Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. mars 2016 06:00 Heimir og Lars tilkynntu landsliðshópinn í höfuðstöðvum KSÍ í gær. vísir/anton Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu 24 manna leikmannahóp í gær fyrir þessa leiki. Þeir verða síðasta tækifæri einhverra leikmanna til þess að sanna að þeir eigi heima í 23 manna EM-hópnum.Eiður fær frí Eiður Smári Guðjohnsen er á meðal þeirra leikmanna sem fá frí að þessu sinni. Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson snýr svo aftur eftir meiðsli. Þjálfararnir segja að 10-15 leikmenn fyrir utan þennan hóp komi til greina í EM-hópinn. „Það eru margir leikmenn að minna á sig þessa dagana með góðum leik og mörkum. Það er mjög ánægjulegt en á endanum mega bara 23 fara með segir UEFA. Eftir því sem það verður erfiðara að velja hópinn þá erum við greinilega að gera eitthvað rétt í íslenskum fótbolta,“ segir Heimir Hallgrímsson. „Við reynum að vanda okkur og gera þetta eins faglega og hægt er. Við reynum að fylgjast eins vel með öllum og hægt er.“Horfum á samvinnu leikmanna Andstæðingar Íslands í komandi leikjum eiga það sameiginlegt að hafa náð að vinna EM. Undankeppni EM að þessu sinni var ekki góð hjá þeim og þau mæta nú til leiks með nýja þjálfara. „Við viljum reyna að vinna leikina. Það er markmið í öllum leikjum. Við erum líka að horfa á samvinnu ákveðinna leikmanna. Það er kannski eitthvað sem verður hægt að lesa út úr þessum leikjum,“ segir Heimir en er óþægilegt að mæta liðum sem erfitt er að spá í hvernig muni spila? „Nei, ekki í þessu tilfelli. Þetta eru ekki mótsleikir og því er það að vissu leyti gott. Þau ætla að koma okkur á óvart og verður gaman að sjá hvernig við tæklum það. Bæði lið voru ósátt við síðustu undankeppni og leikmenn ætla að sýna þjálfurunum hvað í þeim býr.“Stoltur tannlæknir Ísland er að undirbúa sig í fyrsta skipti fyrir þátttöku í lokakeppni stórmóts. Það er risavaxið verkefni. Reynt hefur verið að undirbúa sig sem best þó svo verið sé að feta í spor sem íslensk knattspyrna þekkir ekki. „Ég er bara stoltur tannlæknir sem fæ að vera með þessum strákum í þessu. Ég held að enginn af okkur geri sér grein fyrir því hversu stórt þetta er. Hversu mikið áreiti þetta verður. Ég er mest hræddur um að við séum að fara fáliðuð og fávís inn í þetta verkefni,“ segir Heimir en liðið verður í það minnsta saman í fimm vikur. „Menn þurfa að vera ansi ferskir til að geta enn gefið af sér á fimmtu viku. Við erum að reyna að vanda okkur eins og við getum. Það er mikið álag á öllum. Við eigum eftir að reka okkur á og örugglega eitthvað sem við gerum vitlaust. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda sig eins og hægt er.“Reynir á nýja hluti Heimir segir að það muni reyna mikið á alla leikmenn. Bæði þá sem spila mikið og eins þá sem kannski spila ekki neitt. „Það er erfitt fyrir atvinnumann sem er forstjóri síns eigin fyrirtækis að fá ekki að taka þátt. Þess vegna er mikilvægt að við ræðum þessa hluti við strákana í þessari ferð. Að menn séu tilbúnir að fara á þeim forsendum að svo geti farið. Þetta er þáttur sem hefur aldrei reynt á hjá okkur því við höfum aldrei verið saman í fimm vikur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Lars veit ekki hvort hann haldi áfram með íslenska landsliðið Lars Lagerbäck segir ekkert enn ákveðið um það hvort að hann hætti sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eða verði áfram fram yfir HM 2018. 18. mars 2016 13:45 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu 24 manna leikmannahóp í gær fyrir þessa leiki. Þeir verða síðasta tækifæri einhverra leikmanna til þess að sanna að þeir eigi heima í 23 manna EM-hópnum.Eiður fær frí Eiður Smári Guðjohnsen er á meðal þeirra leikmanna sem fá frí að þessu sinni. Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson snýr svo aftur eftir meiðsli. Þjálfararnir segja að 10-15 leikmenn fyrir utan þennan hóp komi til greina í EM-hópinn. „Það eru margir leikmenn að minna á sig þessa dagana með góðum leik og mörkum. Það er mjög ánægjulegt en á endanum mega bara 23 fara með segir UEFA. Eftir því sem það verður erfiðara að velja hópinn þá erum við greinilega að gera eitthvað rétt í íslenskum fótbolta,“ segir Heimir Hallgrímsson. „Við reynum að vanda okkur og gera þetta eins faglega og hægt er. Við reynum að fylgjast eins vel með öllum og hægt er.“Horfum á samvinnu leikmanna Andstæðingar Íslands í komandi leikjum eiga það sameiginlegt að hafa náð að vinna EM. Undankeppni EM að þessu sinni var ekki góð hjá þeim og þau mæta nú til leiks með nýja þjálfara. „Við viljum reyna að vinna leikina. Það er markmið í öllum leikjum. Við erum líka að horfa á samvinnu ákveðinna leikmanna. Það er kannski eitthvað sem verður hægt að lesa út úr þessum leikjum,“ segir Heimir en er óþægilegt að mæta liðum sem erfitt er að spá í hvernig muni spila? „Nei, ekki í þessu tilfelli. Þetta eru ekki mótsleikir og því er það að vissu leyti gott. Þau ætla að koma okkur á óvart og verður gaman að sjá hvernig við tæklum það. Bæði lið voru ósátt við síðustu undankeppni og leikmenn ætla að sýna þjálfurunum hvað í þeim býr.“Stoltur tannlæknir Ísland er að undirbúa sig í fyrsta skipti fyrir þátttöku í lokakeppni stórmóts. Það er risavaxið verkefni. Reynt hefur verið að undirbúa sig sem best þó svo verið sé að feta í spor sem íslensk knattspyrna þekkir ekki. „Ég er bara stoltur tannlæknir sem fæ að vera með þessum strákum í þessu. Ég held að enginn af okkur geri sér grein fyrir því hversu stórt þetta er. Hversu mikið áreiti þetta verður. Ég er mest hræddur um að við séum að fara fáliðuð og fávís inn í þetta verkefni,“ segir Heimir en liðið verður í það minnsta saman í fimm vikur. „Menn þurfa að vera ansi ferskir til að geta enn gefið af sér á fimmtu viku. Við erum að reyna að vanda okkur eins og við getum. Það er mikið álag á öllum. Við eigum eftir að reka okkur á og örugglega eitthvað sem við gerum vitlaust. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda sig eins og hægt er.“Reynir á nýja hluti Heimir segir að það muni reyna mikið á alla leikmenn. Bæði þá sem spila mikið og eins þá sem kannski spila ekki neitt. „Það er erfitt fyrir atvinnumann sem er forstjóri síns eigin fyrirtækis að fá ekki að taka þátt. Þess vegna er mikilvægt að við ræðum þessa hluti við strákana í þessari ferð. Að menn séu tilbúnir að fara á þeim forsendum að svo geti farið. Þetta er þáttur sem hefur aldrei reynt á hjá okkur því við höfum aldrei verið saman í fimm vikur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Lars veit ekki hvort hann haldi áfram með íslenska landsliðið Lars Lagerbäck segir ekkert enn ákveðið um það hvort að hann hætti sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eða verði áfram fram yfir HM 2018. 18. mars 2016 13:45 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36
Lars veit ekki hvort hann haldi áfram með íslenska landsliðið Lars Lagerbäck segir ekkert enn ákveðið um það hvort að hann hætti sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eða verði áfram fram yfir HM 2018. 18. mars 2016 13:45
Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57