Vill vinna fyrir fólkið í bænum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2016 06:00 Haiden Palmer hefur spilað stórkostlega fyrir Snæfell í vetur og er ein helsta ástæða þess að liðið er á toppnum og komið í bikarúrslitin. Fréttablaðið/Anton Brink Haiden Denise Palmer, 24 ára gamall leikmaður Snæfells í Domino’s-deild kvenna, hefur borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar í vetur. Hún skorar 26 stig, tekur tíu fráköst og gefur 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir ríkjandi Íslandsmeistara síðustu tveggja ár sem eru á toppnum í deildinni. Hólmarar treysta á að Palmer leiði sínar stúlkur til sigurs í úrslitaleik Powerade-bikarsins í Laugardalshöll á laugardaginn þar sem Snæfell mætir Grindavík. Bikarmeistaratitillinn er sá eini sem Snæfell á eftir að vinna og í Stykkishólmi finnst fólki kominn tími til að bæta honum í bikarasafnið. „Ég finn svo sannarlega fyrir því að félagið er hungrað í að vinna þennan bikar. Ég hef talað við nokkra liðsfélaga mína um þetta og ég sé hungrið á þeim. Það langar alla til að vinna þennan stóra leik þannig að við hlökkum bara til. Það verður mikið af fólki þarna sem er gaman. Þetta eru leikirnir sem allir vilja spila,“ segir Palmer brosmild í viðtali við Fréttablaðið um stóra leikinn á laugardaginn.Ekki alltaf í sól Það fer ekki mikið fyrir Palmer, en hún sat hin afslappaðasta og ræddi við mótherja sinn á laugardaginn, Whitney Frazier, leikmann Grindavíkur, þegar blaðamaður truflaði samtal þeirra á blaðamannafundi fyrir bikarinn í gær. Þessi hrikalega öflugi bakvörður var stjarna í Gonzaga-háskólanum og var tekin númer 29 í nýliðavalinu í WNBA-deildinni af Indiana Fever. Hún spilaði þó ekki í WNBA heldur fór í ævintýraför um heiminn og stoppar nú á Íslandi. „Þetta er fallegur staður og fólkið er æðislegt. Samherjar mínir eru góðir og þjálfarinn líka sem hjálpar mikið til,“ segir Palmer sem ólst upp við öllu heitara loftslag í sínu heimaríki, Kaliforníu. „Þetta eru mikil viðbrigði fyrir mig en ég fór í skóla í Washington-ríki þannig að ég vandist aðeins kuldanum. Það var ekki eins kalt í Washington og á Íslandi en samt kalt. Ég hef ekki bara búið við pálmatré undir sólinni,“ segir hún og hlær. Palmer segist njóta þess að búa í Stykkishólmi. Eftir að búa í og við stórborgir alla sína ævi finnst henni gott að draga aðeins úr hraðanum og vera í rólegra umhverfi í Hólminum. Þar getur hún einbeitt sér að körfuboltanum og farið í ræktina hvenær sem henni hentar. Það sést augljóslega að þar eyðir hún dágóðum tíma. Stelpan er í formi. „Mér líkar þetta fjölskylduumhverfi. Ég þekki alla stuðningsmennina og hitti þá úti í búð. Þetta er gott og býr til samheldni. Mann langar enn frekar að vinna fyrir fólkið í bænum þegar maður þekkir það svona vel,“ segir Palmer.Þakkar liðinu árangurinn Palmer vissi lítið um Snæfell áður en hún kom til Íslands. Hún hafði þó frétt af deildinni og hvernig það er að búa á klakanum. „Það sögðu allir sem ég talaði við að þetta væri fallegt land, deildin væri góð og þetta væri í heildina góður staður til að spila körfubolta,“ segir Palmer sem ítrekar hversu vel henni líkar lífið í Hólminum. Ef þér líður vel þá spilarðu vel sagði einhver og það á við um Palmer. Hún hefur verið algjörlega mögnuð á tímabilinu en er mjög hógvær og þakkar þjálfara sínum og liðsfélögum árangurinn. „Ég gef liðinu allt hrós fyrir það. Ég er mjög hrifin af þjálfunaraðferðum Inga og hvernig hann leyfir mér að spila. Það skiptir engu hvort ég á slæman leik eða góðan, hann kemur alltaf eins fram við mig og blæs miklu sjálfstrausti í mig. Liðsfélagarnir eru þannig líka. Þó það detti inn leikir þar sem ég hitti ekki neitt hvetja þær mig allar áfram til að skjóta,“ segir Palmer sem er að spila sem leikstjórnandi í fyrsta sinn á ferlinum. Vanalega hefur hún verið skotbakvörður. „Ég er að venjast því að vera alltaf með boltann því ég er vön því að vera á kantinum og fá bara boltann þar og skjóta. Ég er að læra þetta og því kann ég að meta hvernig liðsfélagar mínir hafa sýnt mér þolinmæði. Ég þarf að vita hvenær ég þarf að fá aðra inn í leikinn og hvenær ég á að taka yfir. Þetta kemur bara með tímanum,“ segir Palmer.Geggjað tækifæri Palmer kvartar ekkert yfir aðgerðarleysi í Hólminum. Hún heldur sér upptekinni með því að rækta eigin líkama auk þess að æfa með liðinu og þjálfa yngri flokka hjá Snæfelli. „Mest hangi ég bara með Gunnu,“ segir Palmer og hlær, en þar vísar hún til Gunnhildar Gunnarsdóttur, fyrirliða Snæfells. „Ég er alltaf heima hjá henni að borða matinn hennar. Ég fer í ræktina á morgnana, þjálfa um eftirmiðdaginn og svo æfum við á kvöldin. Það er nóg að gera hjá mér á daginn en svo snýst þetta bara um að hanga með liðsfélögunum og slappa af.“ Þó Palmer fengi ekki tækifæri til að spila í WNBA-deildinni hefur hún ferðast um heiminn með hæfileika sína að vopni og fengið að upplifa ýmislegt. Hún er þakklát fyrir það sem hún hefur fengið að upplifa til þessa og horfir björtum augum til framtíðar. „Ég spilaði í Púertó Ríkó og Ísrael í fyrra og svo á móti í Kína. Ég er búin að spila í fjórum löndum á tveimur árum. Það er svo geggjað að fá tækifæri til að upplifa þetta allt og kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum. Maður lærir líka margt um sjálfan sig á svona ferðalagi,“ segir Haiden Palmer. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Haiden Denise Palmer, 24 ára gamall leikmaður Snæfells í Domino’s-deild kvenna, hefur borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar í vetur. Hún skorar 26 stig, tekur tíu fráköst og gefur 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir ríkjandi Íslandsmeistara síðustu tveggja ár sem eru á toppnum í deildinni. Hólmarar treysta á að Palmer leiði sínar stúlkur til sigurs í úrslitaleik Powerade-bikarsins í Laugardalshöll á laugardaginn þar sem Snæfell mætir Grindavík. Bikarmeistaratitillinn er sá eini sem Snæfell á eftir að vinna og í Stykkishólmi finnst fólki kominn tími til að bæta honum í bikarasafnið. „Ég finn svo sannarlega fyrir því að félagið er hungrað í að vinna þennan bikar. Ég hef talað við nokkra liðsfélaga mína um þetta og ég sé hungrið á þeim. Það langar alla til að vinna þennan stóra leik þannig að við hlökkum bara til. Það verður mikið af fólki þarna sem er gaman. Þetta eru leikirnir sem allir vilja spila,“ segir Palmer brosmild í viðtali við Fréttablaðið um stóra leikinn á laugardaginn.Ekki alltaf í sól Það fer ekki mikið fyrir Palmer, en hún sat hin afslappaðasta og ræddi við mótherja sinn á laugardaginn, Whitney Frazier, leikmann Grindavíkur, þegar blaðamaður truflaði samtal þeirra á blaðamannafundi fyrir bikarinn í gær. Þessi hrikalega öflugi bakvörður var stjarna í Gonzaga-háskólanum og var tekin númer 29 í nýliðavalinu í WNBA-deildinni af Indiana Fever. Hún spilaði þó ekki í WNBA heldur fór í ævintýraför um heiminn og stoppar nú á Íslandi. „Þetta er fallegur staður og fólkið er æðislegt. Samherjar mínir eru góðir og þjálfarinn líka sem