Körfubolti

Algjört frost í þriðja leikhluta hjá Jakobi og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Sigurðarson.
Jakob Sigurðarson. Vísir/Andri Marinó
Borås Basket tapaði með tveimur stigum á heimavelli á móti Uppsala Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Uppsala Basket vann leikinn 71-69 en hvorugu liðinu tókst að skora á lokamínútu leiksins.

Borås Basket var í fínum málum í hálfleik enda með fjórtán stiga forystu, 48-34. Það gekk hinsvegar allt á afturfótunum hjá liðinu í seinni hálfleik.

Jakob Sigurðarson var með 8 stig, 4 fráköst,  4 stoðsendingar og 3 varin skot fyrir Borås Basket en hitti aðeins úr 3 af 10 skotum sínum.

Þetta var í fyrsta sinn síðan í byrjun desember sem Jakob náði ekki að skora yfir tíu stig í sænsku deildinni.

Þetta voru í raun slæm úrslit fyrir tvö Íslendingalið því Uppsala Basket náði Sundsvall Dragons að stigum með þessum sigri.

Borås Basket liðið kom eitthvað sofandi inn í þriðja leikhlutann sem Uppsala Basket vann 19-5 og snéri við leiknum.

Borås Basket er í 4. sæti með 17 sigra í 29 leiknum en Uppsala Basket er í 6. til 7. sæti ásamt Sundsvall Dragons með 14 sigra í 30 leikjum. Sundsvall Dragons á leik til góð og getur því komist aftur framúr Uppsala-mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×