Rakel hefur haft í nógu að snúast frá því hún hóf nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands en hún starfar sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour.

Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund voru þeir fyrstu sem stofnuðu íslenska letursmiðju sem ber nafnið Or type og leit dagsins ljós árið 2013. Frá og með þeim tíma hafa vinsældir leturgerðar á Íslandi aukist til muna og fleiri íslensk letur litið dagsins ljós.

Rakel leggur mikla áherslu á að sýna hvernig hægt sé að nota letrið á ýmsan hátt, hún hefur til dæmis opnað Instagram-síðu (@silktype) þar sem fólk getur fylgst með hönnunarferlinu og séð hvernig hægt er að nota letrið á mismunandi hátt.
„Ég hef alls engan áhuga á að einangra mig og verkin mín, mér finnst mjög gaman að sýna það sem ég er að gera og fá viðbrögð frá fólki í kringum mig. Instagram er ótrúlega góður vettvangur til að sýna letrið og vinnuna í kringum það. Það myndast líka einhvers konar samfélög inni á Instagram þar sem fólk er að skoða hjá öðrum og skiptast á kommentum.“

Fólk hefur oft velt því fyrir sér hvort tákn í samskiptum geti valdið misskilningi en er það raunin?
„Það sem ég fjalla um í lokaritgerðinni minni er hversu margt sameiginlegt emoji-tákn eiga með líkamstjáningu í samskiptum fólks og hvernig þau bæta stafræn samskipti og gera þau persónulegri á allan hátt. Emoji eru orðin órjúfanlegur hluti rafrænna samskipta. Táknin geta hjálpað fólki að tjá tilfinningar sínar og hafa óræða merkingu og það sama á við um líkamstjáningu okkar,“ segir Rakel.