Annþór og Börkur sýknaðir Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2016 15:00 Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson Vísir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Var ríkið dæmt til að greiða sakarkostnað í málinu, en málsvarnarkostnaðurinn nemur rúmum 30 milljónum króna. Fastlega má búast við að embætti ríkissaksóknari muni áfrýja málinu til Hæstaréttar. Helgi Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknari fór fram á tólf á fangelsisdóm yfir Annþóri og Berki. „Ég átti ekki von á öðru,“ sagði Sveinn Guðmundsson, annar af verjendum í þessu máli, eftir að dómur hafði verið kveðinn upp. „Niðurstaðan gat ekki orðið öðruvísi. Rannsókn málsins var mjög afleit og öll gögn bentu til þess að það gæti ekki neitt komið til greina annað en sýkna, eins og við erum að upplifa núna. En aðdragandi málsins var samt þannig að það hefði aldrei átt að vera gefin út ákæra, það er ekki spurning.“ Hólmgeir Elías Flosason, verjandi í málinu, tók undir með Sveini. „Þetta var í takt sem við bjuggumst við. Í raun og veru eina niðurstaðan sem kom til greina þar sem við göngum út frá því að menn verða ekki sakfelldir nema það séu sönnunargögn í málinu.“ Tæpar áttar vikur eru liðnar frá því að málið var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Málið var afar umfangsmikið og átti sér langa sögu. Alla jafna taka dómarar í héraði sér að hámarki fjórar vikur til að kveða upp dóm sinn en sá tími var tvöfalt lengri nú. Dóminn má lesa í heild á vef Héraðsdóms Suðurlands hér. Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma sem féllu haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Var ríkið dæmt til að greiða sakarkostnað í málinu, en málsvarnarkostnaðurinn nemur rúmum 30 milljónum króna. Fastlega má búast við að embætti ríkissaksóknari muni áfrýja málinu til Hæstaréttar. Helgi Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknari fór fram á tólf á fangelsisdóm yfir Annþóri og Berki. „Ég átti ekki von á öðru,“ sagði Sveinn Guðmundsson, annar af verjendum í þessu máli, eftir að dómur hafði verið kveðinn upp. „Niðurstaðan gat ekki orðið öðruvísi. Rannsókn málsins var mjög afleit og öll gögn bentu til þess að það gæti ekki neitt komið til greina annað en sýkna, eins og við erum að upplifa núna. En aðdragandi málsins var samt þannig að það hefði aldrei átt að vera gefin út ákæra, það er ekki spurning.“ Hólmgeir Elías Flosason, verjandi í málinu, tók undir með Sveini. „Þetta var í takt sem við bjuggumst við. Í raun og veru eina niðurstaðan sem kom til greina þar sem við göngum út frá því að menn verða ekki sakfelldir nema það séu sönnunargögn í málinu.“ Tæpar áttar vikur eru liðnar frá því að málið var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Málið var afar umfangsmikið og átti sér langa sögu. Alla jafna taka dómarar í héraði sér að hámarki fjórar vikur til að kveða upp dóm sinn en sá tími var tvöfalt lengri nú. Dóminn má lesa í heild á vef Héraðsdóms Suðurlands hér. Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma sem féllu haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00
Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30
Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05