Mjög slæmt veður um allt land á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2016 09:58 Það er spáð viðvarandi vatnsveðrið um helgina og nokkrum hlýindum. vísir/ernir Uppfært klukkan 10:35: Veðurstofan vekur athygli á því að spáð er mjög slæmu veðri um allt land á morgun, laugardaginn 12. mars. Í kvöld og nótt nálgast mjög kröpp og djúp lægð landið sunnan úr hafi, að því er segir í tilkynningu. Lægðinni fylgir suðaustanhvassviðri eða stormur með talsverðri slyddu eða rigningu í nótt og fyrramálið, einkum suðaustanlands. Síðan snýst í suðvestanstorm eða rok með éljagangi, jafnvel ofsaveðri norðvestan til. Vegfarendur eru beðnir um að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega á morgun. Veðurstofan varar við suðaustan stormi í nótt og í fyrramálið en suðvestan stormi eftir hádegi á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að hvöss suðvestanáttin sé enn við völd enn sem komið er og að búast megi við hryðjuveðri víða á sunnan og vestanverðu landinu fram eftir degi, en heldur hægari vindi og bjartviðri á Austurlandi og Austfjörðum. Þá lægir aðeins í kvöld en undir kvöld fer að blása af suðaustri og þá hlýnar lítillega einkum syðst á landinu. Í nótt er síðan spáð suðaustan hvassviðri eða stormi með slydduéljum og síðan éljum. Átökin í veðrinu halda síðan áfram fram á sunnudag þegar því er spáð að hlýni mikið og snúist enn og aftur til suðaustanáttar. Þá er búist við að hlýindunum fylgi talsverð rigning og afrennsli og því sé vissara að fylgjast með niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir þar sem vatnsveðrið verður viðvarandi um helgina. Veðurhorfur á landinu:Suðvestan 13-20 metrar á sekúndu og él en 10-18 metrar og þurrt að kalla norðaustanlands. Kólnandi veður. Lægir og dregur heldur úr éljum síðdegis en snýst í suðaustan 8-15 metra á sekúndu með slyddu og síðan rigningu sunnan og suðaustantil í kvöld.Suðaustan 15-23 metrar á sekúndu og rigning í nótt og fyrramálið en snýst í suðvestan 15-25 metra á sekúndu með éljum síðdegis á morgun, hvassast vestanlands en þurrt að kalla á Norðurlandi. Dregur úr vindi sunnan til undir kvöld á morgun. Hiti um frostmark en hlýnar í nótt. Kólnar aftur seint á morgun.Á sunnudag:Sunnan 15-23 metrar á sekúndu með talsverðri eða mikilli rigningu og hlýindum, en áfram þurrt að kalla norðaustan til. Hiti 4 til 10 stig.Á mánudag:Sunnan hvassviðri en heldur hægari norðvestantil. Rigning sunnan og suðaustanlands en þurrt að mestu annars staðar. Bætir í úrkomu um kvöldið. Milt í veðri.Á þriðjudag:Sunnan strekkingur en snýst í suðvestanátt síðdegis, fyrst vestantil. Rigning sunnan - og suðaustanlands en slydda vestantil og bjartviðri norðaustanlands. Hiti 1 til 4 stig austast, en annars um frostmark.Á miðvikudag:Fremur hæg suðlæg átt, ksýjað með köflum og úrkoma vesatantil en léttir til þegar líður á daginn. Kólnandi veður.Á fimmtudag:Útlit fyrir suðlæga átt og milt veður. Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Uppfært klukkan 10:35: Veðurstofan vekur athygli á því að spáð er mjög slæmu veðri um allt land á morgun, laugardaginn 12. mars. Í kvöld og nótt nálgast mjög kröpp og djúp lægð landið sunnan úr hafi, að því er segir í tilkynningu. Lægðinni fylgir suðaustanhvassviðri eða stormur með talsverðri slyddu eða rigningu í nótt og fyrramálið, einkum suðaustanlands. Síðan snýst í suðvestanstorm eða rok með éljagangi, jafnvel ofsaveðri norðvestan til. Vegfarendur eru beðnir um að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega á morgun. Veðurstofan varar við suðaustan stormi í nótt og í fyrramálið en suðvestan stormi eftir hádegi á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að hvöss suðvestanáttin sé enn við völd enn sem komið er og að búast megi við hryðjuveðri víða á sunnan og vestanverðu landinu fram eftir degi, en heldur hægari vindi og bjartviðri á Austurlandi og Austfjörðum. Þá lægir aðeins í kvöld en undir kvöld fer að blása af suðaustri og þá hlýnar lítillega einkum syðst á landinu. Í nótt er síðan spáð suðaustan hvassviðri eða stormi með slydduéljum og síðan éljum. Átökin í veðrinu halda síðan áfram fram á sunnudag þegar því er spáð að hlýni mikið og snúist enn og aftur til suðaustanáttar. Þá er búist við að hlýindunum fylgi talsverð rigning og afrennsli og því sé vissara að fylgjast með niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir þar sem vatnsveðrið verður viðvarandi um helgina. Veðurhorfur á landinu:Suðvestan 13-20 metrar á sekúndu og él en 10-18 metrar og þurrt að kalla norðaustanlands. Kólnandi veður. Lægir og dregur heldur úr éljum síðdegis en snýst í suðaustan 8-15 metra á sekúndu með slyddu og síðan rigningu sunnan og suðaustantil í kvöld.Suðaustan 15-23 metrar á sekúndu og rigning í nótt og fyrramálið en snýst í suðvestan 15-25 metra á sekúndu með éljum síðdegis á morgun, hvassast vestanlands en þurrt að kalla á Norðurlandi. Dregur úr vindi sunnan til undir kvöld á morgun. Hiti um frostmark en hlýnar í nótt. Kólnar aftur seint á morgun.Á sunnudag:Sunnan 15-23 metrar á sekúndu með talsverðri eða mikilli rigningu og hlýindum, en áfram þurrt að kalla norðaustan til. Hiti 4 til 10 stig.Á mánudag:Sunnan hvassviðri en heldur hægari norðvestantil. Rigning sunnan og suðaustanlands en þurrt að mestu annars staðar. Bætir í úrkomu um kvöldið. Milt í veðri.Á þriðjudag:Sunnan strekkingur en snýst í suðvestanátt síðdegis, fyrst vestantil. Rigning sunnan - og suðaustanlands en slydda vestantil og bjartviðri norðaustanlands. Hiti 1 til 4 stig austast, en annars um frostmark.Á miðvikudag:Fremur hæg suðlæg átt, ksýjað með köflum og úrkoma vesatantil en léttir til þegar líður á daginn. Kólnandi veður.Á fimmtudag:Útlit fyrir suðlæga átt og milt veður.
Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira