Flugi á leið til Egilsstaða snúið við vegna bilunar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2016 23:27 Bombardier Q-400 vélin þegar hún kom til landsins. Vísir/Vilhelm Flugvél Flugfélags Íslands, á leið frá Reykjavík til Egilsstaða, var snúið við og henni lent aftur í Reykjavík eftir að bilun kom upp í vökvakerfi vélarinnar.Árni GunnarssonVísir/GVAFlugvélin er af gerðinni Bombardier Q-400 og kom inn í flugflota félagsins fyrir rúmum mánuði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bilun kemur upp í henni en fyrir tveimur vikum var vélinni lent á Keflavíkurflugvelli eftir að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. Þá var vélin einnig á leið til Egilsstaða frá Reykjavík. „Það mál var annars eðlis en nú. Þetta tengist vökvakerfi vélarinnar en það var smávægilegur leki í því,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að bilunin sem kom upp sé ekki bundin við þessa tegund véla. Bilun vélarinnar hafði í för með sér röskun á flugi félagsins í kvöld og fyrirséð er að það sama verði upp á teningnum á morgun. Vélin átti að fljúga til Egilsstaða og til baka aftur og í kjölfarið túr á Akureyri. Fluginu austur var aflýst en hægt var að senda aðra vél til Akureyrar. Sú fór í loftið fyrir skemmstu. „Við bíðum eftir varahlutum til að hægt sé að gera við vélina en hún kemst væntanlega í lag á morgun. Það verður einhver röskun á morgun og við munum hafa samband við farþega vegna þessa,“ segir Árni. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Ekkert vesen á nýju vélinni Rekstur fyrstu Bombardier Q400 flugvélar Flugfélags Íslands gengur vel, að sögn framkvæmdastjórans, Árna Gunnarssonar. Fyrr í mánuðinum þurfti að lenda vélinni á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar vegna bilunar í vængbörðum en að öðru leyti segir Árni hafa gengið ágætlega. 26. mars 2016 07:00 „Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Flugvél Flugfélags Íslands, á leið frá Reykjavík til Egilsstaða, var snúið við og henni lent aftur í Reykjavík eftir að bilun kom upp í vökvakerfi vélarinnar.Árni GunnarssonVísir/GVAFlugvélin er af gerðinni Bombardier Q-400 og kom inn í flugflota félagsins fyrir rúmum mánuði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bilun kemur upp í henni en fyrir tveimur vikum var vélinni lent á Keflavíkurflugvelli eftir að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. Þá var vélin einnig á leið til Egilsstaða frá Reykjavík. „Það mál var annars eðlis en nú. Þetta tengist vökvakerfi vélarinnar en það var smávægilegur leki í því,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að bilunin sem kom upp sé ekki bundin við þessa tegund véla. Bilun vélarinnar hafði í för með sér röskun á flugi félagsins í kvöld og fyrirséð er að það sama verði upp á teningnum á morgun. Vélin átti að fljúga til Egilsstaða og til baka aftur og í kjölfarið túr á Akureyri. Fluginu austur var aflýst en hægt var að senda aðra vél til Akureyrar. Sú fór í loftið fyrir skemmstu. „Við bíðum eftir varahlutum til að hægt sé að gera við vélina en hún kemst væntanlega í lag á morgun. Það verður einhver röskun á morgun og við munum hafa samband við farþega vegna þessa,“ segir Árni.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Ekkert vesen á nýju vélinni Rekstur fyrstu Bombardier Q400 flugvélar Flugfélags Íslands gengur vel, að sögn framkvæmdastjórans, Árna Gunnarssonar. Fyrr í mánuðinum þurfti að lenda vélinni á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar vegna bilunar í vængbörðum en að öðru leyti segir Árni hafa gengið ágætlega. 26. mars 2016 07:00 „Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Ekkert vesen á nýju vélinni Rekstur fyrstu Bombardier Q400 flugvélar Flugfélags Íslands gengur vel, að sögn framkvæmdastjórans, Árna Gunnarssonar. Fyrr í mánuðinum þurfti að lenda vélinni á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar vegna bilunar í vængbörðum en að öðru leyti segir Árni hafa gengið ágætlega. 26. mars 2016 07:00
„Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21