Hrútar hlutu ellefu verðlaun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2016 21:43 Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson og Theódór Júlíusson úti í Cannes. vísir/hanna Kvikmyndin Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, var ótvíræður sigurvegari Edduverðlaunanna sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í kvöld. Myndin hlaut ellefu verðlaun m.a. annars sem kvikmynd ársins, leikstjórn ársins, leikara í aðal og aukahlutverki. Myndin var tilnefnd alls til þrettán verðlauna en hlaut ekki verðlaun fyrir tónlist ársins og brellur ársins. Fyrrnefndu verðlaunin féllu í skaut Jóhanns Jóhannssonar, Hildar Guðnadóttur og Rutger Hoedemækers fyrir Ófærð en þau síðarnefndu hlutu Sigurjón F. Garðarsson og RVX Studios einnig fyrir Ófærð. Ófærð hlaut næstflest verðalun eða þrjú talsins. Auk verðlaunanna tveggja sem áður hafa verið nefnd var þátturinn valinn leikið sjónvarpsefni ársins. Réttur hlaut tvenn verðlaun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir var valin besta leikkona í aðalhlutverki og Birna Rún Eiríksdóttir besta leikkona í aukahlutverki. Þá hlaut Ævar vísindamaður tvenn verðlaun, bæði fyrir besta barna- og unglingaefnið og sem lífstílsþáttur ársins. Heiðursverðlaunin að þessu hlaut Ragna Fossberg sem hefur haft hendur í hári og andliti íslenskra leikara í hátt í hálfa öld. Ellefu verðlaun Hrúta þýða að myndin er sú mynd sem hefur hlotið næstflest verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni frá upphafi en metið á Vonarstræti, kvikmynd Baldvins Z, sem fékk tólf verðlaun í fyrra. Kvikmyndirnar Fúsi, í leikstjórn Dags Kára, og Þrestir, eftir Rúnar Rúnarsson, voru tilnefndar til tólf og tíu verðlauna en fóru án verðlauna af hátíðinni. Lista yfir verðlaunahafa kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.Hljóð ársins – Huldar Freyr Arnarson og Björn Viktorss (Hrútar)Leikari í aðalhlutverki – Sigurður Sigurjónsson (Hrútar)Leikari í aukahlutverki – Theódór Júlíusson (Hrútar)Handrit ársins – (Hrútar)Leikstjórn ársins – Grímur Hákonarson (Hrútar)Gervi ársins – Kristín Júlía Kristjánsdóttir (Hrútar) Leikmynd ársins – Bjarni Massi Sigurbjörnsson (Hrútar)Búningar ársins – Margrét Einarsdóttir og Ólöf Benediktsdóttir (Hrútar)Kvikmyndataka ársins – Sturla Brandth Grovlen (Hrútar)Klipping ársins – Kristján Loðmfjörð (Hrútar)Kvikmynd ársins - HrútarLeikkona í aukahlutverki – Birna Rún Eiríksdóttir (Réttur)Leikkona í aðalhluverki – Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (Réttur)Leikið sjónvarpsefni ársins – Ófærð Brellur ársins – Sigurjón F. Garðarsson, Daði Einarsson og RVX (Ófærð)Tónlist ársins – Jóhann Jóhannson, Hildur Guðnadóttir og Rutger Hoedemækers (Ófærð)Heimildarmynd ársins – Hvað er svona merkilegt við það (RÚV)Skemmtiþáttur ársins – Árið er (RÚV)Menningarþáttur ársins – Öldin okkar (RÚV)Frétta- eða viðtalsþáttur ársins – Kastljós (RÚV)Sjónvarsmaður ársins – Helgi Seljan (RÚV)Barna- og unglinga efni – Ævar vísindamaðurLífstílsþáttur ársins – Ævar vísindamaðurStuttmynd ársins – Regnbogapartý Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, var ótvíræður sigurvegari Edduverðlaunanna sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í kvöld. Myndin hlaut ellefu verðlaun m.a. annars sem kvikmynd ársins, leikstjórn ársins, leikara í aðal og aukahlutverki. Myndin var tilnefnd alls til þrettán verðlauna en hlaut ekki verðlaun fyrir tónlist ársins og brellur ársins. Fyrrnefndu verðlaunin féllu í skaut Jóhanns Jóhannssonar, Hildar Guðnadóttur og Rutger Hoedemækers fyrir Ófærð en þau síðarnefndu hlutu Sigurjón F. Garðarsson og RVX Studios einnig fyrir Ófærð. Ófærð hlaut næstflest verðalun eða þrjú talsins. Auk verðlaunanna tveggja sem áður hafa verið nefnd var þátturinn valinn leikið sjónvarpsefni ársins. Réttur hlaut tvenn verðlaun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir var valin besta leikkona í aðalhlutverki og Birna Rún Eiríksdóttir besta leikkona í aukahlutverki. Þá hlaut Ævar vísindamaður tvenn verðlaun, bæði fyrir besta barna- og unglingaefnið og sem lífstílsþáttur ársins. Heiðursverðlaunin að þessu hlaut Ragna Fossberg sem hefur haft hendur í hári og andliti íslenskra leikara í hátt í hálfa öld. Ellefu verðlaun Hrúta þýða að myndin er sú mynd sem hefur hlotið næstflest verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni frá upphafi en metið á Vonarstræti, kvikmynd Baldvins Z, sem fékk tólf verðlaun í fyrra. Kvikmyndirnar Fúsi, í leikstjórn Dags Kára, og Þrestir, eftir Rúnar Rúnarsson, voru tilnefndar til tólf og tíu verðlauna en fóru án verðlauna af hátíðinni. Lista yfir verðlaunahafa kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.Hljóð ársins – Huldar Freyr Arnarson og Björn Viktorss (Hrútar)Leikari í aðalhlutverki – Sigurður Sigurjónsson (Hrútar)Leikari í aukahlutverki – Theódór Júlíusson (Hrútar)Handrit ársins – (Hrútar)Leikstjórn ársins – Grímur Hákonarson (Hrútar)Gervi ársins – Kristín Júlía Kristjánsdóttir (Hrútar) Leikmynd ársins – Bjarni Massi Sigurbjörnsson (Hrútar)Búningar ársins – Margrét Einarsdóttir og Ólöf Benediktsdóttir (Hrútar)Kvikmyndataka ársins – Sturla Brandth Grovlen (Hrútar)Klipping ársins – Kristján Loðmfjörð (Hrútar)Kvikmynd ársins - HrútarLeikkona í aukahlutverki – Birna Rún Eiríksdóttir (Réttur)Leikkona í aðalhluverki – Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (Réttur)Leikið sjónvarpsefni ársins – Ófærð Brellur ársins – Sigurjón F. Garðarsson, Daði Einarsson og RVX (Ófærð)Tónlist ársins – Jóhann Jóhannson, Hildur Guðnadóttir og Rutger Hoedemækers (Ófærð)Heimildarmynd ársins – Hvað er svona merkilegt við það (RÚV)Skemmtiþáttur ársins – Árið er (RÚV)Menningarþáttur ársins – Öldin okkar (RÚV)Frétta- eða viðtalsþáttur ársins – Kastljós (RÚV)Sjónvarsmaður ársins – Helgi Seljan (RÚV)Barna- og unglinga efni – Ævar vísindamaðurLífstílsþáttur ársins – Ævar vísindamaðurStuttmynd ársins – Regnbogapartý
Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira