Sjáið lið Snæfells og KR vinna bikarana í draugsýn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 13:30 Snæfellskonur fagna sigri í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Hanna Hörður Tulinius á karfan.is var á bikarúrslitadegi körfuboltans í Laugardalshöllinni á dögunum og hann hefur nú sett saman tvö mögnuð myndbönd úr bikarúrslitaleikjum karla og kvenna. Snæfell og KR hafa bæði unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en fögnuðu þarna langþráðum bikarsigrum, Snæfell þeim fyrsta í sögu kvennaliðs félagsins en KR þeim fyrsta í sex ár. Hörður Tulinius tók upp leikina með sérstakri myndavél þar sem hægt að er sjá allt í draugsýn en hann setti líka inn svona myndbönd í fyrra. Herði tekst vel upp að vanda og á hann mikið hrós skilið að búa til þessa ómetanlegu heimild um bikarúrslitaleikina. Myndböndin frá bikarsigrum KR og Snæfells má sjá hér fyrir neðan.Snæfellskonur unnu 78-70 sigur á Grindavík í bikarúrslitaleik kvenna. Haiden Denise Palmer var með þrennu í leiknum (23 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolnir) en fyrirliðinn Gunnhildur Gunnarsdóttir (23 stig, 5 þristar) átti einnig magnaðan dag. Landsliðskonurnar Bryndís Guðmundsdóttir (13 stig og 16 fráköst) og Berglind Gunnarsdóttir (12 stig og 5 fráköst) voru líka í stórum hlutverkum í leiknum. Myndband Harðar af sögulegum sigri Snæfellsliðsins má sjá hér fyrir neðan.KR-ingar höfðu aðeins unnið einn af síðustu sex bikarúrslitaleikjum sínum fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Þór og töpuðu leiknum í fyrra á móti Stjörnunni. KR vann 95-79 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í bikarúrslitaleik karla. Helgi Már Magnússon var með 26 stig á 26 mínútum og var valinn maður leiksins. Michael Craion bætti við 17 stigum og 13 fráköstum, Ægir Þór Steinarsson skoraði 15 stig og gaf 6 stoðsendingar g þá var fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson með 12 stig. Pavel Ermolinskij skoraði bara 3 stig en var með 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Myndband Harðar af langþráðum sigri KR-liðsins má sjá hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00 Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Sjá meira
Hörður Tulinius á karfan.is var á bikarúrslitadegi körfuboltans í Laugardalshöllinni á dögunum og hann hefur nú sett saman tvö mögnuð myndbönd úr bikarúrslitaleikjum karla og kvenna. Snæfell og KR hafa bæði unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en fögnuðu þarna langþráðum bikarsigrum, Snæfell þeim fyrsta í sögu kvennaliðs félagsins en KR þeim fyrsta í sex ár. Hörður Tulinius tók upp leikina með sérstakri myndavél þar sem hægt að er sjá allt í draugsýn en hann setti líka inn svona myndbönd í fyrra. Herði tekst vel upp að vanda og á hann mikið hrós skilið að búa til þessa ómetanlegu heimild um bikarúrslitaleikina. Myndböndin frá bikarsigrum KR og Snæfells má sjá hér fyrir neðan.Snæfellskonur unnu 78-70 sigur á Grindavík í bikarúrslitaleik kvenna. Haiden Denise Palmer var með þrennu í leiknum (23 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolnir) en fyrirliðinn Gunnhildur Gunnarsdóttir (23 stig, 5 þristar) átti einnig magnaðan dag. Landsliðskonurnar Bryndís Guðmundsdóttir (13 stig og 16 fráköst) og Berglind Gunnarsdóttir (12 stig og 5 fráköst) voru líka í stórum hlutverkum í leiknum. Myndband Harðar af sögulegum sigri Snæfellsliðsins má sjá hér fyrir neðan.KR-ingar höfðu aðeins unnið einn af síðustu sex bikarúrslitaleikjum sínum fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Þór og töpuðu leiknum í fyrra á móti Stjörnunni. KR vann 95-79 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í bikarúrslitaleik karla. Helgi Már Magnússon var með 26 stig á 26 mínútum og var valinn maður leiksins. Michael Craion bætti við 17 stigum og 13 fráköstum, Ægir Þór Steinarsson skoraði 15 stig og gaf 6 stoðsendingar g þá var fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson með 12 stig. Pavel Ermolinskij skoraði bara 3 stig en var með 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Myndband Harðar af langþráðum sigri KR-liðsins má sjá hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00 Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30
Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00
Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00
Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30