Það varð einnig bikarmeistari í fjórða sinn sama ár. Ole Gunnar Solskjær tók aftur við Molde í vetur eftir misheppnaða dvöl í Wales þar sem hann stýrði Cardiff, en þessi fyrrverandi norski landsliðsframherji er uppalinn hjá Molde og er þar dýrkaður og dáður. Norska úrvalsdeildin hefst í mars og ætti Eiður því að vera í góðu leikformi þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í júní á Evrópumótið.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Eiður Smári kynntur til leiks hjá Molde á morgun Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í kvöld en hann er við það að ganga í raðir félagsins. 11. febrúar 2016 21:48 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira
Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30
Eiður Smári kynntur til leiks hjá Molde á morgun Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í kvöld en hann er við það að ganga í raðir félagsins. 11. febrúar 2016 21:48