Kalt verður í veðri um páskana, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands, eftir nokkuð gott veður víða um land undanfarna daga.
Á morgun, skírdag, verður hiti núll til fimm stig, rigning eða slydda um landið sunnanvert en slydda eða snjókoma norðan- og austantil um kvöldið.
Hiti verður um og yfir frostmarki á föstudaginn langa, él norðantil á landinu en rigning eða slydda um tíma sunnanlands. Norðaustlæg átt, átta til fimmtán metrar á sekúndu, en heldur hvassara norðvestantil síðdegis.
Um helgina verður norðanátt, él og kalt í veðri. Léttara og bjartara verður um landið sunnanvert, og hiti þar núll til fimm stig, en víða verður núll til fimm stiga frost.
Kólnar í veðri um páskana

Tengdar fréttir

Páskaveðrið: Má búast við vetrarfærð yfir helgina
Viðrar vel til ferðalaga framan af vikunni.

Farfuglarnir streyma til landsins: Lóurnar ættu að ná til landsins fyrir páska
Undanfarið hefur verið vor í lofti og farfuglarnir notað blíðuna og streymt til landsins.

Vorblómin tekin að springa út en gæti brugðið til beggja vona eftir helgi
Annað hvort fáum við stífa norðanátt með éljum eða þá áframhaldandi sunnanátt og hlýindi.