Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2016 07:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í dag, hefur hér betur í baráttu við Christian Eriksen í leik Íslands og Danmerkur árið 2010. Vísir/AFP Íslenska karlalandsliðið mætir Dönum í vináttulandsleik í dag en þetta er fyrsti alvöru landsleikur EM-ársins og líka besta tækifærið í langan tíma til að vinna Dani í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Íslenska A-landsliðið í fótbolta hefur 22 sinnum mætt Dönum hjá og bestu úrslitin hingað til eru ekki til að monta sig af eða þrjú markalaus jafntefli í vináttulandsleikjum á Laugardalsvellinum og eitt 1-1 jafntefli í forkeppni Ólympíuleikanna. Átján sinnum hefur íslenska liðið þurft að sætta sig við tap fyrir gömlu „eigendunum“ og aldrei var niðurlægingin meiri en í 14-2 tapi á Idrætsparken 23. ágúst 1967. Þetta hefur gengið betur síðan þá en ekki mikið betur samt. Danir hafa unnið sex síðustu leiki sína á móti Íslandi en það eru að verða liðin fimm ár frá þeim síðasta. Markatalan í sex leikjum þjóðanna á þessari öld er eins vandræðaleg og þær gerast eða 16-1 Dönum í vil. Eina markið á þessum 540 mínútum skoraði Eyjólfur Sverrisson eftir 10 mínútna leik í fyrsta leik aldarinnar en síðan þá hafa Danir skorað sextán mörk í röð án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Sextán mörk í röð er slæmt í körfunni (stig), skelfilegt í handboltanum en hvað er hægt að segja um slíkar tölur í fótboltanum? Það er hins vegar margt sem gefur Íslendingum ástæðu til að vera bjartsýnir fyrir leikinn í Herning. Jú, þetta er í fyrsta sinn sem við mætum Dönum eftir að Lars Lagerbäck settist í skipstjórasætið og þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ísland er ofar á styrkleikalista FIFA þegar þjóðirnar mætast. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi á meðan Danir sitja heima í sumar og spila ekki næsta mótsleik fyrr en í haust. Þegar Ísland og Danmörk mættust síðast var staðan allt önnur. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum og var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið var í 116. sæti á FIFA-listanum, 89 sætum neðar en Danir og 78 sætum neðar en liðið er í dag. Það eru liðin meira en 69 ár og átta mánuðir síðan að Ísland og Danmörk mættust fyrst á fótboltavellinum sem var á Melavellinum miðvikudaginn 17. júlí 1946. Það hlýtur að vera komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani í fyrsta sinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Dönum í vináttulandsleik í dag en þetta er fyrsti alvöru landsleikur EM-ársins og líka besta tækifærið í langan tíma til að vinna Dani í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Íslenska A-landsliðið í fótbolta hefur 22 sinnum mætt Dönum hjá og bestu úrslitin hingað til eru ekki til að monta sig af eða þrjú markalaus jafntefli í vináttulandsleikjum á Laugardalsvellinum og eitt 1-1 jafntefli í forkeppni Ólympíuleikanna. Átján sinnum hefur íslenska liðið þurft að sætta sig við tap fyrir gömlu „eigendunum“ og aldrei var niðurlægingin meiri en í 14-2 tapi á Idrætsparken 23. ágúst 1967. Þetta hefur gengið betur síðan þá en ekki mikið betur samt. Danir hafa unnið sex síðustu leiki sína á móti Íslandi en það eru að verða liðin fimm ár frá þeim síðasta. Markatalan í sex leikjum þjóðanna á þessari öld er eins vandræðaleg og þær gerast eða 16-1 Dönum í vil. Eina markið á þessum 540 mínútum skoraði Eyjólfur Sverrisson eftir 10 mínútna leik í fyrsta leik aldarinnar en síðan þá hafa Danir skorað sextán mörk í röð án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Sextán mörk í röð er slæmt í körfunni (stig), skelfilegt í handboltanum en hvað er hægt að segja um slíkar tölur í fótboltanum? Það er hins vegar margt sem gefur Íslendingum ástæðu til að vera bjartsýnir fyrir leikinn í Herning. Jú, þetta er í fyrsta sinn sem við mætum Dönum eftir að Lars Lagerbäck settist í skipstjórasætið og þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ísland er ofar á styrkleikalista FIFA þegar þjóðirnar mætast. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi á meðan Danir sitja heima í sumar og spila ekki næsta mótsleik fyrr en í haust. Þegar Ísland og Danmörk mættust síðast var staðan allt önnur. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum og var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið var í 116. sæti á FIFA-listanum, 89 sætum neðar en Danir og 78 sætum neðar en liðið er í dag. Það eru liðin meira en 69 ár og átta mánuðir síðan að Ísland og Danmörk mættust fyrst á fótboltavellinum sem var á Melavellinum miðvikudaginn 17. júlí 1946. Það hlýtur að vera komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani í fyrsta sinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Sjá meira