Gefa sjúklingum meira val Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2016 15:12 Rekstur þriggja nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra sem kynntar voru í morgun. Ráðherra segir að með þessu sé verið að innleiða fleiri rekstrarform innan heilsugæslunnar og aðgengi sjúklinga að þjónustunni muni aukast. Starfræktar eru sautján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þar af eru tvær reknar af einkaaðilum. Engin ný heilsugæslustöð hefur verið opnuð á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað um tuttugu þúsund. Tillögurnar sem kynntar voru í morgun gera ráð fyrir að fjármagn fylgi sjúklingum. Til dæmis ef þeir kjósa að færa sig á milli heilsugæslustöðva. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að markmiðið með þessum tillögum sé að styrkja heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu.Gjörbreyta fjármögnunarlíkani „Byrja að vinna okkur upp úr þeirri stöðu sem að hún er í. Í ljósi þess að hér hefur fjölgað á síðustu tíu árum um tuttugu þúsund manns, án þess að ný heilsugæslustöð hafi komið til, er augljóst að við þurfum að gera þetta. Við erum að taka fyrstu skrefin í þá veru með þeim hætti að láta í rauninni sjúklinga hafa meira val um hvar þeir sækja þjónustu. Það gerum við á grunni þess að við gjörbreytum fjármögnunarlíkani starfsemi heilsugæslustöðva,“ sagði Kristján í fréttum Bylgjunnar. Hann segir að sjúklingar þurfi ekki að greiða hærra gjald fyrir þjónustu og þá verði einkareknum heilsugæslustöðvum bannað að greiða út arð til eigenda. Kristján vonast til þess að hægt verði að bjóða út rekstur nýju heilsugæslustöðvanna á þessu ári. Aðspurður hvað þetta muni kosta ríkissjóð segir Kristján að það verði ekki meira en séu á fjárlögum á þessu ári. „Við eru með beinar fjárveitingar inn í heilsugæsluna um tæpan 6,1 milljarð. Við gerum ráð fyrir því að það sem út úr þessu kemur eftir útboð komi til rekstrar ný heilsugæslustöð eða stöðvar í haust og fjármögnun þeirra er tryggð út árið.“ BSRB sendi frá sér tilkynningu í morgun, sem byggir á ályktun stjórnar bandalagsins frá því í desember. Þar er segist stjórnin andsnúin einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggjast alfarið gegn áformum um einkavæðingu Stjórn BSRB segir heilsu fólks og heilbrigði ekki geta orðið eins og aðrar vörur á markaði. 25. febrúar 2016 11:29 Eigendum óheimilt að greiða sér arð Nýtt fyrirkomulag heilsugæslunnar verður kynnt í dag. Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Rekstur þriggja nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra sem kynntar voru í morgun. Ráðherra segir að með þessu sé verið að innleiða fleiri rekstrarform innan heilsugæslunnar og aðgengi sjúklinga að þjónustunni muni aukast. Starfræktar eru sautján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þar af eru tvær reknar af einkaaðilum. Engin ný heilsugæslustöð hefur verið opnuð á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað um tuttugu þúsund. Tillögurnar sem kynntar voru í morgun gera ráð fyrir að fjármagn fylgi sjúklingum. Til dæmis ef þeir kjósa að færa sig á milli heilsugæslustöðva. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að markmiðið með þessum tillögum sé að styrkja heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu.Gjörbreyta fjármögnunarlíkani „Byrja að vinna okkur upp úr þeirri stöðu sem að hún er í. Í ljósi þess að hér hefur fjölgað á síðustu tíu árum um tuttugu þúsund manns, án þess að ný heilsugæslustöð hafi komið til, er augljóst að við þurfum að gera þetta. Við erum að taka fyrstu skrefin í þá veru með þeim hætti að láta í rauninni sjúklinga hafa meira val um hvar þeir sækja þjónustu. Það gerum við á grunni þess að við gjörbreytum fjármögnunarlíkani starfsemi heilsugæslustöðva,“ sagði Kristján í fréttum Bylgjunnar. Hann segir að sjúklingar þurfi ekki að greiða hærra gjald fyrir þjónustu og þá verði einkareknum heilsugæslustöðvum bannað að greiða út arð til eigenda. Kristján vonast til þess að hægt verði að bjóða út rekstur nýju heilsugæslustöðvanna á þessu ári. Aðspurður hvað þetta muni kosta ríkissjóð segir Kristján að það verði ekki meira en séu á fjárlögum á þessu ári. „Við eru með beinar fjárveitingar inn í heilsugæsluna um tæpan 6,1 milljarð. Við gerum ráð fyrir því að það sem út úr þessu kemur eftir útboð komi til rekstrar ný heilsugæslustöð eða stöðvar í haust og fjármögnun þeirra er tryggð út árið.“ BSRB sendi frá sér tilkynningu í morgun, sem byggir á ályktun stjórnar bandalagsins frá því í desember. Þar er segist stjórnin andsnúin einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggjast alfarið gegn áformum um einkavæðingu Stjórn BSRB segir heilsu fólks og heilbrigði ekki geta orðið eins og aðrar vörur á markaði. 25. febrúar 2016 11:29 Eigendum óheimilt að greiða sér arð Nýtt fyrirkomulag heilsugæslunnar verður kynnt í dag. Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Leggjast alfarið gegn áformum um einkavæðingu Stjórn BSRB segir heilsu fólks og heilbrigði ekki geta orðið eins og aðrar vörur á markaði. 25. febrúar 2016 11:29
Eigendum óheimilt að greiða sér arð Nýtt fyrirkomulag heilsugæslunnar verður kynnt í dag. Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar. 25. febrúar 2016 07:00