EM 2016 er því líklega úr sögunni fyrir Butland sem meiddist á ökkla skömmu áður en Toni Kroos kom Þjóðverjum í 1-0 undir lok fyrri hálfleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í gærkvöldi.
Butland þurfti í kjölfarið að fara af velli og í hans stað kom Fraser Forster, markvörður Southampton. England vann leikinn með þremur mörkum gegn tveimur eftir að hafa lent 2-0 undir í seinni hálfleik.
Butland hefur verið einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili, sem er hans fyrsta sem aðalmarkvörður í efstu deild.
Butland hefur leikið fjóra A-landsleiki fyrir England auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.
Today's scan revealed I've fractured my ankle, absolutely devasted! I'll be doing everything I can to get back fit as soon as I can!
— Jack Butland (@JackButland_One) March 27, 2016