Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 13:48 Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru undrandi á því að nánast ekkert sé fjallað um umhverfismál í nýgerðum búvörusamningi. Þá sé hvorki litið á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þær ræddu meðal annars nýgerðan búvörusamning. Ragnheiður lýsti því yfir á Facebook-síðu sinni strax og nýr búvörusamningur lá fyrir að hann færi aldrei í gegnum Alþingi með hennar samþykki. „Já ég hef sagt það, í þeirri mynd sem hann er. Mér finnst margt vera mjög sérstakt í þessum samningi og það er kannski meira sérstakt það sem ekki stendur þar,“ sagði Ragnheiður. Það væri skondið að Bændasamtökin og aðrir þeir sem stæðu að þessum samningum litu hvorki á þá sem stunduðu svína- né alifuglarækt sem bændur.Sjá einnig: Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman „Á það er í raun og veru ekkert minnst og það er enginn rammi utan um þeirra framleiðslu eða neitt í þá veru. Þannig að kannski eru Bændasamtökin sjálf að senda mjög skýr skilaboð eftir því sem virðist. Svo er líka fyrir mig mjög sérstakt að á árinu 2016 og til næst tíu ára er vart minnst á umhverfismál í þessum búvörusamningi,“ bætti Ragnheiður við Þau mál væru ofarlega á dagskrá og markmið sett á Parísarráðstefnunni nýlega og umhverfismál væru til umræðu á Alþingi. Svandís Svavarsdóttir sem áður gegndi embætti umhverfisráðherra tók undir með Ragnheiði og minnti á að danski umhverfisráðherrann hefði sagt af sér embætti í gær, vegna þjónkunar við danska landbúnaðinn. „Það er óásættanlegt annað en að þessi búvörusamningur sé borinn af loftlagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins. Ef við meinum eitthvað með því sem við segjum verður það að vera þannig. Hins vegar liggur fyrir að þetta er mjög flókið mál og það er mjög vont ef aðgangurinn að því að ræða þetta verður einkamál einhverra sérfræðinga og þröngra hópa,“ sagði Svandís. Búvörusamningar Tengdar fréttir Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru undrandi á því að nánast ekkert sé fjallað um umhverfismál í nýgerðum búvörusamningi. Þá sé hvorki litið á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þær ræddu meðal annars nýgerðan búvörusamning. Ragnheiður lýsti því yfir á Facebook-síðu sinni strax og nýr búvörusamningur lá fyrir að hann færi aldrei í gegnum Alþingi með hennar samþykki. „Já ég hef sagt það, í þeirri mynd sem hann er. Mér finnst margt vera mjög sérstakt í þessum samningi og það er kannski meira sérstakt það sem ekki stendur þar,“ sagði Ragnheiður. Það væri skondið að Bændasamtökin og aðrir þeir sem stæðu að þessum samningum litu hvorki á þá sem stunduðu svína- né alifuglarækt sem bændur.Sjá einnig: Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman „Á það er í raun og veru ekkert minnst og það er enginn rammi utan um þeirra framleiðslu eða neitt í þá veru. Þannig að kannski eru Bændasamtökin sjálf að senda mjög skýr skilaboð eftir því sem virðist. Svo er líka fyrir mig mjög sérstakt að á árinu 2016 og til næst tíu ára er vart minnst á umhverfismál í þessum búvörusamningi,“ bætti Ragnheiður við Þau mál væru ofarlega á dagskrá og markmið sett á Parísarráðstefnunni nýlega og umhverfismál væru til umræðu á Alþingi. Svandís Svavarsdóttir sem áður gegndi embætti umhverfisráðherra tók undir með Ragnheiði og minnti á að danski umhverfisráðherrann hefði sagt af sér embætti í gær, vegna þjónkunar við danska landbúnaðinn. „Það er óásættanlegt annað en að þessi búvörusamningur sé borinn af loftlagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins. Ef við meinum eitthvað með því sem við segjum verður það að vera þannig. Hins vegar liggur fyrir að þetta er mjög flókið mál og það er mjög vont ef aðgangurinn að því að ræða þetta verður einkamál einhverra sérfræðinga og þröngra hópa,“ sagði Svandís.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15