hjálpar mikið til,“ segir Palmer sem ólst upp við öllu heitara loftslag í sínu heimaríki, Kaliforníu. „Þetta eru mikil viðbrigði fyrir mig en ég fór í skóla í Washington-ríki þannig að ég vandist aðeins kuldanum. Það var ekki eins kalt í Washington og á Íslandi en samt kalt. Ég hef ekki bara búið við pálmatré undir sólinni,“ segir hún og hlær. Palmer segist njóta þess að búa í Stykkishólmi. Eftir að búa í og við stórborgir alla sína ævi finnst henni gott að draga aðeins úr hraðanum og vera í rólegra umhverfi í Hólminum. Þar getur hún einbeitt sér að körfuboltanum og farið í ræktina hvenær sem henni hentar. Það sést augljóslega að þar eyðir hún dágóðum tíma. Stelpan er í formi. „Mér líkar þetta fjölskylduumhverfi. Ég þekki alla stuðningsmennina og hitti þá úti í búð. Þetta er gott og býr til samheldni. Mann langar enn frekar að vinna fyrir fólkið í bænum þegar maður þekkir það svona vel,“ segir Palmer.Þakkar liðinu árangurinn Palmer vissi lítið um Snæfell áður en hún kom til Íslands. Hún hafði þó frétt af deildinni og hvernig það er að búa á klakanum. „Það sögðu allir sem ég talaði við að þetta væri fallegt land, deildin væri góð og þetta væri í heildina góður staður til að spila körfubolta,“ segir Palmer sem ítrekar hversu vel henni líkar lífið í Hólminum. Ef þér líður vel þá spilarðu vel sagði einhver og það á við um Palmer. Hún hefur verið algjörlega mögnuð á tímabilinu en er mjög hógvær og þakkar þjálfara sínum og liðsfélögum árangurinn. „Ég gef liðinu allt hrós fyrir það. Ég er mjög hrifin af þjálfunaraðferðum Inga og hvernig hann leyfir mér að spila. Það skiptir engu hvort ég á slæman leik eða góðan, hann kemur alltaf eins fram við mig og blæs miklu sjálfstrausti í mig. Liðsfélagarnir eru þannig líka. Þó það detti inn leikir þar sem ég hitti ekki neitt hvetja þær mig allar áfram til að skjóta,“ segir Palmer sem er að spila sem leikstjórnandi í fyrsta sinn á ferlinum. Vanalega hefur hún verið skotbakvörður. „Ég er að venjast því að vera alltaf með boltann því ég er vön því að vera á kantinum og fá bara boltann þar og skjóta. Ég er að læra þetta og því kann ég að meta hvernig liðsfélagar mínir hafa sýnt mér þolinmæði. Ég þarf að vita hvenær ég þarf að fá aðra inn í leikinn og hvenær ég á að taka yfir. Þetta kemur bara með tímanum,“ segir Palmer.Geggjað tækifæri Palmer kvartar ekkert yfir aðgerðarleysi í Hólminum. Hún heldur sér upptekinni með því að rækta eigin líkama auk þess að æfa með liðinu og þjálfa yngri flokka hjá Snæfelli. „Mest hangi ég bara með Gunnu,“ segir Palmer og hlær, en þar vísar hún til Gunnhildar Gunnarsdóttur, fyrirliða Snæfells. „Ég er alltaf heima hjá henni að borða matinn hennar. Ég fer í ræktina á morgnana, þjálfa um eftirmiðdaginn og svo æfum við á kvöldin. Það er nóg að gera hjá mér á daginn en svo snýst þetta bara um að hanga með liðsfélögunum og slappa af.“ Þó Palmer fengi ekki tækifæri til að spila í WNBA-deildinni hefur hún ferðast um heiminn með hæfileika sína að vopni og fengið að upplifa ýmislegt. Hún er þakklát fyrir það sem hún hefur fengið að upplifa til þessa og horfir björtum augum til framtíðar. „Ég spilaði í Púertó Ríkó og Ísrael í fyrra og svo á móti í Kína. Ég er búin að spila í fjórum löndum á tveimur árum. Það er svo geggjað að fá tækifæri til að upplifa þetta allt og kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum. Maður lærir líka margt um sjálfan sig á svona ferðalagi,“ segir Haiden Palmer.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti