Elías og Svana Katla vörðu Íslandsmeistaratitla sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2016 10:45 Elías Snorrason úr KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki. Mynd/Karatesamband Ísland Elías Snorrason úr KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki urðu í gær Íslandsmeistarar í kata fullorðinna í karate en Íslandsmeistaramótið fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í umsjón karatefélagsins Þórshamars. Elías og Svana Katla voru bæði að verja titlana sína frá því í fyrra en Svana Katla gerði betur en að vinna einstaklingskeppnina því hún hjálpaði einnig Breiðabliki að vinna liðakeppnina og vann því tvöfalt í gær. Elías Snorrason vann Bogi Benediktsson úr Þórshamri í úrslitum karla. Báðir höfðu sýnt frábært kata í undankeppninni og unnið alla sína andstæðinga svo ljóst var að það stefndi í spennandi og harðri keppni á milli þeirra. Elías hafði betur og er þetta ekki aðeins annað árið í röð sem Elías vinnur titilinn því hann hefur nú fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari. Hópkatalið Þórshamar var mætt til að verja titil sinn síðan í fyrra og unnu þeir Bogi Benediktsson, Sæmundur Ragnarsson og Ásmundur Ísak Jónsson félaga sína í Þórshamri í úrslitum. Í úrslitum kvenna áttust við sömu landsliðskonurnar og síðustu 3 ár eða þær Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir, báðar úr Breiðablik. Báðar tvær sýndu frábæra útfærsla á þessum kata og stóð Svana Katla uppi sem sigurvegari annað árið í röð. Svana Katla og Kristín ásamt Örnu Katrínu Kristinsdóttur unnu svo hópkata kvenna og vörðu þar með titil sinn síðan í fyrra, er þetta fimmta árið í röð sem sveit Breiðabliks með þeim Kristínu og Svönu vinnur hópkata kvenna. Svana Katla er því tvöfaldur Íslandsmeistari í kata. Þegar öll stigin voru tekin saman stóð karatefélagið Þórshamar uppi sem sigurvegari með 19 stig og er því Íslandsmeistari félaga í kata fullorðinna. Mótsstjóri var Valgerður H. Sigurðardóttir og yfirdómari Helgi Jóhannesson. Næstu verkefni landsliðsfólks okkar í kata er sterkt sænskt katamót 12.mars og Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Danmörku 9.apríl næstkomandi.Allir Íslandsmeistarar dagsins, frá vinstri Bogi, Ásmundur Ísak, Sæmundur, Arna Katrín, Kristín, Svana og Elías.Mynd/Karatesamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sjá meira
Elías Snorrason úr KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki urðu í gær Íslandsmeistarar í kata fullorðinna í karate en Íslandsmeistaramótið fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í umsjón karatefélagsins Þórshamars. Elías og Svana Katla voru bæði að verja titlana sína frá því í fyrra en Svana Katla gerði betur en að vinna einstaklingskeppnina því hún hjálpaði einnig Breiðabliki að vinna liðakeppnina og vann því tvöfalt í gær. Elías Snorrason vann Bogi Benediktsson úr Þórshamri í úrslitum karla. Báðir höfðu sýnt frábært kata í undankeppninni og unnið alla sína andstæðinga svo ljóst var að það stefndi í spennandi og harðri keppni á milli þeirra. Elías hafði betur og er þetta ekki aðeins annað árið í röð sem Elías vinnur titilinn því hann hefur nú fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari. Hópkatalið Þórshamar var mætt til að verja titil sinn síðan í fyrra og unnu þeir Bogi Benediktsson, Sæmundur Ragnarsson og Ásmundur Ísak Jónsson félaga sína í Þórshamri í úrslitum. Í úrslitum kvenna áttust við sömu landsliðskonurnar og síðustu 3 ár eða þær Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir, báðar úr Breiðablik. Báðar tvær sýndu frábæra útfærsla á þessum kata og stóð Svana Katla uppi sem sigurvegari annað árið í röð. Svana Katla og Kristín ásamt Örnu Katrínu Kristinsdóttur unnu svo hópkata kvenna og vörðu þar með titil sinn síðan í fyrra, er þetta fimmta árið í röð sem sveit Breiðabliks með þeim Kristínu og Svönu vinnur hópkata kvenna. Svana Katla er því tvöfaldur Íslandsmeistari í kata. Þegar öll stigin voru tekin saman stóð karatefélagið Þórshamar uppi sem sigurvegari með 19 stig og er því Íslandsmeistari félaga í kata fullorðinna. Mótsstjóri var Valgerður H. Sigurðardóttir og yfirdómari Helgi Jóhannesson. Næstu verkefni landsliðsfólks okkar í kata er sterkt sænskt katamót 12.mars og Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Danmörku 9.apríl næstkomandi.Allir Íslandsmeistarar dagsins, frá vinstri Bogi, Ásmundur Ísak, Sæmundur, Arna Katrín, Kristín, Svana og Elías.Mynd/Karatesamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sjá meira