Innlent

Leita að bát eða skipi á norðanverðum Vestfjörðum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
TF-Sif.
TF-Sif. vísir/vilhelm
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, leitar sem stendur að bát eða bátum á norðanverðum Vestfjörðum og á Ströndum. Skip á svæðinu náðu stafrænum neyðarboðum á metrabylgju en boðin voru auðkennalaus og ekki merkt neinu skipi eða bát. Talið er líklegt að um kerfisvillu í fjarskiptabúnaði sé að ræða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þegar boðin bárust nú síðdegis hóf gæslan eftirgrennslan sína og komst að því að einkis væri saknað. Hins vegar þótti rétt, til öryggis, að leita af sér allan grun. Var þyrlan því send á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×