Körfubolti

Hlynur og félagar með bakið upp við vegg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hlynur Bæringsson í leik með Sundsvall.
Hlynur Bæringsson í leik með Sundsvall. vísir/valli
Hlynur Bæringsson og félagar í Sundsvall Dragons töpuðu þriðja leiknum í rimmunni við Norrköping Dolphins í úrslitakeppninni um sænska meistaratitilinn, en lokatölur 65-60.

Norrköping byrjaði betur, en þeir leiddu með tveimur stigum eftir fyrsta leikhlutann, 16-14, en staðan í hálfleik var 31-30.

Leikurinn var spennandi nær allan leikinn og fyrir lokaleikhlutann var staðan 49-45. Mikil dramatík var í lokaleikhlutanum og leiddu heimamenn í Norrköping með tveimur stigum þegar ein mínúta var eftir.

Á lokasprettinum reyndust heimamenn sterkari og unnu að lokum fimm stiga sigur, 65-50, og eru því komnir yfir í einvíginu.

Hlynur og félagar eru því komnir með bakið upp við vegg, en þeir eru lentir 2-1 undir. Hlynur skoraði sjö stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×