Déjà vu í ríkisbanka Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2016 23:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um sölu Landsbankans – ríkisbankans á Borgun. Bankinn ákvað að selja hlut sinn í lokuðu ferli í stað opins eins og eðlilegast hefði verið að gera. Rök stjórnenda ríkisbankans fyrir verklaginu eru ófullnægjandi að mati Bankasýslunnar – halda ekki vatni eins og einhver sagði. Framganga ríkisbankans hefur sannfært mig um nauðsyn þess að setja í lög eða reglur að öll fyrirtæki, allar eignir ríkisins, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja skuli selja fyrir opnum tjöldum þar sem allir standa jafnfætis. Vissulega geta komið upp aðstæður þar sem það er réttlætanlegt að beita öðrum aðferðum, en það er undantekning, ekki meginregla. Fyrir undirritaðan er Borgunar-salan því miður endurtekið efni – déjà vu. Árið 2010 fór ríkisbankinn fram með svipuðum hætti þegar hann seldi Vestia-fyrirtækin. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í ríkisbankanum og í lögum segir meðal annars: „Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma?…“ Þar segir líka að tryggja beri gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og að tryggja eigi virka upplýsingamiðlun til almennings. Bankasýslan á einnig að hafa eftirlit með eigendastefnu. Í eigendastefnu segir: „Fjármálafyrirtæki skulu koma sér upp innri verkferlum um lykilþætti í starfsemi sinni, svo sem endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja, úrlausn skuldavanda einstaklinga, sölu eigna o.fl. Mikilvægt er að slíkir ferlar séu skilvirkir og gagnsæir og birtir á heimasíðum fyrirtækjanna.“ Skýrara verður það ekki en hvernig er framkvæmdin á sölu fyrirtækja í eigu bankans? Í bréfi Landsbankans til Bankasýslunnar vegna Borgunarmálsins er upplýst að opið söluferli er ekki regla þegar fyrirtæki í eigu bankans eru seld. Spurningin sem kemur upp í huga flestra er hvernig getur þetta gerst? Hvar er eftirlitið? Svarið er að við erum með mikið eftirlit og í hlut á ríkisbanki. Við erum með eitt umfangsmesta fjármálaeftirlit á byggðu bóli, sérstaka stofnun um eignarhlut ríkisins og markaða eigendastefnu ríkisins. Strangar reglur um fjármálafyrirtæki, sérstök próf fyrir þá einstaklinga sem sitja í bankaráðum, sérstök valnefnd velur ráðsmenn þannig að stjórnmálamenn koma hvergi nærri. Og af hverju er þá svona erfitt að fara eftir lögum og eðlilegum verklagsreglum? Af hverju er ekki selt í opnu ferli og tryggt að allir sitji við sama borð? Mér hefur gengið illa að fá svör við þessum spurningum. Déjà vu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um sölu Landsbankans – ríkisbankans á Borgun. Bankinn ákvað að selja hlut sinn í lokuðu ferli í stað opins eins og eðlilegast hefði verið að gera. Rök stjórnenda ríkisbankans fyrir verklaginu eru ófullnægjandi að mati Bankasýslunnar – halda ekki vatni eins og einhver sagði. Framganga ríkisbankans hefur sannfært mig um nauðsyn þess að setja í lög eða reglur að öll fyrirtæki, allar eignir ríkisins, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja skuli selja fyrir opnum tjöldum þar sem allir standa jafnfætis. Vissulega geta komið upp aðstæður þar sem það er réttlætanlegt að beita öðrum aðferðum, en það er undantekning, ekki meginregla. Fyrir undirritaðan er Borgunar-salan því miður endurtekið efni – déjà vu. Árið 2010 fór ríkisbankinn fram með svipuðum hætti þegar hann seldi Vestia-fyrirtækin. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í ríkisbankanum og í lögum segir meðal annars: „Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma?…“ Þar segir líka að tryggja beri gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og að tryggja eigi virka upplýsingamiðlun til almennings. Bankasýslan á einnig að hafa eftirlit með eigendastefnu. Í eigendastefnu segir: „Fjármálafyrirtæki skulu koma sér upp innri verkferlum um lykilþætti í starfsemi sinni, svo sem endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja, úrlausn skuldavanda einstaklinga, sölu eigna o.fl. Mikilvægt er að slíkir ferlar séu skilvirkir og gagnsæir og birtir á heimasíðum fyrirtækjanna.“ Skýrara verður það ekki en hvernig er framkvæmdin á sölu fyrirtækja í eigu bankans? Í bréfi Landsbankans til Bankasýslunnar vegna Borgunarmálsins er upplýst að opið söluferli er ekki regla þegar fyrirtæki í eigu bankans eru seld. Spurningin sem kemur upp í huga flestra er hvernig getur þetta gerst? Hvar er eftirlitið? Svarið er að við erum með mikið eftirlit og í hlut á ríkisbanki. Við erum með eitt umfangsmesta fjármálaeftirlit á byggðu bóli, sérstaka stofnun um eignarhlut ríkisins og markaða eigendastefnu ríkisins. Strangar reglur um fjármálafyrirtæki, sérstök próf fyrir þá einstaklinga sem sitja í bankaráðum, sérstök valnefnd velur ráðsmenn þannig að stjórnmálamenn koma hvergi nærri. Og af hverju er þá svona erfitt að fara eftir lögum og eðlilegum verklagsreglum? Af hverju er ekki selt í opnu ferli og tryggt að allir sitji við sama borð? Mér hefur gengið illa að fá svör við þessum spurningum. Déjà vu!
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun