Brynjar vill komast að í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2016 19:00 Brynjar Guðmundsson hefur sett stefnuna á að komast að hjá liði í NFL-deildinni og telur að hann eigi góðan möguleika á því. Brynjar sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þessi 22 ára kappi er nýútskrifaður úr University of South Florida þar sem hann spilaði í fjögur ár. Hann á íslenskan föður og hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Eftir að hafa vakið athygli fyrir góða frammistöðu með miðskólaliði sínu komst hann að í sterku háskólaliði þar sem hann spilaði í fjögur ár, ávallt sem byrjunarliðsmaður. „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var tíu ára gamall og hef því verið í þessu í tíu ár,“ segir Brynjar. „Það er draumur minn að gerast atvinnumaður eins og hjá svo mörgum, sérstaklega þeim sem spila í háskóla. Þar vilja allir komast áfram.“Vísir/GettyGóð viðbrögð frá NFL-liðum Hann er sáttur við sinn háskólaferil en þó nokkrir leikmenn hafa komið úr skóla hans í NFL-deildina. Meðal þeirra má nefna Jason Pierre-Paul, leikmann New York Giants. „Það gekk á ýmsu hjá mér í háskólanum og þetta var upp og niður eins og gengur og gerist en við enduðum þetta vel og komust í Bowl Game [úrslitaleik] í Miami. Það var ein besta reynsla lífs míns.“ Brynjar telur að hann eigi góðan möguleika á því að komast í NFL-deildina. „Ég hef lagt mikið á mig til þess og tekið margar ákvarðanir í mínu lífi sem hafa tekið mið af því að komast þangað,“ segir Brynjar sem er með umboðsmann á sínum snærum. „Hann hefur rætt við liðin og ég hef fengið góð viðbrögð, sem er hvatning fyrir mig. Það er svo bara spurning hvernig ég vinn úr því.“ Nýliðavalið fyrir NFL-deildina fer fram dagana 28.-30. apríl en þó svo að Brynjar verði ekki valinn þá er ekki öll nótt úti enn. „Alls ekki. Margir fá símtal strax eftir valið og er boðið að æfa með liðunum. Það er í raun það eina sem maður vill - að fá tækifæri til að sýna sig.“Vísir/GettySterkt nafn sem passar vel Brynjar tekur undir að það sé algeng saga um sóknarlínumenn að þeir séu almennt gáfaðri en aðrir leikmenn sem spila íþróttina. „Það er vissulega steríótýpa sem er í gangi. Við skorum kannski ekki snertimörkin eða fáum boltann. En við stjórnum hraða leiksins og í hverju einasta kerfi er maður að berjast við mann sem er jafn stórt og þú. Þetta er harður slagur í hvert einasta skipti og maður þarf á sama tíma að hugsa um kerfið og það næsta. Það er því að mörgu að huga.“ Hann segist einnig hafa fengið skemmtileg viðbrögð út á sitt íslenska nafn í gegnum tíðina og er stoltur af því að vera Íslendingur. „Það hafa allir margar spurningar út af nafninu mínu. En þegar það kynnist mér finnst því að það sé sterkt nafn sem passi vel við mig,“ sagði Brynjar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. NFL Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Brynjar Guðmundsson hefur sett stefnuna á að komast að hjá liði í NFL-deildinni og telur að hann eigi góðan möguleika á því. Brynjar sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þessi 22 ára kappi er nýútskrifaður úr University of South Florida þar sem hann spilaði í fjögur ár. Hann á íslenskan föður og hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Eftir að hafa vakið athygli fyrir góða frammistöðu með miðskólaliði sínu komst hann að í sterku háskólaliði þar sem hann spilaði í fjögur ár, ávallt sem byrjunarliðsmaður. „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var tíu ára gamall og hef því verið í þessu í tíu ár,“ segir Brynjar. „Það er draumur minn að gerast atvinnumaður eins og hjá svo mörgum, sérstaklega þeim sem spila í háskóla. Þar vilja allir komast áfram.“Vísir/GettyGóð viðbrögð frá NFL-liðum Hann er sáttur við sinn háskólaferil en þó nokkrir leikmenn hafa komið úr skóla hans í NFL-deildina. Meðal þeirra má nefna Jason Pierre-Paul, leikmann New York Giants. „Það gekk á ýmsu hjá mér í háskólanum og þetta var upp og niður eins og gengur og gerist en við enduðum þetta vel og komust í Bowl Game [úrslitaleik] í Miami. Það var ein besta reynsla lífs míns.“ Brynjar telur að hann eigi góðan möguleika á því að komast í NFL-deildina. „Ég hef lagt mikið á mig til þess og tekið margar ákvarðanir í mínu lífi sem hafa tekið mið af því að komast þangað,“ segir Brynjar sem er með umboðsmann á sínum snærum. „Hann hefur rætt við liðin og ég hef fengið góð viðbrögð, sem er hvatning fyrir mig. Það er svo bara spurning hvernig ég vinn úr því.“ Nýliðavalið fyrir NFL-deildina fer fram dagana 28.-30. apríl en þó svo að Brynjar verði ekki valinn þá er ekki öll nótt úti enn. „Alls ekki. Margir fá símtal strax eftir valið og er boðið að æfa með liðunum. Það er í raun það eina sem maður vill - að fá tækifæri til að sýna sig.“Vísir/GettySterkt nafn sem passar vel Brynjar tekur undir að það sé algeng saga um sóknarlínumenn að þeir séu almennt gáfaðri en aðrir leikmenn sem spila íþróttina. „Það er vissulega steríótýpa sem er í gangi. Við skorum kannski ekki snertimörkin eða fáum boltann. En við stjórnum hraða leiksins og í hverju einasta kerfi er maður að berjast við mann sem er jafn stórt og þú. Þetta er harður slagur í hvert einasta skipti og maður þarf á sama tíma að hugsa um kerfið og það næsta. Það er því að mörgu að huga.“ Hann segist einnig hafa fengið skemmtileg viðbrögð út á sitt íslenska nafn í gegnum tíðina og er stoltur af því að vera Íslendingur. „Það hafa allir margar spurningar út af nafninu mínu. En þegar það kynnist mér finnst því að það sé sterkt nafn sem passi vel við mig,“ sagði Brynjar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
NFL Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira