Thank you, goodbye Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. mars 2016 07:00 Stóru tíðindin af ársfundi Seðlabankans voru yfirlýsing Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um afnám hafta síðar á árinu. Yfirlýsingunni fylgdi engin útfærsla, önnur en sú að sérstakar varúðarreglur myndu leysa fjármagnshöftin af hólmi. Þannig ætti að girða fyrir að hér skapaðist sams konar ástand og fyrir 2008, sem endaði eins og allir muna með frjálsu falli krónunnar, gjaldeyrishöftum og algeru hruni efnahagslífsins. Það eru góð tíðindi að fjármálaráðherra telji okkur geta aflétt fjármagnshöftunum. Við skulum ekki gleyma að þau setja umtalsverðar skorður á líf venjulegs fólks og fyrirtækja í landinu. Takmarkanir á úttektum á erlendum gjaldeyri vegna utanferða snerta fjölskyldur á leið í sólarfrí. Bann við fjárfestingum í erlendum félögum eða lánveitingum milli landa koma við kaunin á atvinnulífinu, og tilvist gjaldeyrishafta fælir frá erlenda fjárfestingu. Síðast en ekki síst þá loka höftin lífeyrissjóðina inni á Íslandi, og ýta þannig undir bólumyndun bæði á hlutabréfa- og fasteignamarkaði. Lífeyrissjóðsfélagar og hagkerfið í heild hagnast á því að liðkað sé fyrir fjárfestingum sjóðanna, og annarra fjársterkra aðila, í útlöndum. Því má segja að það sé lífsspursmál fyrir heilbrigt hagkerfi til lengri tíma að afnema höftin. En það þarf að fara að öllu með gát. Hér má ekki skapast ástand þar sem peningar leita út í of miklum mæli með tilheyrandi þrýstingi á gjaldmiðilinn. Passa þarf að halda jafnvægi. Krónan hefur þegar styrkst talsvert síðustu mánuði, og ekki er gott að sjá fyrir áhrif áframhaldandi styrkingar á ferðamannastrauminn. Það er ólíklegt að ferðamönnum fjölgi áfram um fjórðung á hverju ári ef gjaldmiðilinn styrkist til muna. Núverandi ríkisstjórn, í góðu samstarfi við Seðlabankann, hefur haldið vel á spöðunum í efnahagsmálum. Þar hafa utanaðkomandi aðstæður vissulega hjálpað til, svo sem íslenska ferðamannavorið og fiskveiðarnar. Útkoman í samningum ríkisins við kröfuhafa spilar þó stærstu rulluna. Ísland er nú í hópi þeirra ríkja veraldar, sem búa við minnsta skuldabyrði, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Það er af sem áður var. Í þessu samhengi eru dylgjur á Alþingi um að forsætisráðherra hafi leikið tveim skjöldum í þessum viðræðum í besta falli hjákátlegar, og í versta falli sjúkdómseinkenni á fárveikri pólitískri umræðu. Fjármálaráðherra lauk ræðu sinni með orðunum „Thank you, and goodbye“, og vísaði í lausn mála gagnvart erlendu kröfuhöfunum. Verkinu er hins vegar ekki lokið. Nú þarf skynsamlega útfærslu á afnámi gjaldeyrishaftanna. Ef rétt er haldið á spöðunum gætu skilnaðarorðin til Bjarna, ef til kæmi að hann léti af embætti fjármálaráðherra við næstu kosningar, orðið: „Thank you, goodbye and well done.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Stóru tíðindin af ársfundi Seðlabankans voru yfirlýsing Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um afnám hafta síðar á árinu. Yfirlýsingunni fylgdi engin útfærsla, önnur en sú að sérstakar varúðarreglur myndu leysa fjármagnshöftin af hólmi. Þannig ætti að girða fyrir að hér skapaðist sams konar ástand og fyrir 2008, sem endaði eins og allir muna með frjálsu falli krónunnar, gjaldeyrishöftum og algeru hruni efnahagslífsins. Það eru góð tíðindi að fjármálaráðherra telji okkur geta aflétt fjármagnshöftunum. Við skulum ekki gleyma að þau setja umtalsverðar skorður á líf venjulegs fólks og fyrirtækja í landinu. Takmarkanir á úttektum á erlendum gjaldeyri vegna utanferða snerta fjölskyldur á leið í sólarfrí. Bann við fjárfestingum í erlendum félögum eða lánveitingum milli landa koma við kaunin á atvinnulífinu, og tilvist gjaldeyrishafta fælir frá erlenda fjárfestingu. Síðast en ekki síst þá loka höftin lífeyrissjóðina inni á Íslandi, og ýta þannig undir bólumyndun bæði á hlutabréfa- og fasteignamarkaði. Lífeyrissjóðsfélagar og hagkerfið í heild hagnast á því að liðkað sé fyrir fjárfestingum sjóðanna, og annarra fjársterkra aðila, í útlöndum. Því má segja að það sé lífsspursmál fyrir heilbrigt hagkerfi til lengri tíma að afnema höftin. En það þarf að fara að öllu með gát. Hér má ekki skapast ástand þar sem peningar leita út í of miklum mæli með tilheyrandi þrýstingi á gjaldmiðilinn. Passa þarf að halda jafnvægi. Krónan hefur þegar styrkst talsvert síðustu mánuði, og ekki er gott að sjá fyrir áhrif áframhaldandi styrkingar á ferðamannastrauminn. Það er ólíklegt að ferðamönnum fjölgi áfram um fjórðung á hverju ári ef gjaldmiðilinn styrkist til muna. Núverandi ríkisstjórn, í góðu samstarfi við Seðlabankann, hefur haldið vel á spöðunum í efnahagsmálum. Þar hafa utanaðkomandi aðstæður vissulega hjálpað til, svo sem íslenska ferðamannavorið og fiskveiðarnar. Útkoman í samningum ríkisins við kröfuhafa spilar þó stærstu rulluna. Ísland er nú í hópi þeirra ríkja veraldar, sem búa við minnsta skuldabyrði, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Það er af sem áður var. Í þessu samhengi eru dylgjur á Alþingi um að forsætisráðherra hafi leikið tveim skjöldum í þessum viðræðum í besta falli hjákátlegar, og í versta falli sjúkdómseinkenni á fárveikri pólitískri umræðu. Fjármálaráðherra lauk ræðu sinni með orðunum „Thank you, and goodbye“, og vísaði í lausn mála gagnvart erlendu kröfuhöfunum. Verkinu er hins vegar ekki lokið. Nú þarf skynsamlega útfærslu á afnámi gjaldeyrishaftanna. Ef rétt er haldið á spöðunum gætu skilnaðarorðin til Bjarna, ef til kæmi að hann léti af embætti fjármálaráðherra við næstu kosningar, orðið: „Thank you, goodbye and well done.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar