Á yfir 50.000 vínylplötur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 10:00 Mynd/RyanHursh Þýski raftónlistarmaðurinn, plötusnúðurinn og pródúserinn Alex Ridha, betur þekktur sem Boys Noize, er einn þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í kvöld. Boys Noize hefur átt góðu gengi að fagna og hefur meðal annars verið í samstarfi við nöfn á borð við Feist, Depeche Mode, Bloc Party, Justice, Daft Punk, David Lynch, Jarvis Cocker, Santigold, Scissor Sisters, Snoop Dogg, Erol Alkan, Skrillex, NERD and Pet Shop Boys auk fjölda annarra. Áhugi hans á tónlist kviknaði snemma og á hann stæðilegt vínylplötusafn. „Eiginlega bara síðan alltaf,“ segir hann þegar hann er spurður að því hversu lengi hann hafi verið viðloðandi tónlist og hvenær það hafi runnið upp fyrir honum að hann vildi starfa á því sviði. „Það byrjaði þegar ég var mjög ungur. Ég spilaði á píanó og trommur í nokkur ár þegar ég var í skóla. Ég byrjaði að kaupa vínylplötur snemma. Bróðir minn er átta árum eldri en ég og hann var að hlusta á house-plötur. Þegar ég var tólf, þrettán ára byrjaði ég að kaupa þessar gömlu house-plötur sem ég mundi eftir frá barnæsku minni.“ Hann segir að á þeim tíma hafi hann verið nokkurs konar útlagi, ekki voru margir í kringum hann sem hlustuðu á house, raftónlist eða teknó og var hann eini plötusnúðurinn í skólanum. En í dag hafa tímarnir breyst. „Það er allt annað núna. Það vilja allir vera plötusnúðar eða eru það nú þegar,“ segir hann og er sjálfur alsæll að hafa getað gert ástríðu sína að atvinnu. „Það hljómar kannski klisjulega en það er virkilega draumur sem rættist. Að gera og spila tónlist byrjaði sem hobbí og núna lifi ég á því. Það er ótrúlegt.“ „Ég er búinn að vinna mikið í stúdíóinu undanfarið og það kemur út nýtt efni mjög bráðlega, fullt af nýju efni,“ segir hann glaður í bragði en talsverð leynd hvílir yfir því og vill hann ekki gefa neitt meira upp um áætlaðan útgáfudag. Áhuginn á vínilplötum hefur heldur ekki yfirgefið tónlistarmanninn en plöturnar sem hann byrjaði að kaupa á barnsaldri nema nú tugum þúsunda. „Það er frekar fyrirferðamikið. Ég held að síðast þegar ég taldi gróflega hafi þetta verið í kringum 50.000 plötur. Jafnvel meira. Það er nánast lífstíðaráskorun að halda þessu skipulögðu. Ég hef verið að skipuleggja safnið í mörg ár en er ennþá að fínstilla það, það klárast líklega aldrei.“ Það er því hægara sagt en gert að flytjast búferlum á milli staða. „Ég flutti síðast fyrir sex árum og það tók mig langan tíma að koma einhvers konar skipulagi á safnið aftur.“ Boys Noize kemur fram klukkan 00.30 í SonarClub í kvöld. Sónar Tónlist Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
Þýski raftónlistarmaðurinn, plötusnúðurinn og pródúserinn Alex Ridha, betur þekktur sem Boys Noize, er einn þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í kvöld. Boys Noize hefur átt góðu gengi að fagna og hefur meðal annars verið í samstarfi við nöfn á borð við Feist, Depeche Mode, Bloc Party, Justice, Daft Punk, David Lynch, Jarvis Cocker, Santigold, Scissor Sisters, Snoop Dogg, Erol Alkan, Skrillex, NERD and Pet Shop Boys auk fjölda annarra. Áhugi hans á tónlist kviknaði snemma og á hann stæðilegt vínylplötusafn. „Eiginlega bara síðan alltaf,“ segir hann þegar hann er spurður að því hversu lengi hann hafi verið viðloðandi tónlist og hvenær það hafi runnið upp fyrir honum að hann vildi starfa á því sviði. „Það byrjaði þegar ég var mjög ungur. Ég spilaði á píanó og trommur í nokkur ár þegar ég var í skóla. Ég byrjaði að kaupa vínylplötur snemma. Bróðir minn er átta árum eldri en ég og hann var að hlusta á house-plötur. Þegar ég var tólf, þrettán ára byrjaði ég að kaupa þessar gömlu house-plötur sem ég mundi eftir frá barnæsku minni.“ Hann segir að á þeim tíma hafi hann verið nokkurs konar útlagi, ekki voru margir í kringum hann sem hlustuðu á house, raftónlist eða teknó og var hann eini plötusnúðurinn í skólanum. En í dag hafa tímarnir breyst. „Það er allt annað núna. Það vilja allir vera plötusnúðar eða eru það nú þegar,“ segir hann og er sjálfur alsæll að hafa getað gert ástríðu sína að atvinnu. „Það hljómar kannski klisjulega en það er virkilega draumur sem rættist. Að gera og spila tónlist byrjaði sem hobbí og núna lifi ég á því. Það er ótrúlegt.“ „Ég er búinn að vinna mikið í stúdíóinu undanfarið og það kemur út nýtt efni mjög bráðlega, fullt af nýju efni,“ segir hann glaður í bragði en talsverð leynd hvílir yfir því og vill hann ekki gefa neitt meira upp um áætlaðan útgáfudag. Áhuginn á vínilplötum hefur heldur ekki yfirgefið tónlistarmanninn en plöturnar sem hann byrjaði að kaupa á barnsaldri nema nú tugum þúsunda. „Það er frekar fyrirferðamikið. Ég held að síðast þegar ég taldi gróflega hafi þetta verið í kringum 50.000 plötur. Jafnvel meira. Það er nánast lífstíðaráskorun að halda þessu skipulögðu. Ég hef verið að skipuleggja safnið í mörg ár en er ennþá að fínstilla það, það klárast líklega aldrei.“ Það er því hægara sagt en gert að flytjast búferlum á milli staða. „Ég flutti síðast fyrir sex árum og það tók mig langan tíma að koma einhvers konar skipulagi á safnið aftur.“ Boys Noize kemur fram klukkan 00.30 í SonarClub í kvöld.
Sónar Tónlist Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira