Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2016 13:38 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, á félagið Wintris Inc. sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjum. vísir/Valli Félagið Wintris Inc. sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, lýsti um 500 milljóna króna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Um að ræða tvær kröfur upp á tæpar 174 milljónir króna í slitabú Landsbankans og þrjár kröfur í slitabú Kaupþings. Þær kröfur hljóða upp á 43.195.450 krónur, 43.456.402 krónur og 134.134.079. Kröfurnar þrjár í slitabú Kaupþings nema því rúmlega 220 milljónum króna. Þá er félagið jafnframt með kröfu í slitabú Glitnis upp á eina milljón svissneskra franka en sé miðað við gengi gjaldmiðla daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008, nemur krafan 100 milljónum íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hversu mikið, ef eitthvað, fékkst greitt upp í kröfur félagsins en Vísir hefur óskað eftir upplýsingum varðandi það. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Félagið heldur utan um fjölskylduarf hennar en Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005. Fjölskylduarfur Önnu er þaðan kominn. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum en er í fjárstýringu hjá útibúi Credit Suisse í Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá Jóhannes Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka.Uppfært klukkan 14.20: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að kröfur Wintris hafi hljóðað upp á 400 milljónir króna. Þá lágu ekki fyrir upplýsingar um kröfur í slitabú Glitnis en fréttin hefur nú verið uppfærð í samræmi við upplýsingar sem bárust um það. Panama-skjölin Tengdar fréttir Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Félagið Wintris Inc. sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, lýsti um 500 milljóna króna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Um að ræða tvær kröfur upp á tæpar 174 milljónir króna í slitabú Landsbankans og þrjár kröfur í slitabú Kaupþings. Þær kröfur hljóða upp á 43.195.450 krónur, 43.456.402 krónur og 134.134.079. Kröfurnar þrjár í slitabú Kaupþings nema því rúmlega 220 milljónum króna. Þá er félagið jafnframt með kröfu í slitabú Glitnis upp á eina milljón svissneskra franka en sé miðað við gengi gjaldmiðla daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008, nemur krafan 100 milljónum íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hversu mikið, ef eitthvað, fékkst greitt upp í kröfur félagsins en Vísir hefur óskað eftir upplýsingum varðandi það. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Félagið heldur utan um fjölskylduarf hennar en Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005. Fjölskylduarfur Önnu er þaðan kominn. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum en er í fjárstýringu hjá útibúi Credit Suisse í Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá Jóhannes Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka.Uppfært klukkan 14.20: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að kröfur Wintris hafi hljóðað upp á 400 milljónir króna. Þá lágu ekki fyrir upplýsingar um kröfur í slitabú Glitnis en fréttin hefur nú verið uppfærð í samræmi við upplýsingar sem bárust um það.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48