Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 22:30 Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi eins vel og hægt er. Fréttir af andláti kínversks manns í Reynisfjöru vöktu mikinn óhug í gær, ekki síst vegna þess að ítrekað hefur verið varað við hættu á svæðinu. Undanfarna tvo mánuði hafa fjórir erlendir ferðamenn farist af slysförum hér á landi. Í lok janúar lést kínversk kona eftir köfunarslys í Silfru, í byrjun sama mánaðar fannst breskur ferðamaður látinn á Snæfellsnesi og á annan í jólum lést Japani í umferðarslysi á Suðurlandi.Helga Árnadóttir.Vísir/GVAHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þau ítrekað hafa kallað eftir aðgerðum stjórnvalda vegna öryggis ferðamanna og stefnumótandi áætlun í þeim efnum. „Ef við tökum ekki höndum saman og verður ekki ágengt núna þá veit ég ekki hvenær. Við eigum ofboðslega mikið undir. Það eru ofboðslega mikil tækifæri í greininni og þetta er einn af þeim þáttum sem er fylgifiskur, það eru öryggismálin, og við verðum að tryggja þau með sómasamlegum hætti. Við höfum kallað eftir þessu um langa hríð og viljum treysta á að nú komi til aðgerða,“ segir Helga. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir að stjórnvöld séu að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna eins vel og hægt er. „Stjórnstöð ferðamála er samræmingarvettvangur sem hefur skort á í svona málum. Þetta er skýrt dæmi um verkefni hennar, svona mál þar sem fjölmargir aðilar bera ábyrgð með einum eða öðrum hætti og við höfum alveg frá stofnun stjórnstöðvarinnar, 1. nóvember, verið með öryggismálin sérstaklega á oddinum. Það gerir þetta enginn einn, þetta er samstarfsverkefni sem að við erum búin að setja í algeran forgang,“ segir Ragnheiður Elín. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi eins vel og hægt er. Fréttir af andláti kínversks manns í Reynisfjöru vöktu mikinn óhug í gær, ekki síst vegna þess að ítrekað hefur verið varað við hættu á svæðinu. Undanfarna tvo mánuði hafa fjórir erlendir ferðamenn farist af slysförum hér á landi. Í lok janúar lést kínversk kona eftir köfunarslys í Silfru, í byrjun sama mánaðar fannst breskur ferðamaður látinn á Snæfellsnesi og á annan í jólum lést Japani í umferðarslysi á Suðurlandi.Helga Árnadóttir.Vísir/GVAHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þau ítrekað hafa kallað eftir aðgerðum stjórnvalda vegna öryggis ferðamanna og stefnumótandi áætlun í þeim efnum. „Ef við tökum ekki höndum saman og verður ekki ágengt núna þá veit ég ekki hvenær. Við eigum ofboðslega mikið undir. Það eru ofboðslega mikil tækifæri í greininni og þetta er einn af þeim þáttum sem er fylgifiskur, það eru öryggismálin, og við verðum að tryggja þau með sómasamlegum hætti. Við höfum kallað eftir þessu um langa hríð og viljum treysta á að nú komi til aðgerða,“ segir Helga. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir að stjórnvöld séu að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna eins vel og hægt er. „Stjórnstöð ferðamála er samræmingarvettvangur sem hefur skort á í svona málum. Þetta er skýrt dæmi um verkefni hennar, svona mál þar sem fjölmargir aðilar bera ábyrgð með einum eða öðrum hætti og við höfum alveg frá stofnun stjórnstöðvarinnar, 1. nóvember, verið með öryggismálin sérstaklega á oddinum. Það gerir þetta enginn einn, þetta er samstarfsverkefni sem að við erum búin að setja í algeran forgang,“ segir Ragnheiður Elín.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48
Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24
Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
"Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45