Haukar láta Chelsie Schweers fara | Rekin í annað skiptið á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2016 22:02 Chelsie Alexa Schweers. Vísir/Anton Haukarkonur ætla að klára tímabilið án bandarísks leikmanns en Chelsie Alexa Schweers hefur spilað sinn síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu í vetur. Kjartan Atli Kjartansson sagði frá þessu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en Haukaliðið hefur ekki orðið betra eftir komu Schweers. Chelsie Schweers var líka látin fara frá Stjörnunni um áramótin en hún var þá og er enn stigahæsti leikmaður Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Chelsie Alexa Schweers hefur skorað 27,1 stig í 16 leikjum í Domino´s deildinni. Hún var með 31,0 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 9 leikjum með Stjörbunni og var búin að skora 22,0 stig og gefa 2,3 stoðsendingar að meðaltali í sjö deildarleikjum með Haukum. Síðasti leikur Chelsie Alexa Schweers með Haukaliðinu var á móti sínum gömlu félögum í Stjörnunni þar sem hún skoraði sjö þrista og var stigahæst í Haukaliðinu með 25 stig. Fyrsti leikur Haukaliðsins án Chelsie Alexa Schweers verður toppslagurinn á móti Snæfelli á Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Þetta er önnur stóra breytingin sem Haukar gera í aðdraganda leiksins við Snæfells því fyrr í dag var Andri Þór Kristinsson látinn fara sem einn af þremur þjálfurum liðsins og Henning Henningsson kom inn í staðinn sem aðstoðarþjálfari Ingvars Þórs Guðjónssonar. Helena Sverrisdóttir verður áfram spilandi þjálfari Haukaliðsins en stórt hlutverk hennar stækkar líklega enn meira nú þegar Chelsie Schweers spilar ekki lengur með liðinu. Haukar vonast líka til að endurheimta gömlu góðu Pálínu Gunnlaugsdóttur til baka en Pálína skoraði aðeins 5,7 stig að meðaltali í sjö deildarleikjum Chelsie Schweers með liðinu. Pálína skoraði 16,1 stig að meðaltali í leik fyrir áramót og var valin í úrvalslið fyrri umferðarinnar. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 89-69 | Haukar upp að hlið Snæfells Haukar unnu auðveldan sigur á Keflvíkingum, 89-69, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Leikurinn var aldrei spennandi og ljóst frá byrjun í hvað stefndi. 27. janúar 2016 20:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. 29. febrúar 2016 20:30 Helena með þrennu að meðaltali á móti Keflavík Haukar og Keflavík mætast í kvöld í Domino´s deild kvenna í körfubolta og verður leikur liðanna í beinni á Stöð 2 Sport 3. 27. janúar 2016 15:30 Ráku stigahæsta leikmann deildarinnar Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. 29. desember 2015 11:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
Haukarkonur ætla að klára tímabilið án bandarísks leikmanns en Chelsie Alexa Schweers hefur spilað sinn síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu í vetur. Kjartan Atli Kjartansson sagði frá þessu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en Haukaliðið hefur ekki orðið betra eftir komu Schweers. Chelsie Schweers var líka látin fara frá Stjörnunni um áramótin en hún var þá og er enn stigahæsti leikmaður Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Chelsie Alexa Schweers hefur skorað 27,1 stig í 16 leikjum í Domino´s deildinni. Hún var með 31,0 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 9 leikjum með Stjörbunni og var búin að skora 22,0 stig og gefa 2,3 stoðsendingar að meðaltali í sjö deildarleikjum með Haukum. Síðasti leikur Chelsie Alexa Schweers með Haukaliðinu var á móti sínum gömlu félögum í Stjörnunni þar sem hún skoraði sjö þrista og var stigahæst í Haukaliðinu með 25 stig. Fyrsti leikur Haukaliðsins án Chelsie Alexa Schweers verður toppslagurinn á móti Snæfelli á Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Þetta er önnur stóra breytingin sem Haukar gera í aðdraganda leiksins við Snæfells því fyrr í dag var Andri Þór Kristinsson látinn fara sem einn af þremur þjálfurum liðsins og Henning Henningsson kom inn í staðinn sem aðstoðarþjálfari Ingvars Þórs Guðjónssonar. Helena Sverrisdóttir verður áfram spilandi þjálfari Haukaliðsins en stórt hlutverk hennar stækkar líklega enn meira nú þegar Chelsie Schweers spilar ekki lengur með liðinu. Haukar vonast líka til að endurheimta gömlu góðu Pálínu Gunnlaugsdóttur til baka en Pálína skoraði aðeins 5,7 stig að meðaltali í sjö deildarleikjum Chelsie Schweers með liðinu. Pálína skoraði 16,1 stig að meðaltali í leik fyrir áramót og var valin í úrvalslið fyrri umferðarinnar.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 89-69 | Haukar upp að hlið Snæfells Haukar unnu auðveldan sigur á Keflvíkingum, 89-69, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Leikurinn var aldrei spennandi og ljóst frá byrjun í hvað stefndi. 27. janúar 2016 20:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. 29. febrúar 2016 20:30 Helena með þrennu að meðaltali á móti Keflavík Haukar og Keflavík mætast í kvöld í Domino´s deild kvenna í körfubolta og verður leikur liðanna í beinni á Stöð 2 Sport 3. 27. janúar 2016 15:30 Ráku stigahæsta leikmann deildarinnar Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. 29. desember 2015 11:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 89-69 | Haukar upp að hlið Snæfells Haukar unnu auðveldan sigur á Keflvíkingum, 89-69, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Leikurinn var aldrei spennandi og ljóst frá byrjun í hvað stefndi. 27. janúar 2016 20:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. 29. febrúar 2016 20:30
Helena með þrennu að meðaltali á móti Keflavík Haukar og Keflavík mætast í kvöld í Domino´s deild kvenna í körfubolta og verður leikur liðanna í beinni á Stöð 2 Sport 3. 27. janúar 2016 15:30
Ráku stigahæsta leikmann deildarinnar Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. 29. desember 2015 11:00