Leik lokið: Grikkland - Ísland 2-3 | Loksins íslenskur sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2016 19:15 Birkir Már Sævarsson í leiknum í Aþenu í kvöld. Vísir/AFP Ísland vann loksins sigur í landsleik á alþjóðlegum leikdegi er okkar menn höfðu betur gegn Grikkjum ytra, 3-2. Grikkir komust í 2-0 forystu í fyrri hálfeik eftir tvö ódýr mörk en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn fyrir Ísland áður en flautað var til hálfleiks. Það var hans þriðja landsliðsmark í sex leikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var einn fjögurra varamanna sem kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hann lagði upp bæði mörk Íslands í síðari hálfleik. Fyrst fyrir Sverri Inga Ingason og svo Kolbein Sigþórsson en mörkin voru bæði skoruð með skalla. Ísland spilaði á löngum köflum vel í leiknum en eins og áður reyndust einföld mistök liðinu dýr. Emil Hallfreðsson gaf vítaspyrnu um sem Kostas Fortounis skoraði úr á nítjándu mínútu en Grikkjar höfðu varla sótt að neinu ráði í leiknum fram að því. Heimamenn náðu hins vegar betri tökum á leiknum eftir það og á 31. mínútu skoraði Fortounis öðru sinni eftir mistök Sverris Inga, sem náði ekki að hreinsa boltann úr teignum. Strákarnir vöknuðu skyndilega til lífsins. Arnór Ingvi fékk færi til að minnka muninn stuttu eftir síðara mark Grikkja en skaut yfir. Hann bætti fyrir það á 34. mínútu er hann nýtti sér slæman varnarleik heimamanna og minnkaði muninn. Arnór Ingvi var svo óheppinn að skora ekki öðru sinni áður en fyrri hálfleikur var flautaður af en fast skot hans hafnaði í slánni. Keflvíkingurinn öflugi var einn þeirra sem var tekinn af velli en innkoma Gylfa Þórs átti eftir að breyta miklu. Birkir Bjarnason, Theodór Elmar Bjarnason og Kolbeinn komu einnig inn á og höfðu einnig góð áhrif á leikinn. Ísland spilaði mun betur en Grikkland í síðari hálfleik og strákarnir voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Jón Daði Böðvarsson og Jóhann Berg Guðmundsson, sem var góður í kvöld, fengu færi til þess en allt kom fyrir ekki. Það þurfti föst leikatriði og hnitmiðaðar sendingar Gylfa til að búa til mörkin og það fyrra kom úr aukaspyrnu sem Sverrir Ingi afgreiddi í markið með góðum skalla. Það síðara kom eftir hornspyrnu og nú var það Kolbeinn sem skallaði boltanum í netið. Strákarnir voru heilt yfir mun öflugir í kvöld en gegn Dönum á fimmtudag og greinilegt að menn náðu að kvitta fyrir þann leik. Útlitið var dökkt í stöðunni 2-0 en Íslendingar héldu rónni og náðu hægt og rólega góðum tökum á leiknum. Þrátt fyrir að Grikkland hefur oft teflt fram sterkara liði í kvöld og það hafi sett svip sinn á leikinn hversu fáir áhorfendur voru á stórum leikvangi Olympiakos í kvöld verður að hrósa íslenska liðinu fyrir að koma til baka úr erfiðri stöðu og vinna langþráðan sigur. Miðverðirnir Sverrir Ingi og Hjörtur fengu tækifærið í kvöld og komust báðir mjög vel inn í leikinn eftir nokkuð slæma byrjun. Sverrir Ingi gaf mark og Hjörtur var einu sinni gripinn í bólinu þegar Grikkir komust í færi í fyrri hálfleik. Þeir skiluðu þó mjög góðu verki í síðari hálfleik og gaman að sjá Sverri Inga bæta fyrir mistökin með marki. Arnór Ingvi sýndi að þar er kominn góður kostur inn á miðju íslenska liðsins og miðað við frammistöðu hans í æfingaleikjum vetrarins verður að teljast líklegt að hann fari með á EM í sumar. Jóhann Berg átti sem fyrr segir góðan leik og Ari Freyr Skúlason sýndi sömuleiðis mikilvægi sitt í bakvarðastöðunni. Jón Daði og Viðar Kjartansson áttu erfitt uppdráttar framan af en Kolbeinn nýtti sínar mínútur vel og skoraði sigurmarkið - hans nítjánda landsliðsmark á ferlinum. Næsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Ósló í lok maí. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Ísland vann loksins sigur í landsleik á alþjóðlegum leikdegi er okkar menn höfðu betur gegn Grikkjum ytra, 3-2. Grikkir komust í 2-0 forystu í fyrri hálfeik eftir tvö ódýr mörk en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn fyrir Ísland áður en flautað var til hálfleiks. Það var hans þriðja landsliðsmark í sex leikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var einn fjögurra varamanna sem kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hann lagði upp bæði mörk Íslands í síðari hálfleik. Fyrst fyrir Sverri Inga Ingason og svo Kolbein Sigþórsson en mörkin voru bæði skoruð með skalla. Ísland spilaði á löngum köflum vel í leiknum en eins og áður reyndust einföld mistök liðinu dýr. Emil Hallfreðsson gaf vítaspyrnu um sem Kostas Fortounis skoraði úr á nítjándu mínútu en Grikkjar höfðu varla sótt að neinu ráði í leiknum fram að því. Heimamenn náðu hins vegar betri tökum á leiknum eftir það og á 31. mínútu skoraði Fortounis öðru sinni eftir mistök Sverris Inga, sem náði ekki að hreinsa boltann úr teignum. Strákarnir vöknuðu skyndilega til lífsins. Arnór Ingvi fékk færi til að minnka muninn stuttu eftir síðara mark Grikkja en skaut yfir. Hann bætti fyrir það á 34. mínútu er hann nýtti sér slæman varnarleik heimamanna og minnkaði muninn. Arnór Ingvi var svo óheppinn að skora ekki öðru sinni áður en fyrri hálfleikur var flautaður af en fast skot hans hafnaði í slánni. Keflvíkingurinn öflugi var einn þeirra sem var tekinn af velli en innkoma Gylfa Þórs átti eftir að breyta miklu. Birkir Bjarnason, Theodór Elmar Bjarnason og Kolbeinn komu einnig inn á og höfðu einnig góð áhrif á leikinn. Ísland spilaði mun betur en Grikkland í síðari hálfleik og strákarnir voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Jón Daði Böðvarsson og Jóhann Berg Guðmundsson, sem var góður í kvöld, fengu færi til þess en allt kom fyrir ekki. Það þurfti föst leikatriði og hnitmiðaðar sendingar Gylfa til að búa til mörkin og það fyrra kom úr aukaspyrnu sem Sverrir Ingi afgreiddi í markið með góðum skalla. Það síðara kom eftir hornspyrnu og nú var það Kolbeinn sem skallaði boltanum í netið. Strákarnir voru heilt yfir mun öflugir í kvöld en gegn Dönum á fimmtudag og greinilegt að menn náðu að kvitta fyrir þann leik. Útlitið var dökkt í stöðunni 2-0 en Íslendingar héldu rónni og náðu hægt og rólega góðum tökum á leiknum. Þrátt fyrir að Grikkland hefur oft teflt fram sterkara liði í kvöld og það hafi sett svip sinn á leikinn hversu fáir áhorfendur voru á stórum leikvangi Olympiakos í kvöld verður að hrósa íslenska liðinu fyrir að koma til baka úr erfiðri stöðu og vinna langþráðan sigur. Miðverðirnir Sverrir Ingi og Hjörtur fengu tækifærið í kvöld og komust báðir mjög vel inn í leikinn eftir nokkuð slæma byrjun. Sverrir Ingi gaf mark og Hjörtur var einu sinni gripinn í bólinu þegar Grikkir komust í færi í fyrri hálfleik. Þeir skiluðu þó mjög góðu verki í síðari hálfleik og gaman að sjá Sverri Inga bæta fyrir mistökin með marki. Arnór Ingvi sýndi að þar er kominn góður kostur inn á miðju íslenska liðsins og miðað við frammistöðu hans í æfingaleikjum vetrarins verður að teljast líklegt að hann fari með á EM í sumar. Jóhann Berg átti sem fyrr segir góðan leik og Ari Freyr Skúlason sýndi sömuleiðis mikilvægi sitt í bakvarðastöðunni. Jón Daði og Viðar Kjartansson áttu erfitt uppdráttar framan af en Kolbeinn nýtti sínar mínútur vel og skoraði sigurmarkið - hans nítjánda landsliðsmark á ferlinum. Næsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Ósló í lok maí.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn