Gróska er í afþreyingariðnaði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones hafa að hluta til verið teknir upp á Íslandi. „Umsvif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar hafa aukist verulega og það er mikil gróska í þessum geira. Þetta er stór atvinnugrein og mun stærri en margir halda. Heildarvelta í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði er nánast sú sama og í mjólkur- eða kjötiðnaðinum á Íslandi,“ segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSK, Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Heildarvelta sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi hefur aukist um 37 prósent frá árinu 2009. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var heildarvelta iðnaðarins á Íslandi 34,5 milljarðar króna á síðasta ári. Undir þessa tölu fellur framleiðsla og dreifing kvikmynda og sjónvarpsefnis, kvikmyndasýningar, dagskrárgerð og útsendingar sjónvarps og útvarps. Þá er heildarfjöldi ársverka í iðnaðinum um 1.300 talsins, á við þrjú stóriðjuverkefni. Þetta kemur fram í skýrslu sem Capacent vann fyrir FRÍSK.Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSK.Mynd/HallgrímurHallgrímur segir mikla grósku hafa átt sér stað á undanförnum árum, þá segir hann Íslendinga njóta vaxandi alþjóðlegrar virðingar á þessu sviði. „Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa sinnt stórum erlendum verkefnum sem tekin hafa verið upp hér á landi og má þar nefna Star Wars, The Secret Life of Walter Mitty, Interstellar, Game of Thrones, Thor, Oblivion og Fortitude svo dæmi séu tekin, Þá hafa sjónvarpsstöðvarnar verið ötular að þróa viðskiptamódel sín og bjóða fram efni sitt með nýjum leiðum,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur bendir einnig á að afþreyingarmarkaðurinn hér á landi hafi breyst mikið á undanförnum misserum, einkum vegna samkeppni frá Netflix og ólöglegu niðurhali. „Þessi vandamál skaða atvinnugreinina og einnig raunar hagsmuni opinberra aðila vegna glataðra skatttekna. Því miður hefur óhagstætt skattaumhverfi og takmarkaður stuðningur stjórnvalda á vissum sviðum sömuleiðis gert okkur erfitt fyrir,“ segir Hallgrímur. Undir FRÍSK starfa RÚV, 365 miðlar, SkjárEinn, Samfilm, Sena, Myndform og Bíó Paradís. Skýrslan var einnig unnin í samstarfi við Samband íslenskra kvikmyndaframleiðanda sem eru heildarsamtök kvikmyndaframleiðanda á Íslandi. Game of Thrones Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
„Umsvif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar hafa aukist verulega og það er mikil gróska í þessum geira. Þetta er stór atvinnugrein og mun stærri en margir halda. Heildarvelta í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði er nánast sú sama og í mjólkur- eða kjötiðnaðinum á Íslandi,“ segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSK, Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Heildarvelta sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi hefur aukist um 37 prósent frá árinu 2009. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var heildarvelta iðnaðarins á Íslandi 34,5 milljarðar króna á síðasta ári. Undir þessa tölu fellur framleiðsla og dreifing kvikmynda og sjónvarpsefnis, kvikmyndasýningar, dagskrárgerð og útsendingar sjónvarps og útvarps. Þá er heildarfjöldi ársverka í iðnaðinum um 1.300 talsins, á við þrjú stóriðjuverkefni. Þetta kemur fram í skýrslu sem Capacent vann fyrir FRÍSK.Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSK.Mynd/HallgrímurHallgrímur segir mikla grósku hafa átt sér stað á undanförnum árum, þá segir hann Íslendinga njóta vaxandi alþjóðlegrar virðingar á þessu sviði. „Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa sinnt stórum erlendum verkefnum sem tekin hafa verið upp hér á landi og má þar nefna Star Wars, The Secret Life of Walter Mitty, Interstellar, Game of Thrones, Thor, Oblivion og Fortitude svo dæmi séu tekin, Þá hafa sjónvarpsstöðvarnar verið ötular að þróa viðskiptamódel sín og bjóða fram efni sitt með nýjum leiðum,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur bendir einnig á að afþreyingarmarkaðurinn hér á landi hafi breyst mikið á undanförnum misserum, einkum vegna samkeppni frá Netflix og ólöglegu niðurhali. „Þessi vandamál skaða atvinnugreinina og einnig raunar hagsmuni opinberra aðila vegna glataðra skatttekna. Því miður hefur óhagstætt skattaumhverfi og takmarkaður stuðningur stjórnvalda á vissum sviðum sömuleiðis gert okkur erfitt fyrir,“ segir Hallgrímur. Undir FRÍSK starfa RÚV, 365 miðlar, SkjárEinn, Samfilm, Sena, Myndform og Bíó Paradís. Skýrslan var einnig unnin í samstarfi við Samband íslenskra kvikmyndaframleiðanda sem eru heildarsamtök kvikmyndaframleiðanda á Íslandi.
Game of Thrones Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent