Fótbolti

Megum ekki leyfa hryðjuverkamönnunum að vinna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Coleman á æfingu með velska landsliðinu.
Coleman á æfingu með velska landsliðinu. vísir/getty
Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, segir að menn eigi ekki einu sinni að íhuga það að fresta EM í Frakklandi þrátt fyrir hryðjuverkaárásirnar síðustu mánuði.

Meira en 30 manns létu lífið í hryðjuverkaárásunum í Brussel í gær.

„Það vilja allir að EM fari fram og við eigum að sjá til þess að mótið fari fram. Við megum ekki leyfa þessum hryðjuverkamönnum að vinna,“ sagði Coleman.

„Þeir vilja að við læsum okkur inni allan daginn. Það má ekki gerast. Það er erfitt að gera eitthvað í því ef einhver vill sprengja sig í loft upp. Það verður alltaf efi í huga margra og hræðsla. Fólk biður og vonar að þetta verði í lagi og við eigum að fara til Frakklands og njóta mótsins.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×