Sofandi Landsbankamenn Stjórnarmaðurinn skrifar 10. febrúar 2016 11:15 Sala Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun hefur verið í brennidepli undanfarið. Í grunninn snýst málið um að Landsbankinn virðist hafa tekið ákvörðun um að selja hlut sinn án þess að taka tillit til valréttar sem Borgun átti í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe. Fyrir liggur að greiðslan hleypur á milljörðum og samkvæmt nýlegu verðmati er þriðjungshlutur í Borgun nú metinn á 6 til 8 milljarða sem væri þá þrefalt til fjórfalt það virði sem lagt var til grundvallar þegar Landsbankinn seldi Borgunarhlutinn. Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, enda Landsbankinn í ríkiseigu og mikilvægt að sala eigna sé hafin yfir öll tvímæli. Auðveldast hefði þó verið fyrir Landsbankamenn að vanda almennilega til verka við söluna. Vandi er um að spá hverju sætir en freistandi er að draga þá ályktun að viðlíka klúður hefði ekki komið upp í fyrirtæki í einkaeigu, þar sem glappaskot hitta fólk beint í hjartastað. Staðreyndin er nefnilega sú að fólk fer gjarna talsvert betur með eigið fé en annarra. Landsbankamenn hafa nú gengið svo langt að ásaka forsvarsmenn Borgunar undir rós um að hafa leynt þá gögnum um valréttinn. Ljóst sé að erlend Visakortaumsvif Borgunar (sem eru undirstaða útreiknings greiðslu vegna valréttarins) hafi verið langtum meiri í raun heldur en gert var ráð fyrir í rekstraráætlunum. Forsvarsmenn Borgunar voru snöggir til svars, og bentu á að í tengslum við viðskiptin hefði verið sett upp gagnaherbergi þar sem Landsbankanum, rétt eins og kaupendum, hefði átt að vera í lófa lagið að kynna sér helstu samninga, áætlanir og rekstrarstærðir Borgunar. Það hefði greinilega misfarist hjá Landsbankanum. Við þetta má bæta að Landsbankinn setti sannarlega inn klásúlu um sambærilegan valrétt við söluna á hlut sínum í Valitor til Arion banka. Ekki hefur fengist almennileg skýring á því hvers vegna ekki var talin ástæða til að hafa sams konar orðalag í samningi um Borgun. Vitanlega er ávallt auðvelt að vera vitur eftir á þegar viðskipti eru annars vegar. Til stjórnenda fyrirtækja og ráðgjafa má þó gera þá kröfu að faglega sé staðið að málum og þeir varnaglar slegnir sem eðlilegt getur talist. Í þessu máli kemur tvennt til greina. Annaðhvort vissu fulltrúar Landsbankans betur, eða þeir unnu ekki vinnuna sína. Borgunarmálið Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Sala Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun hefur verið í brennidepli undanfarið. Í grunninn snýst málið um að Landsbankinn virðist hafa tekið ákvörðun um að selja hlut sinn án þess að taka tillit til valréttar sem Borgun átti í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe. Fyrir liggur að greiðslan hleypur á milljörðum og samkvæmt nýlegu verðmati er þriðjungshlutur í Borgun nú metinn á 6 til 8 milljarða sem væri þá þrefalt til fjórfalt það virði sem lagt var til grundvallar þegar Landsbankinn seldi Borgunarhlutinn. Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, enda Landsbankinn í ríkiseigu og mikilvægt að sala eigna sé hafin yfir öll tvímæli. Auðveldast hefði þó verið fyrir Landsbankamenn að vanda almennilega til verka við söluna. Vandi er um að spá hverju sætir en freistandi er að draga þá ályktun að viðlíka klúður hefði ekki komið upp í fyrirtæki í einkaeigu, þar sem glappaskot hitta fólk beint í hjartastað. Staðreyndin er nefnilega sú að fólk fer gjarna talsvert betur með eigið fé en annarra. Landsbankamenn hafa nú gengið svo langt að ásaka forsvarsmenn Borgunar undir rós um að hafa leynt þá gögnum um valréttinn. Ljóst sé að erlend Visakortaumsvif Borgunar (sem eru undirstaða útreiknings greiðslu vegna valréttarins) hafi verið langtum meiri í raun heldur en gert var ráð fyrir í rekstraráætlunum. Forsvarsmenn Borgunar voru snöggir til svars, og bentu á að í tengslum við viðskiptin hefði verið sett upp gagnaherbergi þar sem Landsbankanum, rétt eins og kaupendum, hefði átt að vera í lófa lagið að kynna sér helstu samninga, áætlanir og rekstrarstærðir Borgunar. Það hefði greinilega misfarist hjá Landsbankanum. Við þetta má bæta að Landsbankinn setti sannarlega inn klásúlu um sambærilegan valrétt við söluna á hlut sínum í Valitor til Arion banka. Ekki hefur fengist almennileg skýring á því hvers vegna ekki var talin ástæða til að hafa sams konar orðalag í samningi um Borgun. Vitanlega er ávallt auðvelt að vera vitur eftir á þegar viðskipti eru annars vegar. Til stjórnenda fyrirtækja og ráðgjafa má þó gera þá kröfu að faglega sé staðið að málum og þeir varnaglar slegnir sem eðlilegt getur talist. Í þessu máli kemur tvennt til greina. Annaðhvort vissu fulltrúar Landsbankans betur, eða þeir unnu ekki vinnuna sína.
Borgunarmálið Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira