Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings Birgir Olgeirsson skrifar 29. febrúar 2016 20:16 Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa ásamt Ástu Guðrún Helgadóttir leitað á náðir vinnustaðasálfræðings til að leysa úr deilum innan þingflokks Pírata. Vísir Píratar ætla að leysa úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þar segjast þingmennirnir þrír, þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, hafa verið undir miklu álagi undanfarna mánuði og átt í samskiptaörðugleikum. Verandi að eigin sögn lausnamiðað fólk hafa þingmennirnir hafist handa við að vinna úr þessum erfiðleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings.Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.Vísir„Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum. Þar kemur jafnframt fram að það sé samhugur innan þingflokksins að leysa úr innri ágreiningi á sem farsælastan hátt og þess vegna hafi þeir ákveðið í sameiningu að fara þessa leið, en hún hefur að þeirra sögn borið mikinn árangur á skömmum tíma. Sjá tilkynninguna í heild hér fyrir neðan:Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanfarna mánuði hafa Píratar vaxið og dafnað ört. Á sama tima hefur álagið á þeim fáu kjörnum fulltrúum sem Píratar hafa á þingi og í sveitastjórn margfaldast. Við þingmenn Pírata höfum, eins og oft vill verða undir miklu álagi, átt í samskiptaörðugleikum. En við erum þrátt fyrir allt lausnamiðað fólk og höfum því hafist handa við að vinna úr þessum örðugleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings. Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi. Það er samhugur meðal þingflokksins að leysa innri ágreining á sem farsælastan hátt og þess vegna höfum við ákveðið í sameiningu að fara þessa leið. Hún hefur þegar borið mikinn árangur á skömmum tíma. Málstaður okkar og stefnumál eru stærri en hvert okkar. Við erum miklu sterkari sameinuð heldur en sundruð og við í þingflokki Pírata teljum okkur koma sterkari og samheldnari út úr þessu heldur en nokkru sinni fyrr. Kær kveðja, Ásta Guðrún Helgadóttir Birgitta Jónsdóttir Helgi Hrafn Gunnarsson. Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Píratar ætla að leysa úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þar segjast þingmennirnir þrír, þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, hafa verið undir miklu álagi undanfarna mánuði og átt í samskiptaörðugleikum. Verandi að eigin sögn lausnamiðað fólk hafa þingmennirnir hafist handa við að vinna úr þessum erfiðleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings.Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.Vísir„Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum. Þar kemur jafnframt fram að það sé samhugur innan þingflokksins að leysa úr innri ágreiningi á sem farsælastan hátt og þess vegna hafi þeir ákveðið í sameiningu að fara þessa leið, en hún hefur að þeirra sögn borið mikinn árangur á skömmum tíma. Sjá tilkynninguna í heild hér fyrir neðan:Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanfarna mánuði hafa Píratar vaxið og dafnað ört. Á sama tima hefur álagið á þeim fáu kjörnum fulltrúum sem Píratar hafa á þingi og í sveitastjórn margfaldast. Við þingmenn Pírata höfum, eins og oft vill verða undir miklu álagi, átt í samskiptaörðugleikum. En við erum þrátt fyrir allt lausnamiðað fólk og höfum því hafist handa við að vinna úr þessum örðugleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings. Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi. Það er samhugur meðal þingflokksins að leysa innri ágreining á sem farsælastan hátt og þess vegna höfum við ákveðið í sameiningu að fara þessa leið. Hún hefur þegar borið mikinn árangur á skömmum tíma. Málstaður okkar og stefnumál eru stærri en hvert okkar. Við erum miklu sterkari sameinuð heldur en sundruð og við í þingflokki Pírata teljum okkur koma sterkari og samheldnari út úr þessu heldur en nokkru sinni fyrr. Kær kveðja, Ásta Guðrún Helgadóttir Birgitta Jónsdóttir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50
Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54
Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00
Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58