Ástralar völdu sinn fulltrúa í Eurovision í síðustu viku en fyrirkomulag þeirra er með þeim hætti að flytjandinn sjálfur velur hvaða lag verður flutt í keppninni sjálfri. Dami Im birti sýnishorn úr lagi sínu í gær og hafa Eurovision-spekingar þegar spáð því góðu gengi.
Welcome to #TheFeedSBS @damiandmusic - Sound Of Silence is already stuck in our heads :o) https://t.co/M8pQswJ9xg
— The Feed SBS (@TheFeedSBS) March 10, 2016
Keppnin verður þó ekki haldin í Eyjaálfu, fari svo að Ástralar fari með sigur af hólmi. Ástralska ríkissjónvarpinu yrði þá úthlutaður samstarfsaðili í Evrópu og keppnin haldin í einhverju Evrópulandinu.
Dami Im er afar vinsæl í Ástralíu en hún skaust fram á sjónarsviðið eftir þátttöku sína í X-Factor árið 2013.