Hjörtur Hermannsson skoraði í sínum fyrsta leik Gautaborg þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við B-deildarliðið Degerfors í sænska bikarnum í knattspyrnu í dag.
Hjörtur kom Gautaborg yfir á 29. mínútu, en hann gekk í raðir Gautaborg á láni frá PSV í síðustu viku. Hann þakkaði traustið og skilað marki í sínum fyrsta leik.
Peter Samuelsson jafnaði metin á 59. mínútu og náði því jafntefli gegn stórliðinu.
Leikið er í fjögurra liða riðli og spila allir við valla. Á endanum kemst svo efsta liðið úr riðlinum í átta liða úrslitin.
Hjörtur skoraði í sínum fyrsta leik með Gautaborg
Anton Ingi Leifsson skrifar
