Sjúkraliðar bíða fram yfir páska Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. mars 2016 07:00 Hefð er fyrir því að slá upp vöfflukaffi þegar skrifað er undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Tilefni gafst til slíkra veitinga á aðfararnótt mánudags þegar félög BHM sömdu við sveitarfélög landsins. vísir/Anton „Það hefur enginn fundur verið haldinn síðan við tilkynntum um verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ), um stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjúkraliðar samþykktu boðun verkfalls um miðjan mánuðinn. „Ríkissáttasemjari ákvað að ekki væri ástæða til að vera með fund fyrr en hálfum mánuði síðar, sem er 30. mars, rétt eftir páskana,“ segir Kristín. Nýundirritaður samningur sveitarfélaganna við BHM hafi engu breytt um það. „Það hefur ekkert heyrst í þeim.“ Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir stöðuna óbreytta í viðræðum félagsins við sveitarfélögin, viðræður standi yfir. Þá séu hjúkrunarfræðingar að svo stöddu ekkert farnir að velta fyrir sér hugsanlegum aðgerðum til að þrýsta á um samning.Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands„Ætli það fari ekki að ganga hraðar núna en verið hefur hingað til,“ segir Ólafur, línur séu að skýrast í viðræðunum. „Hægt og rólega er þetta að koma.“ Samningar sem náðust á milli samninganefnda sveitarfélaganna og níu félaga Bandalags háskólamanna (BHM)og skrifað var undir á mánudagsmorgun sýna þó að skjótt getur skipast veður í lofti í viðræðunum. Fram undir síðustu viku var fremur þungt hljóð í fólki hjá BHM og rætt um að skoða aðgerðir vegna þess að kjaraviðræðurnar hefðu dregist úr hömlu. Þá sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, „hæfilega bjartsýn“ á framhaldið um miðja síðustu viku, en sagði viðræður þó þokast áfram.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaPáll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir hlutina svo hafa smollið aðfaranótt mánudags. Félög BHM sem semja við sveitarfélögin eru Dýralæknafélag Íslands, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands. Nýr samningur verður nú kynntur félagsmönnum og kosið um hann, en fram kemur á vef BHM að tilkynna þurfi niðurstöðu kosninga um samninginn ekki síðar en fimmta apríl næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars. Kjaramál Tengdar fréttir Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á vegum sveitarfélaga landsins raskast í byrjun apríl komi til verkfalls sjúkraliða. Verkfall samþykkt með 97 prósentum atkvæða. 15. mars 2016 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það hefur enginn fundur verið haldinn síðan við tilkynntum um verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ), um stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjúkraliðar samþykktu boðun verkfalls um miðjan mánuðinn. „Ríkissáttasemjari ákvað að ekki væri ástæða til að vera með fund fyrr en hálfum mánuði síðar, sem er 30. mars, rétt eftir páskana,“ segir Kristín. Nýundirritaður samningur sveitarfélaganna við BHM hafi engu breytt um það. „Það hefur ekkert heyrst í þeim.“ Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir stöðuna óbreytta í viðræðum félagsins við sveitarfélögin, viðræður standi yfir. Þá séu hjúkrunarfræðingar að svo stöddu ekkert farnir að velta fyrir sér hugsanlegum aðgerðum til að þrýsta á um samning.Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands„Ætli það fari ekki að ganga hraðar núna en verið hefur hingað til,“ segir Ólafur, línur séu að skýrast í viðræðunum. „Hægt og rólega er þetta að koma.“ Samningar sem náðust á milli samninganefnda sveitarfélaganna og níu félaga Bandalags háskólamanna (BHM)og skrifað var undir á mánudagsmorgun sýna þó að skjótt getur skipast veður í lofti í viðræðunum. Fram undir síðustu viku var fremur þungt hljóð í fólki hjá BHM og rætt um að skoða aðgerðir vegna þess að kjaraviðræðurnar hefðu dregist úr hömlu. Þá sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, „hæfilega bjartsýn“ á framhaldið um miðja síðustu viku, en sagði viðræður þó þokast áfram.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaPáll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir hlutina svo hafa smollið aðfaranótt mánudags. Félög BHM sem semja við sveitarfélögin eru Dýralæknafélag Íslands, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands. Nýr samningur verður nú kynntur félagsmönnum og kosið um hann, en fram kemur á vef BHM að tilkynna þurfi niðurstöðu kosninga um samninginn ekki síðar en fimmta apríl næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.
Kjaramál Tengdar fréttir Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á vegum sveitarfélaga landsins raskast í byrjun apríl komi til verkfalls sjúkraliða. Verkfall samþykkt með 97 prósentum atkvæða. 15. mars 2016 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á vegum sveitarfélaga landsins raskast í byrjun apríl komi til verkfalls sjúkraliða. Verkfall samþykkt með 97 prósentum atkvæða. 15. mars 2016 07:00