Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2016 15:53 Þolinmæði Sjálfstæðismanna gagnvart stjórnarsamstarfinu er nánast á þrotum. Foringjar Sjálfstæðisflokksins láta ekki ná í sig. Myndin er samsett. Vísir hefur reynt að ná tali af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í allan dag vegna umræðu undanfarinna daga í kjölfar frétta af því að Wintris, félag eiginkonu hans, hafi lýst yfir kröfum sem nema 500 milljónum króna í þrotabú föllnu bankana. Án árangurs. Hér neðar má sjá fyrirspurnina en þar er þess óskað að fá viðtal við Sigmund Davíð og spurningar sendar með til að fyrir liggi um hvað málið snýst. Til vara er þá að spurningunum verði svarað skriflega. Enn hafa engin svör borist.Hvers vegna greindi hann ekki Bjarna frá stöðu mála? Í nokkra daga hefur legið fyrir fyrirspurn hjá aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs, Jóhannesi Þór Skúlasyni, varðandi það hversu mikið fékkst upp í kröfur Wintris í slitabúin og hvaða eignir eru í félaginu. Engin svör hafa borist. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa rætt mögulega vantrauststillögu á forsætisráðherra. En, þá skiptir afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins öllu máli. Samkvæmt heimildum Vísis er þolinmæðin í herbúðum Sjálfstæðisflokksins, þá hvað varðar stjórnarsamstarfið, nánast á þrotum. Þar á bæ spyrja menn ekki hvers vegna Sigmundur Davíð hafi ekki greint opinberlega frá þessum hagsmunatengslum, þá er hann eðli máls samkvæmt, hefur komið að afnámi fjármagnshafta, þó Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi leitt það starf. Heldur er spurningin: Hvers vegna greindi Sigmundur Davíð Bjarna ekki frá stöðu mála? Sjálfstæðismenn líta á það sem trúnaðarbrot milli flokkanna auk þess sem framganga ýmissa þingmanna Framsóknarflokksins, svo sem það að Frosti Sigurjónsson hafi greitt atkvæði gegn einstökum liðum fjárlagafrumvarps, svo eitt dæmi af mörgum sé nefnt, fara mjög fyrir brjóstið á Sjálfstæðisflokknum.Sigmundur verður að stíga fram Þó ekkert vanti uppá að óbreyttir þingmenn Framsóknarflokksins hafi látið í sér heyra, eins og Vísir greindi frá í gær en þar voru stóru orðin hvergi spöruð, þá er þögn forystunnar hávær og þá ekki síður þögn foringja Sjálfstæðismanna. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, en án árangurs. Sama máli gegnir um Ólöfu Nordal varaformann sem og Ragnheiði Ríkharðsdóttur þingflokksformanns en í tvo daga samfellt hefur Vísir reynt að ná tali af henni, en án árangurs. Hún svarar ekki skilaboðum. Þannig má ljóst vera að málið allt er mjög viðkvæmt. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið um helgina, sagði að þetta hlyti að þýða það að traust milli flokka væri minna eftir en áður en svo virðist sem hann muni ekki njóta opinbers fulltingis annarra í flokknum. Ekki að sinni. Samkvæmt heimildum Vísis bíða menn þess nú, innan Sjálfstæðisflokksins, að Sigmundur Davíð stigi fram. Sem hann hljóti að gera, sem hann verði að gera, og skýra sína hlið mála. Þá spyrja menn einnig, og telja sig hafa vissu fyrir því að ekki séu enn öll kurl til grafar komin og því telji menn vissara að segja sem minnst eins og staðan er nú. Og staðan er pólitískt ómöguleg.Fyrirspurn Vísis frá í morgunHeill og sæll Jóhannes!Ég fer hér með, og vinsamlegast, fyrir hönd Vísis fram á viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Spurningarnar sem ég vildi bera fram eru meðal annars og á þessa leið:a) Nú þegar fram hefur komið að félagið Wintris Inc., í eigu eiginkonu þinnar, hafi lýst yfir kröfum sem nema 500 milljónum króna í þrotabú föllnu bankana; má þá ekki segja að þar með hafi hæfi þitt til að koma að afnámi fjármagnshafta verið umdeilanlegt?b) Stangast þessi staða þín ekki á við óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar við meðferð mála, almennt? Hver er afstaða þín til þess?c) Hefði ekki verið heppilegra, og eðlilegra, að upplýsa um þessa stöðu mála og hagsmunatengsl áður en til þess kom að gengið var til samninga við kröfuhafa?d) Nú hafa talsmenn ríkisstjórnarinnar talað um kosti krónunnar, mikla möguleika íslensks efnahagslífs og mikilvægi þess að fjársterkir (Íslendingar) komi með fé sitt til landsins til að taka þátt í endurreisn eftir hrun. Skýtur þá ekki skökku við að á sama tíma er fjölskylda þín með góðan skerf fjármuna sinna á reikningi á Bresku Jómfrúaeyjum?Með allra bestu kveðjum og ósk um skjót viðbrögð. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. 22. mars 2016 07:00 Fár í Framsóknarflokknum Hver Framsóknarmaðurinn á fætur öðrum stígur fram á ritvöllinn og úthúðar öllum þeim sem gagnrýnt hafa forsætisráðherra. 21. mars 2016 16:49 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Stjórnarþingmaður segir Wintris-málið rýra traust milli stjórnarflokkanna Vilhjálmur Bjarnason segir skráningu eigna nánast aukaatriði. 19. mars 2016 18:15 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Vísir hefur reynt að ná tali af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í allan dag vegna umræðu undanfarinna daga í kjölfar frétta af því að Wintris, félag eiginkonu hans, hafi lýst yfir kröfum sem nema 500 milljónum króna í þrotabú föllnu bankana. Án árangurs. Hér neðar má sjá fyrirspurnina en þar er þess óskað að fá viðtal við Sigmund Davíð og spurningar sendar með til að fyrir liggi um hvað málið snýst. Til vara er þá að spurningunum verði svarað skriflega. Enn hafa engin svör borist.Hvers vegna greindi hann ekki Bjarna frá stöðu mála? Í nokkra daga hefur legið fyrir fyrirspurn hjá aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs, Jóhannesi Þór Skúlasyni, varðandi það hversu mikið fékkst upp í kröfur Wintris í slitabúin og hvaða eignir eru í félaginu. Engin svör hafa borist. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa rætt mögulega vantrauststillögu á forsætisráðherra. En, þá skiptir afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins öllu máli. Samkvæmt heimildum Vísis er þolinmæðin í herbúðum Sjálfstæðisflokksins, þá hvað varðar stjórnarsamstarfið, nánast á þrotum. Þar á bæ spyrja menn ekki hvers vegna Sigmundur Davíð hafi ekki greint opinberlega frá þessum hagsmunatengslum, þá er hann eðli máls samkvæmt, hefur komið að afnámi fjármagnshafta, þó Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi leitt það starf. Heldur er spurningin: Hvers vegna greindi Sigmundur Davíð Bjarna ekki frá stöðu mála? Sjálfstæðismenn líta á það sem trúnaðarbrot milli flokkanna auk þess sem framganga ýmissa þingmanna Framsóknarflokksins, svo sem það að Frosti Sigurjónsson hafi greitt atkvæði gegn einstökum liðum fjárlagafrumvarps, svo eitt dæmi af mörgum sé nefnt, fara mjög fyrir brjóstið á Sjálfstæðisflokknum.Sigmundur verður að stíga fram Þó ekkert vanti uppá að óbreyttir þingmenn Framsóknarflokksins hafi látið í sér heyra, eins og Vísir greindi frá í gær en þar voru stóru orðin hvergi spöruð, þá er þögn forystunnar hávær og þá ekki síður þögn foringja Sjálfstæðismanna. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, en án árangurs. Sama máli gegnir um Ólöfu Nordal varaformann sem og Ragnheiði Ríkharðsdóttur þingflokksformanns en í tvo daga samfellt hefur Vísir reynt að ná tali af henni, en án árangurs. Hún svarar ekki skilaboðum. Þannig má ljóst vera að málið allt er mjög viðkvæmt. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið um helgina, sagði að þetta hlyti að þýða það að traust milli flokka væri minna eftir en áður en svo virðist sem hann muni ekki njóta opinbers fulltingis annarra í flokknum. Ekki að sinni. Samkvæmt heimildum Vísis bíða menn þess nú, innan Sjálfstæðisflokksins, að Sigmundur Davíð stigi fram. Sem hann hljóti að gera, sem hann verði að gera, og skýra sína hlið mála. Þá spyrja menn einnig, og telja sig hafa vissu fyrir því að ekki séu enn öll kurl til grafar komin og því telji menn vissara að segja sem minnst eins og staðan er nú. Og staðan er pólitískt ómöguleg.Fyrirspurn Vísis frá í morgunHeill og sæll Jóhannes!Ég fer hér með, og vinsamlegast, fyrir hönd Vísis fram á viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Spurningarnar sem ég vildi bera fram eru meðal annars og á þessa leið:a) Nú þegar fram hefur komið að félagið Wintris Inc., í eigu eiginkonu þinnar, hafi lýst yfir kröfum sem nema 500 milljónum króna í þrotabú föllnu bankana; má þá ekki segja að þar með hafi hæfi þitt til að koma að afnámi fjármagnshafta verið umdeilanlegt?b) Stangast þessi staða þín ekki á við óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar við meðferð mála, almennt? Hver er afstaða þín til þess?c) Hefði ekki verið heppilegra, og eðlilegra, að upplýsa um þessa stöðu mála og hagsmunatengsl áður en til þess kom að gengið var til samninga við kröfuhafa?d) Nú hafa talsmenn ríkisstjórnarinnar talað um kosti krónunnar, mikla möguleika íslensks efnahagslífs og mikilvægi þess að fjársterkir (Íslendingar) komi með fé sitt til landsins til að taka þátt í endurreisn eftir hrun. Skýtur þá ekki skökku við að á sama tíma er fjölskylda þín með góðan skerf fjármuna sinna á reikningi á Bresku Jómfrúaeyjum?Með allra bestu kveðjum og ósk um skjót viðbrögð.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. 22. mars 2016 07:00 Fár í Framsóknarflokknum Hver Framsóknarmaðurinn á fætur öðrum stígur fram á ritvöllinn og úthúðar öllum þeim sem gagnrýnt hafa forsætisráðherra. 21. mars 2016 16:49 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Stjórnarþingmaður segir Wintris-málið rýra traust milli stjórnarflokkanna Vilhjálmur Bjarnason segir skráningu eigna nánast aukaatriði. 19. mars 2016 18:15 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. 22. mars 2016 07:00
Fár í Framsóknarflokknum Hver Framsóknarmaðurinn á fætur öðrum stígur fram á ritvöllinn og úthúðar öllum þeim sem gagnrýnt hafa forsætisráðherra. 21. mars 2016 16:49
Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24
Stjórnarþingmaður segir Wintris-málið rýra traust milli stjórnarflokkanna Vilhjálmur Bjarnason segir skráningu eigna nánast aukaatriði. 19. mars 2016 18:15
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25