Viðskiptaráð hvetur Alþingi til að hafna búvörusamningum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2016 10:38 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynntu nýja búvörusamninga fyrir fjölmiðlamönnum í gær. vísir/anton brink Viðskiptaráð Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýja búvörusamninga. Samningsaðilar hafi nær alfarið litið framhjá þeim umbótatillögum sem lagðar hafa verið fram um leiðir til aukinnar hagkvæmni í íslenskum landbúnaði. Þá séu tækifæri til að auka framleiðni greinarinnar vannýtt og fela samningarnir í sér afturför þegar komi að aukinni stærðarhagkvæmni og alþjóðlegri samkeppni. Hvetur ráðið Alþingi til að synja samningunum staðfestingar. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ráðsins. Skrifað var undir búvörusamninga í síðustu viku og þykja þeir umdeildir. Sitt sýnist hverjum en sérstök umræða verður um samninginn á Alþingi síðdegis í dag. Sömuleiðis var tekist á um hann á Alþingi í gær. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að neytendur hafi engan fulltrúa haft, ríkisstjórnir eru skuldbundnar fram í tímann og að samningurinn er verðtryggður. Er þar aðeins um dæmi að ræða af fjölmörgum sem sett hefur verið út á og nefnir Viðskiptaráð fleira sem er gagnrýnisvert. „Árið 2013 var Samráðsvettvangur um aukna hagsæld stofnsettur til að leggja fram og ræða tillögur að aukinni hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið. Í vinnu á vegum vettvangsins var áhersla lögð á að tryggja breiða aðkomu ólíkra aðila svo umbótatillögur myndu endurspegla heildarhagsmuni. Verkefnisstjórn vettvangsins lagði í kjölfarið fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi stuðnings við landbúnað með aukna hagkvæmni að leiðarljósi.“ Í tillögunum hafi verið lagt til að jarðræktarstuðningur yrði ný undirstaða landbúnaðarstuðnings og að dregið yrði úr sértækum stuðningi við einstakar greinar landbúnaðar. „Þá var lagt til að dregið yrði úr tollvernd til að auka samkeppnisaðhald landbúnaðargreina. Tillögunum var ætlað að tryggja að stuðningur við landbúnað rynni í auknum mæli til bænda og veitti þeim aukið frelsi. Á sama tíma myndi framleiðni í greininni aukast og hagur neytenda vænkast samhliða.“Hreggviður Jónsson, hér til hægri, er formaður stjórnar Viðskiptaráðs.vísir/pjeturLítil aukning jarðræktarstuðningsViðskiptaráð segir litið framhjá þessum tillögum að mestu í nýjum samningi og í sumum tilfellum gengið gegn þeim. „Í samningunum er áformað að auka jarðræktarstuðning úr 1% af heildarstuðningi upp í 5,3% árið 2026 – samanborið við tillögu um 50% hlutfall frá Samráðsvettvangnum. Með samningunum er því áformað að fara um einn tíunda í þá átt sem þar var lagt til á tíu ára tímabili.“ Ekki er dregið úr sértækum stuðningi við einstakar greinar landbúnaðar í nýjum samningum þrátt fyrir að það hafi verið ein helsta meinsemd stuðningskerfisins hingað til að sögn Viðskiptaráðs. Greiðslumark verði áfram til staðar í mjólkuriðnaði að minnsta kosti til ársins 2019. Jafnframt séu greiðslur vegna framleiddrar mjólkur auknar sem leiðir til offramleiðslu og óhagkvæmni. „Svipaða sögu er að segja í sauðfjárrækt: þótt stefnt sé að því að afnema greiðslumark í þeirri grein á nokkurra ára tímabili mun fjármagnið ekki færast í almennan jarðræktarstuðning. Þess í stað fer hann í svokallaða gæðastýringu ásamt þess að tveir nýir stuðningsflokkar eru settir á fót: gripagreiðslur – stuðningur á hverja kind burtséð frá nytjum – og býlisstuðning sem er fyrst og fremst stuðningur til lítilla búa. Verður því stuðningur í mjólkur- og sauðfjárrækt annað hvort látinn óbreyttur eða færður í óhagkvæmara form.“Hvatar gegn stærðarhagkvæmni Lág arðsemi og lítil framleiðni hafa lengi verið höfuðáskoranir íslensks landbúnaðar að sögn ráðsins. Hefur Viðskiptaráð bent á að auka þurfi samkeppni og stærðarhagkvæmni svo greinin geti rétt úr kútnum og orðið samkeppnishæf á alþjóðavettvangi. „Í nýjum búvörusamningnum felast hins vegar hvatar gegn aukinni stærðarhagkvæmni – einum stærsta drifkrafti framleiðnivaxtar. Það er til dæmis gert með þaki á tilkalli til stuðnings sem nemur 0,4% af heildarstuðningi í sauðfjárrækt og 0,7% í nautgriparækt. Þar sem hið nýja fyrirkomulag er án kvóta er nú kappsmál fyrir bændur að ná í hámarkshlutdeild styrksins sem fyrst en stækka ekki umfram þetta þak því þá á viðkomandi aðili ekki rétt á frekari stuðningi.“Þórólfur Matthíasson hagfræðingur býst við að nýir búvörusamningar skapi offramleiðslu mjólkur.vísir/gvaDregið úr alþjóðlegri samkeppni Í nýjum samningum má finna ákvæði sem skuldbindur ráðherra til að beita sér fyrir umtalsverðri hækkun tolla á ostum og ákveðnum mjólkurvörum. „Slík breyting er til þess fallin að draga úr samkeppnisaðhaldi landbúnaðar í formi keppni við alþjóðlega framleiðendur um hylli neytenda þegar kemur að verðum og gæðum. Að mati ráðsins ætti ákvæði þetta ekki að vera hluti af samningi um beingreiðslur til íslensks landbúnaðar enda ekki hlutverk framkvæmdavaldsins að auka tollvernd í samningum við þriðja aðila.“Einhliða endurskoðunarákvæði Loks nefnir ráðið að í samningunum sé kveðið á um endurskoðun tvisvar sinnum, árin 2019 og 2023. Í endurskoðunarákvæðunum sé ekki tilgreint árangursviðmið sem landbúnaðargreinarnar þurfi að uppfylla til að njóta áfram stuðnings. „Þvert á móti má þar finna ákvæði um að stuðningur skuli aukinn ef framleiðsla nái ekki ákveðnum markmiðum. Endurskoðunarákvæðin geta því einvörðungu leitt til aukinna niðurgreiðslna til landbúnaðarins í framtíðinni.“ Af framangreindu má telja ljóst að við samningagerðina hafa þröngir skammtímahagsmunir verið hafðir að leiðarljósi í stað heildarhagsmuna. Að mati Viðskiptaráðs eru samningarnir afar óhagfelldir skattgreiðendum sem og neytendum. Þá eru þeir til þess fallnir að halda íslenskum landbúnaði áfram í fjötrum lágrar arðsemi og lítillar framleiðni til næstu tíu ára. Ráðið hvetur Alþingi til að synja samningunum staðfestingar. Búvörusamningar Tengdar fréttir Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Telja svínað á sér Svínaræktendur segja stuðning ríkisins ekki verið í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannalöndum okkar og íhuga að slíta sig frá Bændasamtökunum. 23. febrúar 2016 13:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýja búvörusamninga. Samningsaðilar hafi nær alfarið litið framhjá þeim umbótatillögum sem lagðar hafa verið fram um leiðir til aukinnar hagkvæmni í íslenskum landbúnaði. Þá séu tækifæri til að auka framleiðni greinarinnar vannýtt og fela samningarnir í sér afturför þegar komi að aukinni stærðarhagkvæmni og alþjóðlegri samkeppni. Hvetur ráðið Alþingi til að synja samningunum staðfestingar. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ráðsins. Skrifað var undir búvörusamninga í síðustu viku og þykja þeir umdeildir. Sitt sýnist hverjum en sérstök umræða verður um samninginn á Alþingi síðdegis í dag. Sömuleiðis var tekist á um hann á Alþingi í gær. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að neytendur hafi engan fulltrúa haft, ríkisstjórnir eru skuldbundnar fram í tímann og að samningurinn er verðtryggður. Er þar aðeins um dæmi að ræða af fjölmörgum sem sett hefur verið út á og nefnir Viðskiptaráð fleira sem er gagnrýnisvert. „Árið 2013 var Samráðsvettvangur um aukna hagsæld stofnsettur til að leggja fram og ræða tillögur að aukinni hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið. Í vinnu á vegum vettvangsins var áhersla lögð á að tryggja breiða aðkomu ólíkra aðila svo umbótatillögur myndu endurspegla heildarhagsmuni. Verkefnisstjórn vettvangsins lagði í kjölfarið fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi stuðnings við landbúnað með aukna hagkvæmni að leiðarljósi.“ Í tillögunum hafi verið lagt til að jarðræktarstuðningur yrði ný undirstaða landbúnaðarstuðnings og að dregið yrði úr sértækum stuðningi við einstakar greinar landbúnaðar. „Þá var lagt til að dregið yrði úr tollvernd til að auka samkeppnisaðhald landbúnaðargreina. Tillögunum var ætlað að tryggja að stuðningur við landbúnað rynni í auknum mæli til bænda og veitti þeim aukið frelsi. Á sama tíma myndi framleiðni í greininni aukast og hagur neytenda vænkast samhliða.“Hreggviður Jónsson, hér til hægri, er formaður stjórnar Viðskiptaráðs.vísir/pjeturLítil aukning jarðræktarstuðningsViðskiptaráð segir litið framhjá þessum tillögum að mestu í nýjum samningi og í sumum tilfellum gengið gegn þeim. „Í samningunum er áformað að auka jarðræktarstuðning úr 1% af heildarstuðningi upp í 5,3% árið 2026 – samanborið við tillögu um 50% hlutfall frá Samráðsvettvangnum. Með samningunum er því áformað að fara um einn tíunda í þá átt sem þar var lagt til á tíu ára tímabili.“ Ekki er dregið úr sértækum stuðningi við einstakar greinar landbúnaðar í nýjum samningum þrátt fyrir að það hafi verið ein helsta meinsemd stuðningskerfisins hingað til að sögn Viðskiptaráðs. Greiðslumark verði áfram til staðar í mjólkuriðnaði að minnsta kosti til ársins 2019. Jafnframt séu greiðslur vegna framleiddrar mjólkur auknar sem leiðir til offramleiðslu og óhagkvæmni. „Svipaða sögu er að segja í sauðfjárrækt: þótt stefnt sé að því að afnema greiðslumark í þeirri grein á nokkurra ára tímabili mun fjármagnið ekki færast í almennan jarðræktarstuðning. Þess í stað fer hann í svokallaða gæðastýringu ásamt þess að tveir nýir stuðningsflokkar eru settir á fót: gripagreiðslur – stuðningur á hverja kind burtséð frá nytjum – og býlisstuðning sem er fyrst og fremst stuðningur til lítilla búa. Verður því stuðningur í mjólkur- og sauðfjárrækt annað hvort látinn óbreyttur eða færður í óhagkvæmara form.“Hvatar gegn stærðarhagkvæmni Lág arðsemi og lítil framleiðni hafa lengi verið höfuðáskoranir íslensks landbúnaðar að sögn ráðsins. Hefur Viðskiptaráð bent á að auka þurfi samkeppni og stærðarhagkvæmni svo greinin geti rétt úr kútnum og orðið samkeppnishæf á alþjóðavettvangi. „Í nýjum búvörusamningnum felast hins vegar hvatar gegn aukinni stærðarhagkvæmni – einum stærsta drifkrafti framleiðnivaxtar. Það er til dæmis gert með þaki á tilkalli til stuðnings sem nemur 0,4% af heildarstuðningi í sauðfjárrækt og 0,7% í nautgriparækt. Þar sem hið nýja fyrirkomulag er án kvóta er nú kappsmál fyrir bændur að ná í hámarkshlutdeild styrksins sem fyrst en stækka ekki umfram þetta þak því þá á viðkomandi aðili ekki rétt á frekari stuðningi.“Þórólfur Matthíasson hagfræðingur býst við að nýir búvörusamningar skapi offramleiðslu mjólkur.vísir/gvaDregið úr alþjóðlegri samkeppni Í nýjum samningum má finna ákvæði sem skuldbindur ráðherra til að beita sér fyrir umtalsverðri hækkun tolla á ostum og ákveðnum mjólkurvörum. „Slík breyting er til þess fallin að draga úr samkeppnisaðhaldi landbúnaðar í formi keppni við alþjóðlega framleiðendur um hylli neytenda þegar kemur að verðum og gæðum. Að mati ráðsins ætti ákvæði þetta ekki að vera hluti af samningi um beingreiðslur til íslensks landbúnaðar enda ekki hlutverk framkvæmdavaldsins að auka tollvernd í samningum við þriðja aðila.“Einhliða endurskoðunarákvæði Loks nefnir ráðið að í samningunum sé kveðið á um endurskoðun tvisvar sinnum, árin 2019 og 2023. Í endurskoðunarákvæðunum sé ekki tilgreint árangursviðmið sem landbúnaðargreinarnar þurfi að uppfylla til að njóta áfram stuðnings. „Þvert á móti má þar finna ákvæði um að stuðningur skuli aukinn ef framleiðsla nái ekki ákveðnum markmiðum. Endurskoðunarákvæðin geta því einvörðungu leitt til aukinna niðurgreiðslna til landbúnaðarins í framtíðinni.“ Af framangreindu má telja ljóst að við samningagerðina hafa þröngir skammtímahagsmunir verið hafðir að leiðarljósi í stað heildarhagsmuna. Að mati Viðskiptaráðs eru samningarnir afar óhagfelldir skattgreiðendum sem og neytendum. Þá eru þeir til þess fallnir að halda íslenskum landbúnaði áfram í fjötrum lágrar arðsemi og lítillar framleiðni til næstu tíu ára. Ráðið hvetur Alþingi til að synja samningunum staðfestingar.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Telja svínað á sér Svínaræktendur segja stuðning ríkisins ekki verið í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannalöndum okkar og íhuga að slíta sig frá Bændasamtökunum. 23. febrúar 2016 13:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15
Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00
Telja svínað á sér Svínaræktendur segja stuðning ríkisins ekki verið í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannalöndum okkar og íhuga að slíta sig frá Bændasamtökunum. 23. febrúar 2016 13:56