Vigdís segir fyrstu kynslóð Vestur-Íslendinga hafa þjáðst af heimþrá Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2016 19:02 „Þögul leiftur," - ljósmyndasýning úr sögu Íslendinga sem héldu vestur um haf til að hefja nýtt líf á seinni hluta nítjándu aldar, var formlega opnuð í Hörpu í dag. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir heimþrána leggjast þungt á fyrstu kynslóð allra landnema. Karlakórinn Heimir í Skagafirði söng í tilefni sýningarinnar Þögul leiftur sem var opnuð í samstarfi Vesturfarasetursins og Hörpu í nýju sýningarrými í Hörpu í dag. Þar má finna 400 ljósmyndir af íslenskum landnemum í Kanada frá árunum 1870 til 1910 með textaskýringum. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu lýsti því hvernig berar sléttur Winnipeg hefðu tekið við fyrstu hópum Íslendinga og kuldinn og pestirnar leikið þá grátt og kostað marga lífið. En fyrstu tveir hóparnir hafi ekki kunnað að byggja bjálkahús að hætti Kanadamanna. „Svo kemur þriðja haustið og hvað er það fyrsta sem þeim finnst að þeir þurfi að gera þegar þeir eru loksins búnir að læra að byggja hús og ekki ofsóttir af drepsóttum? Þeir kaupa sér prentsmiðju og byrja að rífast í blöðum Íslendingar flytja alltaf sérkenni sín með sér. Það er einn af fjölmörgum kostum við okkur og það sem við erum að fara að sjá á þessari sýningu er auðvitað að nokkru leyti þetta sama. Að varðveita sögu sína. Þetta eru þögul leiftur frá sögu Íslendinga á þessum slóðum sem eru ógleymanleg. Sem varðveita líka stór og merkileg leiftur úr sögu Íslands,“ sagði Halldór. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir eitt einkenna allar fyrstu kynslóðir landnema öðru fremur „Þeir hafa haft alveg gríðarleg mikla heimþrá. Það er enginn vafi á því og þeir hafa vaknað og hugsað: Mikið sakna ég fjallanna heima,“ segir Vigdís. Hún segir Ísland enn lifa góðu lífi í hjarta Vestur Íslendinga og rifjar upp atvik úr opinberri heimsókn sinni til Winnipeg. „Og þá tók ég eftir því einu sinni að það vantað unga fólkið og ég spurði hvar er unga fólkið? Þá sögðu þeir sem voru á þessum fundi að það treysti sér ekki til að koma vegna þess að það kann ekki lengur íslensku. Þá gat ég komið þeim skilaboðum áfram að það væri alls ekki hægt að vænta þess að þriðja kynslóð kunni gamla málið. Á næsta stað var allt fullt af ungu fólki,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir sem var mjög hrifin af sýningunni. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Þögul leiftur," - ljósmyndasýning úr sögu Íslendinga sem héldu vestur um haf til að hefja nýtt líf á seinni hluta nítjándu aldar, var formlega opnuð í Hörpu í dag. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir heimþrána leggjast þungt á fyrstu kynslóð allra landnema. Karlakórinn Heimir í Skagafirði söng í tilefni sýningarinnar Þögul leiftur sem var opnuð í samstarfi Vesturfarasetursins og Hörpu í nýju sýningarrými í Hörpu í dag. Þar má finna 400 ljósmyndir af íslenskum landnemum í Kanada frá árunum 1870 til 1910 með textaskýringum. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu lýsti því hvernig berar sléttur Winnipeg hefðu tekið við fyrstu hópum Íslendinga og kuldinn og pestirnar leikið þá grátt og kostað marga lífið. En fyrstu tveir hóparnir hafi ekki kunnað að byggja bjálkahús að hætti Kanadamanna. „Svo kemur þriðja haustið og hvað er það fyrsta sem þeim finnst að þeir þurfi að gera þegar þeir eru loksins búnir að læra að byggja hús og ekki ofsóttir af drepsóttum? Þeir kaupa sér prentsmiðju og byrja að rífast í blöðum Íslendingar flytja alltaf sérkenni sín með sér. Það er einn af fjölmörgum kostum við okkur og það sem við erum að fara að sjá á þessari sýningu er auðvitað að nokkru leyti þetta sama. Að varðveita sögu sína. Þetta eru þögul leiftur frá sögu Íslendinga á þessum slóðum sem eru ógleymanleg. Sem varðveita líka stór og merkileg leiftur úr sögu Íslands,“ sagði Halldór. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir eitt einkenna allar fyrstu kynslóðir landnema öðru fremur „Þeir hafa haft alveg gríðarleg mikla heimþrá. Það er enginn vafi á því og þeir hafa vaknað og hugsað: Mikið sakna ég fjallanna heima,“ segir Vigdís. Hún segir Ísland enn lifa góðu lífi í hjarta Vestur Íslendinga og rifjar upp atvik úr opinberri heimsókn sinni til Winnipeg. „Og þá tók ég eftir því einu sinni að það vantað unga fólkið og ég spurði hvar er unga fólkið? Þá sögðu þeir sem voru á þessum fundi að það treysti sér ekki til að koma vegna þess að það kann ekki lengur íslensku. Þá gat ég komið þeim skilaboðum áfram að það væri alls ekki hægt að vænta þess að þriðja kynslóð kunni gamla málið. Á næsta stað var allt fullt af ungu fólki,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir sem var mjög hrifin af sýningunni.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira