Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2016 16:26 Börkur Birgisson sést hér yfirgefa Héraðsdóm Suðurlands fyrr í vetur. Vísir Það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar að fjölskipaður dómur Héraðsdóms Suðurlands taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða fangans Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Sigurður fannst látinn í fangaklefa sínum á Litla Hrauni í maí árið 2012 og var dómurinn kveðinn upp gegn Annþóri og Berki fyrr í dag. Báðir neituðu Annþór og Börkur sök og könnuðust hvorugur við að hafa veitt Sigurði áverka. Engin vitni voru leidd fram í málinu sem sögðu þá hafa átt hlut í máli. Upplýst var við aðalmeðferð málsins að eitt vitnanna hefði í fyrstu staðið í þeirri trú að lyf sem hann hafði gefið Sigurði hefði orðið honum að aldurtila. Sjá dóminn hér. 9 sekúndna gluggi Þá sögðu önnur vitni frá því að umrætt vitni hefði boðið mönnum samning eða varning gegn því að bera sakir á Annþór og Börk. Þá taldi dómurinn ekki útilokað að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Er þar nefndur til sögunnar í dómnum ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. 30 milljónir í málsvarnarlaun Embætti ríkissaksóknara fór fram á 12 ára fangelsisdóm yfir þeim Annþór og Berki en það er í skoðun hvort embættið muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Ríkið var dæmt til að greiða málsvarnarkostnað tvímenninganna sem nemur rúmum 30 milljónum króna. Verjendur þeirra Annþórs og Barkar sögðu við Vísi að lokinni dómsuppsögu að aldrei hefði átt að ákæra í þessu máli. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar að fjölskipaður dómur Héraðsdóms Suðurlands taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða fangans Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Sigurður fannst látinn í fangaklefa sínum á Litla Hrauni í maí árið 2012 og var dómurinn kveðinn upp gegn Annþóri og Berki fyrr í dag. Báðir neituðu Annþór og Börkur sök og könnuðust hvorugur við að hafa veitt Sigurði áverka. Engin vitni voru leidd fram í málinu sem sögðu þá hafa átt hlut í máli. Upplýst var við aðalmeðferð málsins að eitt vitnanna hefði í fyrstu staðið í þeirri trú að lyf sem hann hafði gefið Sigurði hefði orðið honum að aldurtila. Sjá dóminn hér. 9 sekúndna gluggi Þá sögðu önnur vitni frá því að umrætt vitni hefði boðið mönnum samning eða varning gegn því að bera sakir á Annþór og Börk. Þá taldi dómurinn ekki útilokað að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Er þar nefndur til sögunnar í dómnum ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. 30 milljónir í málsvarnarlaun Embætti ríkissaksóknara fór fram á 12 ára fangelsisdóm yfir þeim Annþór og Berki en það er í skoðun hvort embættið muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Ríkið var dæmt til að greiða málsvarnarkostnað tvímenninganna sem nemur rúmum 30 milljónum króna. Verjendur þeirra Annþórs og Barkar sögðu við Vísi að lokinni dómsuppsögu að aldrei hefði átt að ákæra í þessu máli.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00
Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30
Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00