Nýtt tímarit bætist við flóruna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. mars 2016 10:00 Nýtt tímarit hefur bæst í flóruna á íslenskum tímaritamarkaði. Vísir/Anton „Við erum að miða að erlendum ferðamönnum en hingað til lands kemur fjöldi manns á hverjum degi og okkur finnst vera kominn tími til að tengja túrismann við verslanirnar og varpa ljósi á hvað Íslendingar eru að gera margt fjölbreytilegt og spennandi. Þessi heimur er kannski búinn að vera svolítið lokaður fyrir ferðamönnum þar sem það hefur verið lítið um efni á ensku varðandi lífsstíl og tísku en þess má geta að allar þær vörur sem við drögum fram í blaðinu má finna í verslunum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, ritstjóri Reykjavík Fashion and Design. Reykjavík Fashion and Design er nýtt lífsstíls- og tískutímarit sem fjallar um brot af því besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða varðandi tísku, menningu og hönnun. Blaðið kemur út í fyrsta skipti í dag og er gefið út á ensku. „Blaðið er á leiðinni í verslanir og ætti að vera komið í flestar bókabúðir og aðrar verslanir um allt land fyrir helgi. Svo ég mæli eindregið með því að fólk næli sér í eintak enda á þetta tímarit auðvitað líka við þá sem eru búsettir hérlendis,“ segir Ingibjörg aðspurð hvenær og hvar fólk geti nálgast tímaritið. Blaðið er fullt af fróðleik og skemmtilegum viðtölum, þar sem ritstjórnin leggur áherslu á vandað efni. Markmið blaðsins er að kynna Reykjavík sem spennandi borg og vekja athygli á flottri íslenskri hönnun, líflegri tísku og fjölbreytilegri menningu. „Við tökum Grandann og það svæði fyrir í þessu fyrsta tölublaði og segjum frá þeirri grósku sem á sér stað þar. Einnig prýðir Svandís Ósk Gestsdóttir forsíðuna hjá okkur en hún hefur síðastliðin sex ár þróað og hannað sínar eigin húðvörur. Hún hlaut einmitt styrk nýverið til þess að halda áfram með þróun á nýjum vörum sem er ótrúlega spennandi,“ segir Ingibjörg. Menning Tíska og hönnun Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
„Við erum að miða að erlendum ferðamönnum en hingað til lands kemur fjöldi manns á hverjum degi og okkur finnst vera kominn tími til að tengja túrismann við verslanirnar og varpa ljósi á hvað Íslendingar eru að gera margt fjölbreytilegt og spennandi. Þessi heimur er kannski búinn að vera svolítið lokaður fyrir ferðamönnum þar sem það hefur verið lítið um efni á ensku varðandi lífsstíl og tísku en þess má geta að allar þær vörur sem við drögum fram í blaðinu má finna í verslunum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, ritstjóri Reykjavík Fashion and Design. Reykjavík Fashion and Design er nýtt lífsstíls- og tískutímarit sem fjallar um brot af því besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða varðandi tísku, menningu og hönnun. Blaðið kemur út í fyrsta skipti í dag og er gefið út á ensku. „Blaðið er á leiðinni í verslanir og ætti að vera komið í flestar bókabúðir og aðrar verslanir um allt land fyrir helgi. Svo ég mæli eindregið með því að fólk næli sér í eintak enda á þetta tímarit auðvitað líka við þá sem eru búsettir hérlendis,“ segir Ingibjörg aðspurð hvenær og hvar fólk geti nálgast tímaritið. Blaðið er fullt af fróðleik og skemmtilegum viðtölum, þar sem ritstjórnin leggur áherslu á vandað efni. Markmið blaðsins er að kynna Reykjavík sem spennandi borg og vekja athygli á flottri íslenskri hönnun, líflegri tísku og fjölbreytilegri menningu. „Við tökum Grandann og það svæði fyrir í þessu fyrsta tölublaði og segjum frá þeirri grósku sem á sér stað þar. Einnig prýðir Svandís Ósk Gestsdóttir forsíðuna hjá okkur en hún hefur síðastliðin sex ár þróað og hannað sínar eigin húðvörur. Hún hlaut einmitt styrk nýverið til þess að halda áfram með þróun á nýjum vörum sem er ótrúlega spennandi,“ segir Ingibjörg.
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira