Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Bjarki Ármannsson skrifar 2. mars 2016 17:40 Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. Vísir/Stefán Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag ummæli sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét falla um flóttafólk í gær og hafa vakið talsverða athygli. Sagði Oddný Ásmund ala á ótta og hoppa á vagn popúlista. Ásmundur, sem áður hefur vakið athygli fyrir umdeild ummæli um innflytjendur, sagði þá að skoða þyrfti af fullri alvöru hvort rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima strax við komu þeirra til landsins. Ræða þyrfti mögulegar breytingar á opnum landamærum landsins. „Í vanda sem glímt er við, elur háttvirtur þingmaður á ótta fólks við innflytjendur og hoppar á vagn sem bæði popúlistar í Evrópu og forsetaframbjóðandinn Donald Trump í Bandaríkjunum keyra,“ segir Oddný. Oddný spurði jafnframt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra hvað henni þætti um ummæli Ásmundar og hvort hún vildi að Ísland lokaði landamærum sínum og gengi úr Schengen-sambandinu. „Ég er mikill stuðningsmaður EES-samningsins, ég tel að Schengen hafi nýst okkur mjög vel og er ekki þeirrar skoðunar að við eigum að ganga úr, eða skoða að ganga úr, Schengen,“ segir Eygló. „Ég tel að við eigum að axla okkar ábyrgð sem fullvalda þjóð og taka á móti flóttamönnum, í samræmi við okkar skyldur, og gera það eins vel og við getum.“ Eygló sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að ekki þyrfti að taka upp sérstakt vegabréfaeftirlit, líkt og gert hefur verið í Danmörku og Svíþjóð. Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Ásmundur sakaður um mannvonsku Ásmundur Friðriksson fær fyrir ferðina, ekki síst af hálfu flokkssystkina sinna. 1. mars 2016 15:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag ummæli sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét falla um flóttafólk í gær og hafa vakið talsverða athygli. Sagði Oddný Ásmund ala á ótta og hoppa á vagn popúlista. Ásmundur, sem áður hefur vakið athygli fyrir umdeild ummæli um innflytjendur, sagði þá að skoða þyrfti af fullri alvöru hvort rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima strax við komu þeirra til landsins. Ræða þyrfti mögulegar breytingar á opnum landamærum landsins. „Í vanda sem glímt er við, elur háttvirtur þingmaður á ótta fólks við innflytjendur og hoppar á vagn sem bæði popúlistar í Evrópu og forsetaframbjóðandinn Donald Trump í Bandaríkjunum keyra,“ segir Oddný. Oddný spurði jafnframt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra hvað henni þætti um ummæli Ásmundar og hvort hún vildi að Ísland lokaði landamærum sínum og gengi úr Schengen-sambandinu. „Ég er mikill stuðningsmaður EES-samningsins, ég tel að Schengen hafi nýst okkur mjög vel og er ekki þeirrar skoðunar að við eigum að ganga úr, eða skoða að ganga úr, Schengen,“ segir Eygló. „Ég tel að við eigum að axla okkar ábyrgð sem fullvalda þjóð og taka á móti flóttamönnum, í samræmi við okkar skyldur, og gera það eins vel og við getum.“ Eygló sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að ekki þyrfti að taka upp sérstakt vegabréfaeftirlit, líkt og gert hefur verið í Danmörku og Svíþjóð.
Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Ásmundur sakaður um mannvonsku Ásmundur Friðriksson fær fyrir ferðina, ekki síst af hálfu flokkssystkina sinna. 1. mars 2016 15:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12
Ásmundur sakaður um mannvonsku Ásmundur Friðriksson fær fyrir ferðina, ekki síst af hálfu flokkssystkina sinna. 1. mars 2016 15:30