Karisma fór á kostum í öruggum sigri á Keflavík | Úrslit dagsins 28. febrúar 2016 20:48 Karisma Chapman í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Valskonur skutust upp í 3. sætið í Dominos-deild kvenna í kvöld með 90-73 sigri á Keflavík á heimavelli en með sigrinum ná Valskonur smá forskoti á Keflavík í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 22-20 að fyrsta leikhluta loknum en í öðrum leikhluta náðu þær þrettán stiga forskoti skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks 47-34. Keflvík sem tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld, Monicu Wright, tókst að saxa á forskot Valsliðsins í þriðja leikhluta og var staðan 64-56 fyrir lokaleikhlutann. Í honum voru Valskonur einfaldlega mun sterkari og náðu að bæta við forskotið og fagna að lokum sautján stiga sigri. Karisma Chapman, bandaríski leikmaður Valsliðsins, fór einfaldlega á kostum í leiknum en hún lauk leik með41 stig, 16, fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta.Úr leik Snæfells fyrr í vetur.Vísir/AntonÞá unnu Snæfellskonur auðveldan 30 stiga sigur á Hamar á útivelli í fyrri leik dagsins 69-39 en Snæfellsvörnin var hreint út sagt ótrúleg í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og leiddi Snæfell 12-7 að honum loknum en Snæfellsliðinu gekk illa að hrista sprækar Hamarskonur frá sér framan af. Tóku þær níu stiga forskot inn í hálfleikinn 30-21 en þær gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta. Spiluðu þær góða vörn og sóknarleikur liðsins fór að ganga betur. Var staðan 27-51 að þremur leikhlutum loknum og var sigurinn í höfn en Snæfellskonum tókst að bæta við forskotið í fjórða leikhluta og fagna að lokum öruggum 30 stiga sigri. Haiden Palmer gældi við þrefalda tvennu í dag með 14 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar en Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Snæfells með 22 stig ásamt því að taka tíu fráköst.Valur-Keflavík 90-73 (22-20, 25-14, 17-22, 26-17)Valur: Karisma Chapman 41/16 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 15/3 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 14/17 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Helga Þórsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0.Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 17/5 fráköst, Monica Wright 13/11 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/7 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/6 fráköst, Melissa Zornig 4, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Elfa Falsdottir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.Hamar-Snæfell 39-69 (7-12, 14-18, 6-21, 12-18)Hamar: Alexandra Ford 11/7 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5, Íris Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/7 fráköst/3 varin skot, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2, Jenný Harðardóttir 2/7 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0.Snæfell: Berglind Gunnarsdóttir 22/10 fráköst, Haiden Denise Palmer 14/12 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/13 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2/11 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1/8 fráköst/3 varin skot, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/7 fráköst/4 varin skot. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira
Valskonur skutust upp í 3. sætið í Dominos-deild kvenna í kvöld með 90-73 sigri á Keflavík á heimavelli en með sigrinum ná Valskonur smá forskoti á Keflavík í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 22-20 að fyrsta leikhluta loknum en í öðrum leikhluta náðu þær þrettán stiga forskoti skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks 47-34. Keflvík sem tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld, Monicu Wright, tókst að saxa á forskot Valsliðsins í þriðja leikhluta og var staðan 64-56 fyrir lokaleikhlutann. Í honum voru Valskonur einfaldlega mun sterkari og náðu að bæta við forskotið og fagna að lokum sautján stiga sigri. Karisma Chapman, bandaríski leikmaður Valsliðsins, fór einfaldlega á kostum í leiknum en hún lauk leik með41 stig, 16, fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta.Úr leik Snæfells fyrr í vetur.Vísir/AntonÞá unnu Snæfellskonur auðveldan 30 stiga sigur á Hamar á útivelli í fyrri leik dagsins 69-39 en Snæfellsvörnin var hreint út sagt ótrúleg í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og leiddi Snæfell 12-7 að honum loknum en Snæfellsliðinu gekk illa að hrista sprækar Hamarskonur frá sér framan af. Tóku þær níu stiga forskot inn í hálfleikinn 30-21 en þær gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta. Spiluðu þær góða vörn og sóknarleikur liðsins fór að ganga betur. Var staðan 27-51 að þremur leikhlutum loknum og var sigurinn í höfn en Snæfellskonum tókst að bæta við forskotið í fjórða leikhluta og fagna að lokum öruggum 30 stiga sigri. Haiden Palmer gældi við þrefalda tvennu í dag með 14 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar en Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Snæfells með 22 stig ásamt því að taka tíu fráköst.Valur-Keflavík 90-73 (22-20, 25-14, 17-22, 26-17)Valur: Karisma Chapman 41/16 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 15/3 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 14/17 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Helga Þórsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0.Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 17/5 fráköst, Monica Wright 13/11 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/7 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/6 fráköst, Melissa Zornig 4, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Elfa Falsdottir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.Hamar-Snæfell 39-69 (7-12, 14-18, 6-21, 12-18)Hamar: Alexandra Ford 11/7 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5, Íris Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/7 fráköst/3 varin skot, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2, Jenný Harðardóttir 2/7 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0.Snæfell: Berglind Gunnarsdóttir 22/10 fráköst, Haiden Denise Palmer 14/12 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/13 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2/11 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1/8 fráköst/3 varin skot, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/7 fráköst/4 varin skot.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira