Fjármálaráðherra segir best að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir sín mál Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2016 12:11 Vísir Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af erlendum eignum eiginkonu forsætisráðherra. Hann telji eðlilegast að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir þessi mál en hann fái ekki séð að lög og reglur hafi verið brotnar að hálfu eiginkonunnar. Alþingi samþykkti í gær þingsályktun sem þingmenn allra flokka stóðu að um siðareglur þingmanna. Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sagði bagalegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra væri ekki til svara í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þess í stað spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins út í fjármál forsætisráðherrans og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, í ljósi þessara reglna og að hann færi með haftamálin innan ríkisstjórnarinnar. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál. Þá spurði Óttarr hvort fjármálaráðherra hefði vitað að eiginkona forsætisráðherra væri erlendur kröfuhafi og hvort hann teldi aðástæða hefði verið til að láta þig og þjóð vita af því. Fjármálaraðherra sagði mikilvægt að Alþingi skuli hafa afgreitt siðareglurnar í mikilli samstöðu í gær. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að eiginkona forsætisráðherra hafi veriðí hópi erlendra kröfuhafa á bankanna. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finst að forsætisráðherra verði sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessu máli var fyrir komið,“ sagði Bjarni. Á endanum hlytu þessi mál að verða mæld út frá þeim lögum og reglum sem giltu í landinu. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni. Það er ekki gott að vera settur í þá stöðu að taka upp mál og svara fyrir það sem aðrir eru auðvitað lang bestir í að svara fyrir. Og ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra mun gera ef eftir því er leitað og eins og háttvirtur þingmaður sagði, það hefði verið lang best að hafa hann sjálfan hér,“ sagði Bjarni. Forsætisráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartíma fyrr í vikunni og legið fyrir að hann gæti ekki verið viðstaddur fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af erlendum eignum eiginkonu forsætisráðherra. Hann telji eðlilegast að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir þessi mál en hann fái ekki séð að lög og reglur hafi verið brotnar að hálfu eiginkonunnar. Alþingi samþykkti í gær þingsályktun sem þingmenn allra flokka stóðu að um siðareglur þingmanna. Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sagði bagalegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra væri ekki til svara í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þess í stað spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins út í fjármál forsætisráðherrans og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, í ljósi þessara reglna og að hann færi með haftamálin innan ríkisstjórnarinnar. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál. Þá spurði Óttarr hvort fjármálaráðherra hefði vitað að eiginkona forsætisráðherra væri erlendur kröfuhafi og hvort hann teldi aðástæða hefði verið til að láta þig og þjóð vita af því. Fjármálaraðherra sagði mikilvægt að Alþingi skuli hafa afgreitt siðareglurnar í mikilli samstöðu í gær. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að eiginkona forsætisráðherra hafi veriðí hópi erlendra kröfuhafa á bankanna. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finst að forsætisráðherra verði sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessu máli var fyrir komið,“ sagði Bjarni. Á endanum hlytu þessi mál að verða mæld út frá þeim lögum og reglum sem giltu í landinu. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni. Það er ekki gott að vera settur í þá stöðu að taka upp mál og svara fyrir það sem aðrir eru auðvitað lang bestir í að svara fyrir. Og ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra mun gera ef eftir því er leitað og eins og háttvirtur þingmaður sagði, það hefði verið lang best að hafa hann sjálfan hér,“ sagði Bjarni. Forsætisráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartíma fyrr í vikunni og legið fyrir að hann gæti ekki verið viðstaddur fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira