Fljótandi eða fast gengi – lærdómur frá norrænum ríkjum Lars Christensen skrifar 9. mars 2016 09:00 Norðurlöndin fimm, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Ísland, eru stofnanalega og menningarlega mjög svipuð og öll fimm ríkin eru mjög opin fyrir alþjóðaviðskiptum en þau hafa einnig rausnarleg velferðarkerfi. En frá því að efnahags- og fjármálakreppan hófst um allan heim 2008 hefur frammistaða ríkjanna fimm verið merkilega ólík. Þannig hafa Svíþjóð og Ísland náð sér að fullu eftir kreppuna. Það átti líka við um Noreg í fyrstu, en verðfallið á olíu síðustu tvö árin hefur komið illa við norska hagkerfið sem byggist á olíuútflutningi. Tvö ríki hafa hins vegar dregist alvarlega aftur úr – Danmörk og Finnland.Of stífri peningamálastefnu um að kenna Kerfislæg vandamál í Danmörku (of háir skattar og óhóflega rausnarlegt velferðarkerfi) og Finnlandi (stór opinber geiri og mjög stífur vinnumarkaður) hafa örugglega einnig haft sitt að segja. Það er hins vegar erfitt að líta fram hjá þeirri staðreynd að bæði Finnland og Danmörk hafa fast gengi – Finnland sem meðlimur evrusvæðisins og Danmörk í gegnum fastgengiskerfi sem er fest við evruna. Þetta þýðir að í tilfellum beggja landanna hefur Seðlabanki Evrópu sett peningamálaskilyrði sem henta þörfum alls evrusvæðisins en ekki einstakra landa. Öfugt við þetta hafa Svíþjóð, Ísland og Noregur fljótandi gengi sem þýðir að seðlabankar þessara landa hafa getað stýrt peningamálastefnunni samkvæmt þörfum þessara hagkerfa. Þetta hefur tvisvar verið sérstaklega mikilvægt síðan 2008. Fyrst þegar upphaflega áfallið reið yfir 2008 og síðan árið 2011 þegar evrópski seðlabankinn hækkaði tvisvar stýrivexti með hörmulegum afleiðingum. Til að viðhalda föstu gengi gagnvart evrunni herti Danmörk peningamálastefnu sína verulega árið 2008 með því að hækka vexti og grípa sterkt inn í á gjaldeyrismörkuðum á meðan Noregur, Svíþjóð og Ísland gátu leyft verulegt gengisfall á gjaldmiðlum sínum og lækkað vexti til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum kreppunnar. Þetta er líklega ástæða fyrir því að Danmörk fór verr út úr bankakreppunni en Noregur og Svíþjóð (Ísland er augljóslega allt annar handleggur). Hin óráðlega ákvörðun Seðlabanka Evrópu að hækka vexti 2011 kom frekar illa út fyrir bæði Danmörku og Finnland á meðan „fleytendurnir“ gátu að mestu forðast að „flytja inn“ mistök evrópska seðlabankans. Afleiðingin varð sú að „bilið“ á milli norrænu „fleytendanna“ og „fastgengislandanna“ breikkaði enn. Það er vissulega ekki gefið að fast gengi þýði sjálfkrafa veikari hagvöxt, en síðan 2008 hefur fast gengi Danmerkur gagnvart evrunni og evruaðild Finnlands sannarlega stuðlað að því að löndin tvö hafa „dregist aftur úr“ á Norðurlöndunum og bæði löndin hefðu ugglaust staðið sig betur með fljótandi gengi í stað þess að fylgja peningamálastefnu Seðlabanka Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurlöndin fimm, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Ísland, eru stofnanalega og menningarlega mjög svipuð og öll fimm ríkin eru mjög opin fyrir alþjóðaviðskiptum en þau hafa einnig rausnarleg velferðarkerfi. En frá því að efnahags- og fjármálakreppan hófst um allan heim 2008 hefur frammistaða ríkjanna fimm verið merkilega ólík. Þannig hafa Svíþjóð og Ísland náð sér að fullu eftir kreppuna. Það átti líka við um Noreg í fyrstu, en verðfallið á olíu síðustu tvö árin hefur komið illa við norska hagkerfið sem byggist á olíuútflutningi. Tvö ríki hafa hins vegar dregist alvarlega aftur úr – Danmörk og Finnland.Of stífri peningamálastefnu um að kenna Kerfislæg vandamál í Danmörku (of háir skattar og óhóflega rausnarlegt velferðarkerfi) og Finnlandi (stór opinber geiri og mjög stífur vinnumarkaður) hafa örugglega einnig haft sitt að segja. Það er hins vegar erfitt að líta fram hjá þeirri staðreynd að bæði Finnland og Danmörk hafa fast gengi – Finnland sem meðlimur evrusvæðisins og Danmörk í gegnum fastgengiskerfi sem er fest við evruna. Þetta þýðir að í tilfellum beggja landanna hefur Seðlabanki Evrópu sett peningamálaskilyrði sem henta þörfum alls evrusvæðisins en ekki einstakra landa. Öfugt við þetta hafa Svíþjóð, Ísland og Noregur fljótandi gengi sem þýðir að seðlabankar þessara landa hafa getað stýrt peningamálastefnunni samkvæmt þörfum þessara hagkerfa. Þetta hefur tvisvar verið sérstaklega mikilvægt síðan 2008. Fyrst þegar upphaflega áfallið reið yfir 2008 og síðan árið 2011 þegar evrópski seðlabankinn hækkaði tvisvar stýrivexti með hörmulegum afleiðingum. Til að viðhalda föstu gengi gagnvart evrunni herti Danmörk peningamálastefnu sína verulega árið 2008 með því að hækka vexti og grípa sterkt inn í á gjaldeyrismörkuðum á meðan Noregur, Svíþjóð og Ísland gátu leyft verulegt gengisfall á gjaldmiðlum sínum og lækkað vexti til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum kreppunnar. Þetta er líklega ástæða fyrir því að Danmörk fór verr út úr bankakreppunni en Noregur og Svíþjóð (Ísland er augljóslega allt annar handleggur). Hin óráðlega ákvörðun Seðlabanka Evrópu að hækka vexti 2011 kom frekar illa út fyrir bæði Danmörku og Finnland á meðan „fleytendurnir“ gátu að mestu forðast að „flytja inn“ mistök evrópska seðlabankans. Afleiðingin varð sú að „bilið“ á milli norrænu „fleytendanna“ og „fastgengislandanna“ breikkaði enn. Það er vissulega ekki gefið að fast gengi þýði sjálfkrafa veikari hagvöxt, en síðan 2008 hefur fast gengi Danmerkur gagnvart evrunni og evruaðild Finnlands sannarlega stuðlað að því að löndin tvö hafa „dregist aftur úr“ á Norðurlöndunum og bæði löndin hefðu ugglaust staðið sig betur með fljótandi gengi í stað þess að fylgja peningamálastefnu Seðlabanka Evrópu.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun